Janet Jackson biðst afsökunar á undarlegum ummælum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. september 2024 17:54 Ummælin lét hún falla í viðtali við breska miðilinn Guardian. AP/Richard Shotwell Söngkonan Janet Jackson hefur beðið Kamölu Harris forsetaframbjóðanda afsökunar fyrir ummæli sem hún lét falla í hennar garð sem vöktu mikla reiði vestanhafs. Í ítarlegu viðtali við breska miðilinn Guardian gerði Janet Jackson ferilinn upp og fór um víðan völl. Umræðan barst að stjórnmálaástandinu í heimalandinu hennar og það var þá sem hún lét þessi undarlegu ummæli falla: „Hún er ekki svört. Það er það sem ég hef heyrt. Að hún sé indversk.“ Eftir að blaðamaður Guardian hafði sagt henni að Kamala Harris væri bæði af afrísku og indversku bergi brotin skaut Janet inn í: „Faðir hennar er hvítur. Það er það sem mér er sagt. Ég meina, ég hef ekkert fylgst með fréttum í nokkra daga. Mér var sagt að það hefði komið í ljós að faðir hennar væri hvítur.“ Þessi ummæli vöktu harkaleg viðbrögð meðal margra vestanhafs og nú hefur umboðsmaður söngstjörnunnar og systur Jackson-bræðra tjáð sig um málið. Í yfirlýsingu segir hann að ummælin séu byggð á misupplýsingum og að hún beri í raun mikla virðingu fyrir Harris. Rangupplýsinga um fjölskyldusögu Harris hefur gætt á samfélagsmiðlum vestanhafs. Donald Trump mótframbjóðandi hennar gerði sjálfur athugasemdir um uppruna hennar í kappræðum þeirra sem fóru fram fyrr í mánuðinum. „Ég veit ekki. Ég meina, málið er að ég las einhvers staðar að hún væri ekki svört og svo las ég að hún væri svört og það er allt í góðu. Bæði er í fínasta lagi mín vegna. Það er undir henni komið,“ sagði hann. Þess má geta að faðir Kamölu, Donald Harris, er jamaísk-bandarískur prófessor við Stanfordháskóla og móðir hennar heitin, Shyamala Gopalan, var indversk vísindakona. Þau fluttust bæði til Bandaríkjanna og kynntust við nám í Kalíforníuháskólanum í Berkeley. Bandaríkin Tónlist Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira
Í ítarlegu viðtali við breska miðilinn Guardian gerði Janet Jackson ferilinn upp og fór um víðan völl. Umræðan barst að stjórnmálaástandinu í heimalandinu hennar og það var þá sem hún lét þessi undarlegu ummæli falla: „Hún er ekki svört. Það er það sem ég hef heyrt. Að hún sé indversk.“ Eftir að blaðamaður Guardian hafði sagt henni að Kamala Harris væri bæði af afrísku og indversku bergi brotin skaut Janet inn í: „Faðir hennar er hvítur. Það er það sem mér er sagt. Ég meina, ég hef ekkert fylgst með fréttum í nokkra daga. Mér var sagt að það hefði komið í ljós að faðir hennar væri hvítur.“ Þessi ummæli vöktu harkaleg viðbrögð meðal margra vestanhafs og nú hefur umboðsmaður söngstjörnunnar og systur Jackson-bræðra tjáð sig um málið. Í yfirlýsingu segir hann að ummælin séu byggð á misupplýsingum og að hún beri í raun mikla virðingu fyrir Harris. Rangupplýsinga um fjölskyldusögu Harris hefur gætt á samfélagsmiðlum vestanhafs. Donald Trump mótframbjóðandi hennar gerði sjálfur athugasemdir um uppruna hennar í kappræðum þeirra sem fóru fram fyrr í mánuðinum. „Ég veit ekki. Ég meina, málið er að ég las einhvers staðar að hún væri ekki svört og svo las ég að hún væri svört og það er allt í góðu. Bæði er í fínasta lagi mín vegna. Það er undir henni komið,“ sagði hann. Þess má geta að faðir Kamölu, Donald Harris, er jamaísk-bandarískur prófessor við Stanfordháskóla og móðir hennar heitin, Shyamala Gopalan, var indversk vísindakona. Þau fluttust bæði til Bandaríkjanna og kynntust við nám í Kalíforníuháskólanum í Berkeley.
Bandaríkin Tónlist Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Hollywood Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Sjá meira