Talstöðvar springa einnig í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2024 14:37 Talstöðvar í notkun Hezbollah-liða eru sagðar hafa sprungið í dag, degi eftir að gífurlega margir símboðar sprungu. Þessi sjúkrabíll var notaður til að flytja slasaða í dag frá jarðarför fjögurra Hezbolla-liða í Beirút. AP/Bilal Hussein Degi eftir að fjölmargir símboðar í notkun meðal meðlima Hezbollah-samtakanna í Líbanon og Sýrlandi sprungu, gerðist það sama með talstöðvar þeirra. Sprengingar hafa átt sér stað víðsvegar um Beirút og annarsstaðar í Líbanon. Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu látna og þrjú hundrað særða eftir nýjustu sprengingarnar. Óljóst er hve margar sprengingar hafa orðið en svo virðist sem þær séu mun færri en þær voru í gær, þegar hundruð ef ekki þúsundir símboða sem notaðir voru af Hezbollah-liðum sprungu samstundis víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi. Símboðarnir sem sprungu í gær munu hafa verið framleiddir af skúffufélagi sem skráð er með höfuðstöðvar í Ungverjalandi. Sjá einnig: Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Yfirvöld í Ungverjalandi segja að umrætt skúffufélag sé ekkert meira en það. Skúffufélag sem hafi enga framleiðslu í Ungverjalandi og sé einungis skráð þar. Í yfirlýsingum sem gefnar hafa verið út í dag segir að símboðarnir sem sprungu í gær hafi aldrei verið í Ungverjalandi. Vitað er til þess að um 2.800 manns særðust í gær og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegri stöðu. Tólf eru sagðir látnir og þar af tvö börn. Leiðtogar Hezbollah hafa sakað Ísraela um að bera ábyrgð á sprengingunum í gær og í dag skutu þeir tíu eldflaugum að Ísrael. Engan virðist hafa sakað í þeim árásum. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að talstöðvanar hafi verið keyptar um svipað leyti og símboðarnir fyrir um fimm mánuðum síðan. #BREAKING: Reports of #Hezbollah radios and walkie talkies exploding today. pic.twitter.com/HjupoWS98B— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Blaðmaður Axios segist hafa heimildir fyrir því að talstöðvarnar hafi verið hugsaðar sem neyðarbúnaður, ef aðrir samskiptamöguleikar Hezbollah gætu ekki verið notaðir. Óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að tölvur hafi sprungið og fingrafaraskannar sem Hezbollah á að hafa notað. Deilt hefur verið um það innan ríkisstjórnar Ísraels hvort gera ætti innrás inn í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah þaðan og stöðva eldflaugaárásir samtakanna á norðanvert Ísrael. Hér að neðan má sjá myndband frá jarðarför fjögurra Hezbollah-liða í Beirút í dag. Myndbandið er sagt sýna þegar ein talstöð springur í loft upp. A #Hezbollah walkie talkie explodes at a funeral today in #Lebanon after yesterday’s exploding Hezbollah pagers. pic.twitter.com/b8TIfUUBKq— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Fréttin hefur verið uppfærð. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26 Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Líbanon segir að minnsta kosti níu látna og þrjú hundrað særða eftir nýjustu sprengingarnar. Óljóst er hve margar sprengingar hafa orðið en svo virðist sem þær séu mun færri en þær voru í gær, þegar hundruð ef ekki þúsundir símboða sem notaðir voru af Hezbollah-liðum sprungu samstundis víðsvegar um Líbanon og í Sýrlandi. Símboðarnir sem sprungu í gær munu hafa verið framleiddir af skúffufélagi sem skráð er með höfuðstöðvar í Ungverjalandi. Sjá einnig: Símboðarnir sagðir koma frá ungversku skúffufélagi Yfirvöld í Ungverjalandi segja að umrætt skúffufélag sé ekkert meira en það. Skúffufélag sem hafi enga framleiðslu í Ungverjalandi og sé einungis skráð þar. Í yfirlýsingum sem gefnar hafa verið út í dag segir að símboðarnir sem sprungu í gær hafi aldrei verið í Ungverjalandi. Vitað er til þess að um 2.800 manns særðust í gær og þar af eru um þrjú hundruð í alvarlegri stöðu. Tólf eru sagðir látnir og þar af tvö börn. Leiðtogar Hezbollah hafa sakað Ísraela um að bera ábyrgð á sprengingunum í gær og í dag skutu þeir tíu eldflaugum að Ísrael. Engan virðist hafa sakað í þeim árásum. Reuters hefur eftir heimildarmönnum sínum að talstöðvanar hafi verið keyptar um svipað leyti og símboðarnir fyrir um fimm mánuðum síðan. #BREAKING: Reports of #Hezbollah radios and walkie talkies exploding today. pic.twitter.com/HjupoWS98B— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Blaðmaður Axios segist hafa heimildir fyrir því að talstöðvarnar hafi verið hugsaðar sem neyðarbúnaður, ef aðrir samskiptamöguleikar Hezbollah gætu ekki verið notaðir. Óstaðfestar fregnir hafa einnig borist af því að tölvur hafi sprungið og fingrafaraskannar sem Hezbollah á að hafa notað. Deilt hefur verið um það innan ríkisstjórnar Ísraels hvort gera ætti innrás inn í suðurhluta Líbanon og reka vígamenn Hezbollah þaðan og stöðva eldflaugaárásir samtakanna á norðanvert Ísrael. Hér að neðan má sjá myndband frá jarðarför fjögurra Hezbollah-liða í Beirút í dag. Myndbandið er sagt sýna þegar ein talstöð springur í loft upp. A #Hezbollah walkie talkie explodes at a funeral today in #Lebanon after yesterday’s exploding Hezbollah pagers. pic.twitter.com/b8TIfUUBKq— Jason Brodsky (@JasonMBrodsky) September 18, 2024 Fréttin hefur verið uppfærð.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26 Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38 Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Settu sprengjur í símboðana Ísraelsmenn standa að baki árás á Hezbollah sem framin var í dag, þegar um 2.800 manns slöðuðust eftir að símboðar sprungu í Líbanon, Íran og Sýrlandi. Símboðarnir voru gerðir í Taívan en átt var við þá áður en þeir voru fluttir til Líbanon. 17. september 2024 23:26
Tæplega þrjú þúsund slasaðir eftir að símboðar sprungu Rúmlega 2.800 manns eru sagðir hafa særst og átta látið lífið, þegar fjölmargir símboðar sprungu samtímis í Líbanon og Sýrlandi. Margir hinna særðu eru meðlimir hinna líbönsku Hezbollah-samtaka en samtökin eiga að hafa verið að nota símaboðana. Símboðarnir eru sagðir hafa gefið frá sér hljóð og sprungið skömmu síðar. 17. september 2024 14:38
Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, segir tímann á þrotum þegar kemur að því að koma í veg fyrir átök milli Ísrael og Hezbollah í sunnanverðu Líbanon. Ori Gordin, yfirmaður herafla Ísrael í norðri, hefur kallað eftir því að fá grænt ljós á innrás í Líbanon. 16. september 2024 16:06