Orkunýlendan Ísland? Bjarni Jónsson skrifar 22. september 2024 08:01 Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum. Landgæðum og náttúru fórnað fyrir óseðjandi orkuþörf Evrópu? Það er öllum ljóst að það sem stendur til að framleiða af vindorku er langt umfram það sem Ísland er að fara að nýta. Svo vitum við einnig að á móti þarf að skaffa mikla vatnsaflsorku, langt umfram þarfir landsmanna, til þess að mæta jöfnunarþörf á móti þessari vindorku. Sökkva fjölmörgum nýjum svæðum fyrir virkjanir. Hvað á þá að gera við alla þessa orku, því lítið verður notað af henni á Íslandi? Svarið blasir við, henni er ætlað að seðja óþrjótandi orkuþörf Evrópu og öxulvelda Evrópusambandsins í gegnum sæstreng og einnig eftir því sem tækninni fleygir fram, framleiðslu eldsneytis með raforku, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans sem síðan verði flutt úr landi. Ekki heimild í íslenskum lögum til lagningar sæstrengs Leiðin virtist greidd fyrir þessi erlendu öfl og ESB blokkina framhjá íslenskum lögum með samþykkt orkupakka 3 og Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fleiri fengu hinsvegar, kalda fætur við afgreiðslu málsins og á elleftu stundu var bætt við ákvæði um að „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis“ Ekki hefur samt hægt á umsvifum og fyrirgangi þessara erlendu aðila, ríkja, fyrirtækja og fulltrúa þeirra við að greiða sínum áformum leið á Íslandi og útsendarar þeirra og samstarfsmenn vel tengdir inn í stjórnmálin á Íslandi. Þar er treyst á að slíkum fyrirvara verði hrundið með nýrri samþykkt Alþingis þegar það verður þeim hliðhollara; eða að þeim verði opnuð leið með annarri lagasetningu og ákvörðunum. Samþykkt á bókun 35. Leiðin greidd fyrir ESB að breyta Íslandi í orkunýlendu? Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli? Höfundur er Alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Orkumál Vinstri græn Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Kapphlaupið um Ísland er í algleymingi, náttúru og auðlindir þjóðarinnar. Um landið sveima lukkuriddarar og leppar erlendra stórfyrirtækja og ríkjasambanda, ásamt fleira landsölufólki og íslenskum meðhlauppsmönnum. Uppkaup á landi, útsendarar að festa landspildur og ósnortna náttúru fyrir hrikaleg áform um stórfelda uppsetningu vindmylla og vindmyllugarða í andlit fólks víðsvegar um landið. Það er mikið undir áður en komið verður á þá böndum. Landgæðum og náttúru fórnað fyrir óseðjandi orkuþörf Evrópu? Það er öllum ljóst að það sem stendur til að framleiða af vindorku er langt umfram það sem Ísland er að fara að nýta. Svo vitum við einnig að á móti þarf að skaffa mikla vatnsaflsorku, langt umfram þarfir landsmanna, til þess að mæta jöfnunarþörf á móti þessari vindorku. Sökkva fjölmörgum nýjum svæðum fyrir virkjanir. Hvað á þá að gera við alla þessa orku, því lítið verður notað af henni á Íslandi? Svarið blasir við, henni er ætlað að seðja óþrjótandi orkuþörf Evrópu og öxulvelda Evrópusambandsins í gegnum sæstreng og einnig eftir því sem tækninni fleygir fram, framleiðslu eldsneytis með raforku, svo sem vetnis eða annars rafeldsneytis í formi ammóníaks, metanóls eða metans sem síðan verði flutt úr landi. Ekki heimild í íslenskum lögum til lagningar sæstrengs Leiðin virtist greidd fyrir þessi erlendu öfl og ESB blokkina framhjá íslenskum lögum með samþykkt orkupakka 3 og Þingsályktun um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfis raforku. Fleiri fengu hinsvegar, kalda fætur við afgreiðslu málsins og á elleftu stundu var bætt við ákvæði um að „Ekki verður ráðist í tengingu raforkukerfis landsins við raforkukerfi annars lands í gegnum sæstreng nema að undangengnu samþykki Alþingis“ Ekki hefur samt hægt á umsvifum og fyrirgangi þessara erlendu aðila, ríkja, fyrirtækja og fulltrúa þeirra við að greiða sínum áformum leið á Íslandi og útsendarar þeirra og samstarfsmenn vel tengdir inn í stjórnmálin á Íslandi. Þar er treyst á að slíkum fyrirvara verði hrundið með nýrri samþykkt Alþingis þegar það verður þeim hliðhollara; eða að þeim verði opnuð leið með annarri lagasetningu og ákvörðunum. Samþykkt á bókun 35. Leiðin greidd fyrir ESB að breyta Íslandi í orkunýlendu? Margir eru einmitt furðu losnir yfir þeirri ákefð sem nú er lögð í að samþykkja bókun 35 við EES samninginn sem felur í sér að setja ákvæði inn í íslensk lög til að geta tekið evrópskar reglur fram yfir íslenskar lagareglur öllum stundum og hvað búi þar undir. Ekkert hefur enn komið fram sem skýrir hvers vegna það liggi svo á að afgreiða frumvarp vegna bókunar 35 í samningnum um Evrópska efnahagssvæðið eftir tíðindalítil 30 ár. Bent hefur verið á að verði hún samþykkt verður leiðin greidd fyrir Evrópusambandið að ganga hömlulaust að orkuauðlindum og náttúru Íslands. Skiptir það máli? Höfundur er Alþingismaður og varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar