Sárnar hvernig fjölskyldunni bárust tíðindin hörmulegu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. september 2024 15:40 Hulda Margrét segir Kolfinnu Eldeyju hafa verið augastein föður síns. Getty Systir karlmanns sem er í haldi lögreglu grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana segist sár yfir því hve seint nánustu aðstandendum í föðurlegg stúlkunnar voru færð tíðindin. Hún leggur áherslu á að feðginin hafi átt í mjög góðu sambandi. Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar á þriðja tímanum í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, hringdi í lögreglu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og sagðist að sögn lögreglu hafa orðið henni að bana. Heyrðu af málinu úti á götu Hulda Margrét Þorláksdóttir er ein sex systkina Sigurðar. Hún gagnrýnir hvernig lögregla nálgaðist fjölskylduna varðandi atburðinn. Að sögn Huldu hafi lögregla byrjað á því að mæta heim til móður Kolfinnu Eldeyjar á sunnudagskvöld. Lögregla hafi tilkynnt henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. Móðirin hafi beðið lögreglu um að upplýsa föðurfjölskyldu stúlkunnar um málið eftir að henni höfðu verið færð tíðindin. „Hún biður lögreglu á sunnudagskvöldinu að hafa samband við föðurfjölskylduna,“ segir Hulda Margrét. Það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið hafi þau systkinin og amma stúlkunnar í föðurlegg ekki vitað neitt. Sjálf hafi hún verið grunlaus þegar hún var spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og litlu frænku. Augasteinn föður síns „Sólarhring eftir atburðinn mæta loksins tveir lögreglumenn og prestar. Við erum fjölskylda, bróðir hennar, amma og við systkinin. Það spáir enginn í þessu,“ segir Hulda Margrét. „Á bak við þennan hörmulega atburð eru tvær stórar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda og mörg lítil börn sem þekktu frænku sína vel,“ segir Hulda Margrét. Þá áréttar hún að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og Kolfinna verið augasteinn föður síns. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu sagði að enginn prestur hefði verið í för með lögreglumönnum á sunnudagskvöldið. Beðist er velvirðingar á því. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Lögregla greindi frá nafni stúlkunnar á þriðja tímanum í dag. Hún hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir og var tíu ára gömul, búsett í Reykjavík. Sigurður Fannar Þórsson, faðir hennar, hringdi í lögreglu um kvöldmatarleytið á sunnudagskvöld og sagðist að sögn lögreglu hafa orðið henni að bana. Heyrðu af málinu úti á götu Hulda Margrét Þorláksdóttir er ein sex systkina Sigurðar. Hún gagnrýnir hvernig lögregla nálgaðist fjölskylduna varðandi atburðinn. Að sögn Huldu hafi lögregla byrjað á því að mæta heim til móður Kolfinnu Eldeyjar á sunnudagskvöld. Lögregla hafi tilkynnt henni að að dóttir hennar hefði verið myrt og barnsfaðir hennar handtekinn. Móðirin hafi beðið lögreglu um að upplýsa föðurfjölskyldu stúlkunnar um málið eftir að henni höfðu verið færð tíðindin. „Hún biður lögreglu á sunnudagskvöldinu að hafa samband við föðurfjölskylduna,“ segir Hulda Margrét. Það hafi ekki verið gert. Fyrir vikið hafi þau systkinin og amma stúlkunnar í föðurlegg ekki vitað neitt. Sjálf hafi hún verið grunlaus þegar hún var spurð að því úti á götu í hádeginu á mánudag hvort fréttirnar úr Krýsuvík væru af bróður hennar og litlu frænku. Augasteinn föður síns „Sólarhring eftir atburðinn mæta loksins tveir lögreglumenn og prestar. Við erum fjölskylda, bróðir hennar, amma og við systkinin. Það spáir enginn í þessu,“ segir Hulda Margrét. „Á bak við þennan hörmulega atburð eru tvær stórar fjölskyldur sem eiga um sárt að binda og mörg lítil börn sem þekktu frænku sína vel,“ segir Hulda Margrét. Þá áréttar hún að feðginin hafi átt í góðum samskiptum og Kolfinna verið augasteinn föður síns. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu sagði að enginn prestur hefði verið í för með lögreglumönnum á sunnudagskvöldið. Beðist er velvirðingar á því.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Lögreglumál Tengdar fréttir Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53 Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48 Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17 Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Fleiri fréttir Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Sjá meira
Nafn stúlkunnar sem lést Stúlkan sem fannst látin á sunnudagskvöld hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir. 17. september 2024 14:53
Til rannsóknar hvar stúlkan var myrt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar það nú hvort að tíu ára stúlka hafi verið myrt í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg á sunnudag eða hvort hún hafi verið myrt annars staðar. Lögreglan leggur mikla áhersla á aðdraganda morðsins í rannsókn sinni. Frá þessu var greint í hádegisfréttum RÚV. 17. september 2024 14:48
Finnum sérstaklega til þegar börn eigi í hlut Aldrei hafa verið framin jafn mörg manndráp á Íslandi á einu ári líkt og það sem af er þessu ári. Afbrotafræðingur vonast til þess að um sé að ræða topp sem gangi svo aftur niður. Þjóðin finni sérstaklega til þegar börn eiga í hlut í málunum. 17. september 2024 12:17