Skorar á Trump í aðrar kappræður Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. september 2024 18:27 Harris þykir hafa staðið sig mun betur í síðustu kappræðum en Trump. Getty/Win McNamee Kamala Harris, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í komandi kosningum í Bandaríkjunum, samþykkti boð sjónvarpsstöðvarinnar CNN um þátttöku í kappræðum á þeirra vegum og skoraði á Donald Trump mótframbjóðanda sinn að mæta sér. „Donald Trump ætti ekki að hafa neitt á móti því að samþykkja þátttöku í þessum kappræðum. Þær fara fram á sama hátt og kappræðurnar á CNN sem hann tók þátt í og sagðist hafa unnið í júní, þar sem hann hrósaði stjórnendum, reglum og áhorfi CNN,“ segir Jen O'Malley Dillon kosningastjóri Kamölu í yfirlýsingu. „Ég myndi glöð taka þátt í öðrum kappræðum þann 23. október. Ég vona að Donald Trump mæti mér,“ skrifar Kamala Harris í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. I will gladly accept a second presidential debate on October 23.I hope @realDonaldTrump will join me. https://t.co/Trb8HUBsDh— Kamala Harris (@KamalaHarris) September 21, 2024 Harris og Trump mættust í sjónvarpskappræðum þann tíunda september og taldi meirihluti í skoðanakönnunum Harris hafa komið betur út úr þeim. Trump hefur sagt með afgerandi hætti að hann ætli sér ekki að mæta Harris í öðrum kappræðum. „ÞAÐ VERÐA ENGAR ÞRIÐJU KAPPRÆÐUR,“ skrifaði hann meðal annars á samfélagsmiðli sínum Truth Social skömmu eftir kappræðurnar. Nýjustu skoðanakannanir sýna að frambjóðendurnir tveir séu hnífjafnir á landsvísu en að Harris sé með forskot í Pennsylvaníuríki, einu helsta barátturíkinu sem gæti komið til með að skera úr um sigurvegara kosninganna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira
„Donald Trump ætti ekki að hafa neitt á móti því að samþykkja þátttöku í þessum kappræðum. Þær fara fram á sama hátt og kappræðurnar á CNN sem hann tók þátt í og sagðist hafa unnið í júní, þar sem hann hrósaði stjórnendum, reglum og áhorfi CNN,“ segir Jen O'Malley Dillon kosningastjóri Kamölu í yfirlýsingu. „Ég myndi glöð taka þátt í öðrum kappræðum þann 23. október. Ég vona að Donald Trump mæti mér,“ skrifar Kamala Harris í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. I will gladly accept a second presidential debate on October 23.I hope @realDonaldTrump will join me. https://t.co/Trb8HUBsDh— Kamala Harris (@KamalaHarris) September 21, 2024 Harris og Trump mættust í sjónvarpskappræðum þann tíunda september og taldi meirihluti í skoðanakönnunum Harris hafa komið betur út úr þeim. Trump hefur sagt með afgerandi hætti að hann ætli sér ekki að mæta Harris í öðrum kappræðum. „ÞAÐ VERÐA ENGAR ÞRIÐJU KAPPRÆÐUR,“ skrifaði hann meðal annars á samfélagsmiðli sínum Truth Social skömmu eftir kappræðurnar. Nýjustu skoðanakannanir sýna að frambjóðendurnir tveir séu hnífjafnir á landsvísu en að Harris sé með forskot í Pennsylvaníuríki, einu helsta barátturíkinu sem gæti komið til með að skera úr um sigurvegara kosninganna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Kamala Harris Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fleiri fréttir Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Sjá meira