Hefur verið með kindur í Reykjavík í 67 ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. september 2024 20:06 Ólafur Dýrmundsson, sauðfjárbóndi í Reykjavík, sem er búin að halda kindur í höfuðborginni í 67 ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þrjár konur eru fjallkóngar í smölun og réttum í Grímsnes- og Grafningshreppi enda segir ein af konunum að það smalist miklu betur þegar konur stýra leitum og réttum. Fjárbóndi í Reykjavík, sem hefur verið með kindur í höfuðborginni frá 1957 sótti sitt fé í Grafningsrétt í morgun. Það var fátt fé í Grafningsrétt, kannski um 250 til 300 fjár en það verður réttað þar aftur eftir hálfan mánuð og þá verður jafnvel meira fé. Konur eru alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið þegar kemur að því að vera fjallkóngur í leitum og réttum en besta dæmið um það eru konurnar þrjár, sem eru fjallkóngar í Grímsnes- og Grafningshreppi í mismunandi réttum í sveitarfélaginu. Þrjár konur, það er svolítið sérstakt eða hvað? „Já, en þetta er ekkert í fyrsta skipti, það var líka í fyrra. Hlutverk fjallkóngsins er að fá mannskap til að koma og smala og skipuleggja,” segir Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum. Smalast betur þegar konur ráða? „Það gengur allt betur þegar konur ráða,” segir Ragnheiður hlæjandi. Hinar konurnar, sem eru fjallkóngar með Ragnheiði eru Antonía Helga Guðmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum þremur í Grímsnes- og Grafningshreppi en það eru allt konur í þeim störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum til fjölmargra ára var í Grafningsrétt. „Ég er skilamaður fyrir Reykjavík og Kópavog. Mér líst bara vel á féð en það er fátt fé núna,” segir Ólafur og bætir við. „Sauðfjárbændur standa sig alltaf mjög vel en sauðfjárræktin skiptir ekki bara máli efnahagslega því hún skiptir svo miklu máli byggðalega séð. Ég er alltaf með svona 10 til 12 vetrarfóðraðar í Reykjavík en ég er búin að eiga kindur í Reykjavík síðan 1957, engin lengur,” segir Ólafur fjárbóndi í höfuðborginni. Það tók fljótt af að rétta í Grafningsrétt í morgun enda fátt fé í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brúney Bjarklind sauðfjárbóndi á Villingavatni vill bara kollótt fé enda er hún með meira og minn allt kollótt á bænum. „Af því að það er bara fallegra, minni marblettir þegar það er verið að eiga við það. Kollótt er inn í dag,” segir Brúney. Og það eru þrjár konur fjallkóngar hér, það er svolítið sérstakt? „Er það ekki, það er bara mjög flott, smalast mun betur, nei djók. En þær standa sig vel ótrúlega vel,” bætir Brúney við. Brúney Bjarklind, sauðfjárbóndi á Villingavatni í Grafningi, sem vill helst bara eiga kollótt fé.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Réttir Landbúnaður Reykjavík Eldri borgarar Sauðfé Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Það var fátt fé í Grafningsrétt, kannski um 250 til 300 fjár en það verður réttað þar aftur eftir hálfan mánuð og þá verður jafnvel meira fé. Konur eru alltaf að sækja meira og meira í sig veðrið þegar kemur að því að vera fjallkóngur í leitum og réttum en besta dæmið um það eru konurnar þrjár, sem eru fjallkóngar í Grímsnes- og Grafningshreppi í mismunandi réttum í sveitarfélaginu. Þrjár konur, það er svolítið sérstakt eða hvað? „Já, en þetta er ekkert í fyrsta skipti, það var líka í fyrra. Hlutverk fjallkóngsins er að fá mannskap til að koma og smala og skipuleggja,” segir Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum. Smalast betur þegar konur ráða? „Það gengur allt betur þegar konur ráða,” segir Ragnheiður hlæjandi. Hinar konurnar, sem eru fjallkóngar með Ragnheiði eru Antonía Helga Guðmundsdóttir og Auður Gunnarsdóttir. Ragnheiður Eggertsdóttir, ein af fjallkóngunum þremur í Grímsnes- og Grafningshreppi en það eru allt konur í þeim störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólafur Dýrmundsson, fyrrverandi ráðunautur hjá Bændasamtökunum til fjölmargra ára var í Grafningsrétt. „Ég er skilamaður fyrir Reykjavík og Kópavog. Mér líst bara vel á féð en það er fátt fé núna,” segir Ólafur og bætir við. „Sauðfjárbændur standa sig alltaf mjög vel en sauðfjárræktin skiptir ekki bara máli efnahagslega því hún skiptir svo miklu máli byggðalega séð. Ég er alltaf með svona 10 til 12 vetrarfóðraðar í Reykjavík en ég er búin að eiga kindur í Reykjavík síðan 1957, engin lengur,” segir Ólafur fjárbóndi í höfuðborginni. Það tók fljótt af að rétta í Grafningsrétt í morgun enda fátt fé í réttunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Brúney Bjarklind sauðfjárbóndi á Villingavatni vill bara kollótt fé enda er hún með meira og minn allt kollótt á bænum. „Af því að það er bara fallegra, minni marblettir þegar það er verið að eiga við það. Kollótt er inn í dag,” segir Brúney. Og það eru þrjár konur fjallkóngar hér, það er svolítið sérstakt? „Er það ekki, það er bara mjög flott, smalast mun betur, nei djók. En þær standa sig vel ótrúlega vel,” bætir Brúney við. Brúney Bjarklind, sauðfjárbóndi á Villingavatni í Grafningi, sem vill helst bara eiga kollótt fé.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Réttir Landbúnaður Reykjavík Eldri borgarar Sauðfé Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira