Þjálfarinn í byrjunarliðinu: „Mér fannst þörf á smá aga í leikinn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. september 2024 20:52 Spilandi þjálfarinn Gunnar Steinn gefur liðinu mikið inni á vellinum. vísir / pawel Gunnar Steinn Jónsson stýrði og spilaði með liði Fjölnis sem vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Olís deild karla í kvöld, 28-27 í háspennuleik þar sem flautumark á lokasekúndunni fékk ekki að gilda. „Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir undir lokin en mér fannst við spila loksins skynsamt og agað, náum góðri vörn og markvörslu. Flottur leikur heilt yfir, ég held að HK-ingar hafi verið svolítið hátt uppi eftir síðasta leik en ég er stoltur af mínu liði eftir þennan leik,“ sagði spilandi þjálfarinn áður en hann gekk inn í búningsherbergi eftir leik. Gunnar er nýorðinn 37 ára og er aðalþjálfari liðsins. Hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari undanfarin ár hjá Stjörnunni. Í fyrsta leik tímabilsins stóð hann á hliðarlínunni, spilaði síðan aðeins í síðasta leik en tók fullan þátt í kvöld. „Ég er nú bara í fínu líkamlegu formi, þó ég verði ekki frábær á morgun. Ég ákvað, frá því að ég tók við Fjölni, að ég ætlaði að aðstoða eitthvað inni á vellinum. Mér fannst þörf á smá aga í leikinn, ég held að það sé það sem ég kem helst með að borðinu. Við vorum að gera tuttugu tæknimistök að meðaltali í leik fyrstu tvo leikina, núna voru þeir held ég helmingi færri. Ég hjálpa til inni á vellinum en er aðallega þjálfari.“ Ótrúleg atburðarás átti sér stað undir lok leiks, Fjölnir fékk tveggja mínútna brottvísun og Gunnar meiddist á sama tíma, HK minnkaði muninn í eitt mark og virtist jafna á lokasekúndunni en skotið var of seint og markið fékk ekki að standa. „Ég er bara mjög ánægður að þeir dæmdu ekki mark. Þeir hefðu þurft að vera hundrað prósent vissir um að þetta væri mark og þetta var tvísýnt. Ég öfunda þá ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun en þetta var mjög sætt. Þessi atburðarás er í pínu móðu, ég þurfti náttúrulega að fá hjálp sjúkraþjálfara og sitja þrjár sóknir. Það var svolítið sárt og skrítin regla, að refsa manni fyrir að meiða sig af því ég var ekki að reyna að tefja, ég missti andann bara.“ Þetta var fyrsti sigur Fjölnis, sem eru nýliðar í deildinni og með reynslulítinn leikmannahóp. „Við erum með nýtt lið, allir eiginlega að spila sitt fyrsta ár í efstu deild, og fengum stóra skelli í fyrstu leikjunum en við munum alveg gera okkur líklega í fleiri leikjum í vetur. Erum í hægri stigasöfnun og komnir með tvö stig inn á bók núna,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
„Við gerðum okkur þetta erfitt fyrir undir lokin en mér fannst við spila loksins skynsamt og agað, náum góðri vörn og markvörslu. Flottur leikur heilt yfir, ég held að HK-ingar hafi verið svolítið hátt uppi eftir síðasta leik en ég er stoltur af mínu liði eftir þennan leik,“ sagði spilandi þjálfarinn áður en hann gekk inn í búningsherbergi eftir leik. Gunnar er nýorðinn 37 ára og er aðalþjálfari liðsins. Hann hefur verið spilandi aðstoðarþjálfari undanfarin ár hjá Stjörnunni. Í fyrsta leik tímabilsins stóð hann á hliðarlínunni, spilaði síðan aðeins í síðasta leik en tók fullan þátt í kvöld. „Ég er nú bara í fínu líkamlegu formi, þó ég verði ekki frábær á morgun. Ég ákvað, frá því að ég tók við Fjölni, að ég ætlaði að aðstoða eitthvað inni á vellinum. Mér fannst þörf á smá aga í leikinn, ég held að það sé það sem ég kem helst með að borðinu. Við vorum að gera tuttugu tæknimistök að meðaltali í leik fyrstu tvo leikina, núna voru þeir held ég helmingi færri. Ég hjálpa til inni á vellinum en er aðallega þjálfari.“ Ótrúleg atburðarás átti sér stað undir lok leiks, Fjölnir fékk tveggja mínútna brottvísun og Gunnar meiddist á sama tíma, HK minnkaði muninn í eitt mark og virtist jafna á lokasekúndunni en skotið var of seint og markið fékk ekki að standa. „Ég er bara mjög ánægður að þeir dæmdu ekki mark. Þeir hefðu þurft að vera hundrað prósent vissir um að þetta væri mark og þetta var tvísýnt. Ég öfunda þá ekki að þurfa að taka þessa ákvörðun en þetta var mjög sætt. Þessi atburðarás er í pínu móðu, ég þurfti náttúrulega að fá hjálp sjúkraþjálfara og sitja þrjár sóknir. Það var svolítið sárt og skrítin regla, að refsa manni fyrir að meiða sig af því ég var ekki að reyna að tefja, ég missti andann bara.“ Þetta var fyrsti sigur Fjölnis, sem eru nýliðar í deildinni og með reynslulítinn leikmannahóp. „Við erum með nýtt lið, allir eiginlega að spila sitt fyrsta ár í efstu deild, og fengum stóra skelli í fyrstu leikjunum en við munum alveg gera okkur líklega í fleiri leikjum í vetur. Erum í hægri stigasöfnun og komnir með tvö stig inn á bók núna,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Fjölnir Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira