Brynjar snýr sér að mannréttindamálum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2024 11:34 Brynjar hefur sagt af sér varaþingmennsku og mun að öllum líkindum taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson mun taka sæti í stjórn Mannréttindastofnunar, nái tillaga þingflokksformanns Sjálfstæðisflokksins að ganga. Brynjar sagði af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn í dag. „Ég ræddi við Brynjar í síðustu viku,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um þessi tíðindi, sem óhætt er að segja að mörgum hafi þótt nokkuð óvænt. Hún segir Brynjar hafa verið boðinn og búinn til að taka verkefnið að sér. „Auðvitað stöldruðum við við það sem segir í lögunum um að þingmenn megi ekki sitja í stjórninni. Fyrir mitt leyti er varaþingmennska ekki það sama og að vera þingmaður. En nú þegar hann hefur sagt af sér varaþingmennsku þá er algjörlega hafið yfir vafa réttmæti þess að hann geti setið í þessari stjórn,“ segir Hildur. Stjórnarflokkarnir fái einn mann hver Stjórn Mannréttindastofnunar er skipuð fimm manns, eftir tillögum flokkanna á Alþingi. „Ég hef tilkynnt um þá tillögu mína að fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sitji þar Brynjar Níelsson, enda fáir með jafn víðtæka reynslu af því að verja réttindi borgaranna og Brynjar. Það fer því fel á því að mínu viti að hann setjist fyrir hönd flokksins í þessa stjórn.“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir missi af Brynjari. Þó sé gleðilegt að hann sé til í að taka að sér hið nýja verkefni.Vísir/Vilhelm Hildur segir að enn eigi eftir að setjast yfir hvaða flokkar fái tillögur sínar um stjórnarmenn samþykktar. „Þetta fer iðulega í svokallaða D'Hondt-reglu. Þá er þumalputtareglan sú að stjórnarflokkarnir væru með einn fulltrúa hver og stjórnarandstaðan tvo. Mér þykir líklegt að það verði uppleggið, en ítreka að þetta á eftir að formgera endanlega. En mér þykir rétt að ég hef gert að tillögu minni að Brynjar verði okkar fulltrúi,“ segir Hildur. Missir af kærum vini úr liðinu Hún hafi hringt í Brynjar í morgun til að fá staðfest að hann væri enn til í að taka sæti í stjórninni. „Hann er aldeilis til í það. Ég fagna því, og þrátt fyrir að það sé missir af okkar kæra vini, svona formlega, úr liðinu, þá er hann ennþá í verkefnum fyrir okkur. Ég er bara mjög þakklát og glöð með það.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mannréttindi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Ég ræddi við Brynjar í síðustu viku,“ segir Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, um þessi tíðindi, sem óhætt er að segja að mörgum hafi þótt nokkuð óvænt. Hún segir Brynjar hafa verið boðinn og búinn til að taka verkefnið að sér. „Auðvitað stöldruðum við við það sem segir í lögunum um að þingmenn megi ekki sitja í stjórninni. Fyrir mitt leyti er varaþingmennska ekki það sama og að vera þingmaður. En nú þegar hann hefur sagt af sér varaþingmennsku þá er algjörlega hafið yfir vafa réttmæti þess að hann geti setið í þessari stjórn,“ segir Hildur. Stjórnarflokkarnir fái einn mann hver Stjórn Mannréttindastofnunar er skipuð fimm manns, eftir tillögum flokkanna á Alþingi. „Ég hef tilkynnt um þá tillögu mína að fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins sitji þar Brynjar Níelsson, enda fáir með jafn víðtæka reynslu af því að verja réttindi borgaranna og Brynjar. Það fer því fel á því að mínu viti að hann setjist fyrir hönd flokksins í þessa stjórn.“ Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir missi af Brynjari. Þó sé gleðilegt að hann sé til í að taka að sér hið nýja verkefni.Vísir/Vilhelm Hildur segir að enn eigi eftir að setjast yfir hvaða flokkar fái tillögur sínar um stjórnarmenn samþykktar. „Þetta fer iðulega í svokallaða D'Hondt-reglu. Þá er þumalputtareglan sú að stjórnarflokkarnir væru með einn fulltrúa hver og stjórnarandstaðan tvo. Mér þykir líklegt að það verði uppleggið, en ítreka að þetta á eftir að formgera endanlega. En mér þykir rétt að ég hef gert að tillögu minni að Brynjar verði okkar fulltrúi,“ segir Hildur. Missir af kærum vini úr liðinu Hún hafi hringt í Brynjar í morgun til að fá staðfest að hann væri enn til í að taka sæti í stjórninni. „Hann er aldeilis til í það. Ég fagna því, og þrátt fyrir að það sé missir af okkar kæra vini, svona formlega, úr liðinu, þá er hann ennþá í verkefnum fyrir okkur. Ég er bara mjög þakklát og glöð með það.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mannréttindi Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira