Þegar sorgin bankar upp á Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2024 12:02 Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar. Sorg foreldra og aðstandanda Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem einungis var 17 ára gömul hlýtur að vera óyfirstíganleg, samfélagið allt hefur umvafið þau síðustu daga en það færir þeim ekki barnið þeirra aftur, hugur okkar allra er hjá þeim. En það er líka sorg hjá foreldrum unga mannsins, það er erfitt að skilja hvernig barnið manns getur gert svona, að barnið manns sé morðingi. Hugur minn er líka hjá þeim. Þau geta ekki borið sorg sína á torg, en þetta er erfitt fyrir þau að takast á við, þau geta ekki tekið utan um barnið sitt og huggað það eða verið hjá honum, hann er í fangelsi einn og hræddur, bara kaldir veggirnir og læst hurð, engin sími né tölva, bara sjónvarp. Hann er líka barn, bara 16 ára. Hann á yfir höfði sér langan dóm, vonandi verður hann ekki gerður að fordæmi heldur fái sanngjarnan dóm sökum ungs aldurs og fái hjálp til að vinna í sínum málum. 16 ár fyrir morð er algengt, þurfa að sitja inni allavega 8 ár er langur tími á viðkvæmum mótunarárum ungs mans. Fyrst um sinn verður hann sennilega á Stuðlum en svo sendur á Litla-Hraun þegar hann hefur aldur til, það er ekki góður staður fyrir óharðnaðan ungling. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta. Lífið hefur öðlast tilgang með þér. B.G. & Ingibjörg - Þín innsta þrá Að fá þessa hringingu, barnið þitt er alvarlega slasað þekki ég af eigin raun, eftir slys í félagsmiðstöð vegna vítaverðs gáleysis starfsmanns, var syni mínum vart hugað líf en sem betur fer lifði hann af, en hann náði sér aldrei alveg eftir slysið og leiddist út í neyslu ávana og fíkniefna sem hann fjármagnað aðallega með að stela úr búðum. Að fá hringingu frá barninu sínu úr fangelsi er rosalega erfitt, að fara í fyrstu heimsóknina, tekur mikið á sálrænt, það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að þurfa að fara og verða að skilja barnið sitt eftir, eitt og hrætt, maður venst því aldrei, því veit ég það af eigin raun að Litla-Hraun er ekki staður fyrir unga óharðnaðan menn. En hann er að standa sig vel í dag, en þetta voru erfið ár, hann er sonur minn og mér þykir innilega vænt um hann og ekkert sem hann hefur gert breytir því, en ég óska engum að kynnast því af eigin raun að eiga barn í fangelsi. Vona ég að við sem samfélag dæmum ekki unga manninn of hart hann er bara 16 ára, vissulega var árásin hrottaleg en það færir okkur ekki Bryndísi Klöru til baka. Þó ég sé hér að setjast beggja megin við borðið þá þekki ég ekki neitt af þessu fólki og veit ekki þeirra sögu né aðdragandann að þessari árás. Umfjöllun Kveiks um Litla-Hraun: „Það er svolítið litið á okkur eins og dýr,“ segir annar. „Við erum fólk. Við erum manneskjur, þótt við séum í fangelsi.“ Refsingin sem á að endurhæfa menn um leið Höfundur vottar ykkur innilega samúð sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar. Sorg foreldra og aðstandanda Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem einungis var 17 ára gömul hlýtur að vera óyfirstíganleg, samfélagið allt hefur umvafið þau síðustu daga en það færir þeim ekki barnið þeirra aftur, hugur okkar allra er hjá þeim. En það er líka sorg hjá foreldrum unga mannsins, það er erfitt að skilja hvernig barnið manns getur gert svona, að barnið manns sé morðingi. Hugur minn er líka hjá þeim. Þau geta ekki borið sorg sína á torg, en þetta er erfitt fyrir þau að takast á við, þau geta ekki tekið utan um barnið sitt og huggað það eða verið hjá honum, hann er í fangelsi einn og hræddur, bara kaldir veggirnir og læst hurð, engin sími né tölva, bara sjónvarp. Hann er líka barn, bara 16 ára. Hann á yfir höfði sér langan dóm, vonandi verður hann ekki gerður að fordæmi heldur fái sanngjarnan dóm sökum ungs aldurs og fái hjálp til að vinna í sínum málum. 16 ár fyrir morð er algengt, þurfa að sitja inni allavega 8 ár er langur tími á viðkvæmum mótunarárum ungs mans. Fyrst um sinn verður hann sennilega á Stuðlum en svo sendur á Litla-Hraun þegar hann hefur aldur til, það er ekki góður staður fyrir óharðnaðan ungling. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta. Lífið hefur öðlast tilgang með þér. B.G. & Ingibjörg - Þín innsta þrá Að fá þessa hringingu, barnið þitt er alvarlega slasað þekki ég af eigin raun, eftir slys í félagsmiðstöð vegna vítaverðs gáleysis starfsmanns, var syni mínum vart hugað líf en sem betur fer lifði hann af, en hann náði sér aldrei alveg eftir slysið og leiddist út í neyslu ávana og fíkniefna sem hann fjármagnað aðallega með að stela úr búðum. Að fá hringingu frá barninu sínu úr fangelsi er rosalega erfitt, að fara í fyrstu heimsóknina, tekur mikið á sálrænt, það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að þurfa að fara og verða að skilja barnið sitt eftir, eitt og hrætt, maður venst því aldrei, því veit ég það af eigin raun að Litla-Hraun er ekki staður fyrir unga óharðnaðan menn. En hann er að standa sig vel í dag, en þetta voru erfið ár, hann er sonur minn og mér þykir innilega vænt um hann og ekkert sem hann hefur gert breytir því, en ég óska engum að kynnast því af eigin raun að eiga barn í fangelsi. Vona ég að við sem samfélag dæmum ekki unga manninn of hart hann er bara 16 ára, vissulega var árásin hrottaleg en það færir okkur ekki Bryndísi Klöru til baka. Þó ég sé hér að setjast beggja megin við borðið þá þekki ég ekki neitt af þessu fólki og veit ekki þeirra sögu né aðdragandann að þessari árás. Umfjöllun Kveiks um Litla-Hraun: „Það er svolítið litið á okkur eins og dýr,“ segir annar. „Við erum fólk. Við erum manneskjur, þótt við séum í fangelsi.“ Refsingin sem á að endurhæfa menn um leið Höfundur vottar ykkur innilega samúð sína.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar