Segir lögin skipta máli en líka mannúð Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 17. september 2024 11:49 Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segir mikilvægt að dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að fresta brottvísun. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir þingkona Vinstri grænna segir mikla spennu innan ríkisstjórnarinnar um mál Yazans en að ríkisstjórnin hafi ekki verið í hættu vegna brottvísunarinnar. Málið hafi verið rætt frá hinum ýmsu hliðum en að enda sé það ekki hlutverk ríkisstjórnar að taka ákvörðum um það hvort hann verði áfram eða ekki. Hún segir það mjög mikilvægt, fyrir ríkisstjórnina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að brottvísun yrði frestað þar til málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. „Við ræddum það hér frá mjög mörgum hliðum,“ segir Svandís og að málið hafi sérstaklega verið rætt út frá hliðum veiks fólks og barna. Hvað ráðherrar Vinstri grænna hefðu gert hefði Guðrún ekki orðið við beiðninni segir Svandís það ekki liggja fyrir. Það hafi ekki þurft að hugsa til þess því Guðrún varð við beiðninni. Svandís segist hafa heyrt af brottvísuninni í fjölmiðlum. Eiginmaður hennar hafi vakið hana klukkan 5 og hún strax hringt í Guðmund Inga. Þau hafi staðið í þeirri trú að það yrði ekki ráðist í lögregluaðgerð á spítalanum og þau hafi því rætt það hvort að tilefni væri til að ræða það við forsætisráðherra. Fram hefur komið að eftir nokkra daga, þann 22. september, rennur út sá frestur sem yfirvöld hafa til að leggja málið í hendur yfirvalda á Spáni. Úrskurður kærunefndar hafi legið fyrir í mars og eftir það hafi yfirvöld sex mánuði til að vísa þeim úr landi. Sá frestur renni út á laugardag. Svandís segir að á laugardag verði þannig til réttur til endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun og að þá geti fjölskyldan fengið efnismeðferð. „Það er þriðjudagur í dag og við þurfum að sjá hverju vindur fram,“ segir Svandís. Það sé samt þannig að ákvörðun um að bíða eða eitthvað slíkt sé ekki tekin á borði ríkisstjórnarinnar. Gleymi því ekki að vera manneskja Hvað varðar mannúð og hvort hún geti sigrað lögin segir Svandís það skipta miklu máli að fylgja lögum en það skipti jafn miklu máli að fólk í stjórnmálum gleymi því ekki hvernig það er að vera manneskja. „Í þessu mali þá snýst þetta dálítið um það að halda því til haga að þetta snýst um langveikt og fatlað barn sem er í mjög sérstakri stöðu og mér finnst að við eigum að opna hjartað fyrir því.“ Svandís segir það ástæðuna fyrir því að ráðherrar Vinstri grænna hafi óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. „Þetta varðar mannúð, þetta varðar hagsmuni barns. Þetta var sársaukafull aðgerð sem var þarna í uppsiglingu sem okkur fannst tilefni til þess að velta vöngum yfir hér í ríkisstjórn.“ Ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar Svandís segir það ekki á þeirra borði að taka ákvarðanir um framhaldið en að það hafi verið rætt hvort það sé tilefni til að skoða ýmis mál sem þessu tengjast. Eins og hagsmuni barna, sjúklinga og löregluaðgerð inni á sjúkrahúsi. „Það eru sjónarmið þarna sem þarf að ræða og taka til skoðunar,“ segir hún og að það skipti máli að fólk sé í skjóli á sjúkrahúsi. Hún segir spítalann sjálfan hafa vakið athygli á þessu og að það verði að skoða hver eigi að njóta vafans við þessar aðstæður. Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira
Hún segir það mjög mikilvægt, fyrir ríkisstjórnina, að Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni ráðherra Vinstri grænna um að brottvísun yrði frestað þar til málið hafi verið rætt í ríkisstjórn. „Við ræddum það hér frá mjög mörgum hliðum,“ segir Svandís og að málið hafi sérstaklega verið rætt út frá hliðum veiks fólks og barna. Hvað ráðherrar Vinstri grænna hefðu gert hefði Guðrún ekki orðið við beiðninni segir Svandís það ekki liggja fyrir. Það hafi ekki þurft að hugsa til þess því Guðrún varð við beiðninni. Svandís segist hafa heyrt af brottvísuninni í fjölmiðlum. Eiginmaður hennar hafi vakið hana klukkan 5 og hún strax hringt í Guðmund Inga. Þau hafi staðið í þeirri trú að það yrði ekki ráðist í lögregluaðgerð á spítalanum og þau hafi því rætt það hvort að tilefni væri til að ræða það við forsætisráðherra. Fram hefur komið að eftir nokkra daga, þann 22. september, rennur út sá frestur sem yfirvöld hafa til að leggja málið í hendur yfirvalda á Spáni. Úrskurður kærunefndar hafi legið fyrir í mars og eftir það hafi yfirvöld sex mánuði til að vísa þeim úr landi. Sá frestur renni út á laugardag. Svandís segir að á laugardag verði þannig til réttur til endurupptöku máls hjá Útlendingastofnun og að þá geti fjölskyldan fengið efnismeðferð. „Það er þriðjudagur í dag og við þurfum að sjá hverju vindur fram,“ segir Svandís. Það sé samt þannig að ákvörðun um að bíða eða eitthvað slíkt sé ekki tekin á borði ríkisstjórnarinnar. Gleymi því ekki að vera manneskja Hvað varðar mannúð og hvort hún geti sigrað lögin segir Svandís það skipta miklu máli að fylgja lögum en það skipti jafn miklu máli að fólk í stjórnmálum gleymi því ekki hvernig það er að vera manneskja. „Í þessu mali þá snýst þetta dálítið um það að halda því til haga að þetta snýst um langveikt og fatlað barn sem er í mjög sérstakri stöðu og mér finnst að við eigum að opna hjartað fyrir því.“ Svandís segir það ástæðuna fyrir því að ráðherrar Vinstri grænna hafi óskað þess að málið yrði tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar. „Þetta varðar mannúð, þetta varðar hagsmuni barns. Þetta var sársaukafull aðgerð sem var þarna í uppsiglingu sem okkur fannst tilefni til þess að velta vöngum yfir hér í ríkisstjórn.“ Ekki ákvörðun ríkisstjórnarinnar Svandís segir það ekki á þeirra borði að taka ákvarðanir um framhaldið en að það hafi verið rætt hvort það sé tilefni til að skoða ýmis mál sem þessu tengjast. Eins og hagsmuni barna, sjúklinga og löregluaðgerð inni á sjúkrahúsi. „Það eru sjónarmið þarna sem þarf að ræða og taka til skoðunar,“ segir hún og að það skipti máli að fólk sé í skjóli á sjúkrahúsi. Hún segir spítalann sjálfan hafa vakið athygli á þessu og að það verði að skoða hver eigi að njóta vafans við þessar aðstæður.
Mál Yazans Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Sjá meira