Forréttindi fyrir fámenna þjóð að hafa jafn öflugar flugsamgöngur Kristján Már Unnarsson skrifar 23. september 2024 21:45 Skúli Mogensen, stofnandi WOW, í viðtali í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2. Egill Aðalsteinsson Uppbygging Keflavíkurflugvallar sem tengimiðstöðvar hefur fært Íslendingum mikla hagsæld og lífsgæði og eru brottfarir í flugi frá Íslandi til Norður-Ameríku núna fleiri en frá öllum hinum Norðurlöndunum til samans. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Flugþjóðin segja forstjórar íslensku flugfélaganna flugstarfsemi vera undirstöðu þess að ferðaþjónusta varð stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Þota Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli. Fyrir aftan bíður flugvél Play eftir að aka í flugtaksstöðu.Egill Aðalsteinsson Icelandair er í ár með nærri fjörutíu flugvélar í alþjóðaleiðakerfinu og Play með tíu. Er nú svo komið að hægt er að fljúga frá Íslandi til yfir sjötíu borga erlendis. Frá Keflavík eru brottfarir sjaldan færri en fimmtíu á degi hverjum og brottfarir eru suma daga yfir eitthundrað. „Við sýnum nú oft útlendingum glæru sem sýnir það að í hverri viku þá erum við með fleiri brottfarir frá Íslandi til Norður-Ameríku heldur en öll Skandinavía að öðru leyti samtals. Það er náttúrlega bara ótrúleg staða að vera í og sýnir styrkleika leiðakerfis Icelandair og styrkleika Keflavíkur sem tengimiðstöðvar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Þessi ferðaþjónusta væri auðvitað alls ekki á Íslandi svona nema af því að hér er flogið til og frá landinu í miklu meira mæli heldur en íbúafjöldi Íslands gefur nokkurt tilefni til. Það er út af þessari tengimiðstöð og auðvitað ferðagleði landsmanna og af því að Ísland er áhugaverður áfangastaður,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. „En það þarf þessi flugfélög til þess að fá þetta fólk til landsins og ef það væri ekki svo þá væri bara hagsæld á Íslandi miklu, miklu mun minni. Mér finnst fólk ekki gefa þessu alltaf nægan gaum,“ segir Einar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Einar Árnason Skúli Mogensen, sem byggði upp WOW AIR á mesta vaxtarskeiði ferðaþjónustunnar, tekur í sama streng. „Ég er ekki viss um að við áttum okkur á því hvað það eru mikil forréttindi fyrir litla eyju, eða fámenna þjóð, að vera með jafn gríðarlega öflugar samgöngur og við erum með í dag. Og hvað ferðaþjónustan hefur gert mikið fyrir þjóðina og landið, - landsbyggðina,“ segir Skúli. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton, vann skýrslu fyrir Isavia um efnahagslega þýðingu Keflavíkurflugvallar.Egill Aðalsteinsson Í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Aton vann fyrir Isavia er Keflavíkurflugvelli lýst sem stóriðju. „Það er svo mikið hagsmunamál fyrir okkur að vera flugþjóð. Út af því að það býr til viðskiptatækifæri. Það býr til ferðaþjónustu. Og þetta hefur gefið af sér mikil lífsgæði,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton. Hér er frétt Stöðvar 2: Fjallað er um flugstarfsemi Íslendinga og efnahagsáhrif hennar í fjórða þætti Flugþjóðarinnar. Í fimmta þætti mánudagskvöldið 30. september fylgjum við áhöfn Air Atlanta á Boeing 747-fraktþotu í hringferð um Afríku. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina: Flugþjóðin Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Flugþjóðin segja forstjórar íslensku flugfélaganna flugstarfsemi vera undirstöðu þess að ferðaþjónusta varð stærsta útflutningsgrein þjóðarinnar. Þota Icelandair lendir á Keflavíkurflugvelli. Fyrir aftan bíður flugvél Play eftir að aka í flugtaksstöðu.Egill Aðalsteinsson Icelandair er í ár með nærri fjörutíu flugvélar í alþjóðaleiðakerfinu og Play með tíu. Er nú svo komið að hægt er að fljúga frá Íslandi til yfir sjötíu borga erlendis. Frá Keflavík eru brottfarir sjaldan færri en fimmtíu á degi hverjum og brottfarir eru suma daga yfir eitthundrað. „Við sýnum nú oft útlendingum glæru sem sýnir það að í hverri viku þá erum við með fleiri brottfarir frá Íslandi til Norður-Ameríku heldur en öll Skandinavía að öðru leyti samtals. Það er náttúrlega bara ótrúleg staða að vera í og sýnir styrkleika leiðakerfis Icelandair og styrkleika Keflavíkur sem tengimiðstöðvar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Þessi ferðaþjónusta væri auðvitað alls ekki á Íslandi svona nema af því að hér er flogið til og frá landinu í miklu meira mæli heldur en íbúafjöldi Íslands gefur nokkurt tilefni til. Það er út af þessari tengimiðstöð og auðvitað ferðagleði landsmanna og af því að Ísland er áhugaverður áfangastaður,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play. „En það þarf þessi flugfélög til þess að fá þetta fólk til landsins og ef það væri ekki svo þá væri bara hagsæld á Íslandi miklu, miklu mun minni. Mér finnst fólk ekki gefa þessu alltaf nægan gaum,“ segir Einar. Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.Einar Árnason Skúli Mogensen, sem byggði upp WOW AIR á mesta vaxtarskeiði ferðaþjónustunnar, tekur í sama streng. „Ég er ekki viss um að við áttum okkur á því hvað það eru mikil forréttindi fyrir litla eyju, eða fámenna þjóð, að vera með jafn gríðarlega öflugar samgöngur og við erum með í dag. Og hvað ferðaþjónustan hefur gert mikið fyrir þjóðina og landið, - landsbyggðina,“ segir Skúli. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton, vann skýrslu fyrir Isavia um efnahagslega þýðingu Keflavíkurflugvallar.Egill Aðalsteinsson Í skýrslu sem ráðgjafafyrirtækið Aton vann fyrir Isavia er Keflavíkurflugvelli lýst sem stóriðju. „Það er svo mikið hagsmunamál fyrir okkur að vera flugþjóð. Út af því að það býr til viðskiptatækifæri. Það býr til ferðaþjónustu. Og þetta hefur gefið af sér mikil lífsgæði,“ segir Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton. Hér er frétt Stöðvar 2: Fjallað er um flugstarfsemi Íslendinga og efnahagsáhrif hennar í fjórða þætti Flugþjóðarinnar. Í fimmta þætti mánudagskvöldið 30. september fylgjum við áhöfn Air Atlanta á Boeing 747-fraktþotu í hringferð um Afríku. Áskrifendur Stöðvar 2 og Stöðvar 2+ geta séð þættina um Flugþjóðina í streymisveitu Stöðvar 2 hvenær sem er. Hér má sjá kynningarstiklu fyrir þáttaröðina:
Flugþjóðin Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Play Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44 Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27 Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi Velgengni Loftleiða í Norður-Atlantshafsfluginu hófst fyrir alvöru með DC 6B-flugvélum. Það voru hins vegar Rolls Royce 400-skrúfuþoturnar, CL-44, eða monsarnir, sem gerðu Loftleiðir að stórveldi í íslensku efnahagslífi. 18. september 2024 19:44
Koma fyrstu þotunnar einn af hápunktum flugsögu Íslands Koma Gullfaxa, fyrstu þotunnar, er einn af hápunktum flugsögu Íslendinga. Í þættinum Flugþjóðin á Stöð 2 rifja fyrrverandi starfsmenn Flugfélags Íslands upp þætti úr sögu félagsins, þar á meðal daginn þegar Boeing 727-þotan lenti á Reykjavíkurflugvelli í júnímánuði 1967. 15. september 2024 07:27
Skrúfuþoturnar sem byltu millilandaflugi Íslendinga Kaup Flugfélags Íslands á tveimur Vickers Viscount-skrúfuþotum árið 1957 byltu millilandaflugi Íslendinga. Þær voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu flogið mun hærra og hraðar en áður þekktist. 11. september 2024 12:20