Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2024 13:16 Huw Edwards fyrir utan dómshús í morgun, þar sem hann var dæmdur í skilborðsbundið fangelsi vegna vörslu barnaníðsefnis. EPA/TOLGA AKMEN Sjónvarpsmaðurinn Huw Edwards, 63 ára, var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir vörslu barnakláms. Edwards, sem starfaði hjá breska ríkisútvarpinu (BBC), játaði brot sín eftir að hann fékk senda 41 mynd og myndband frá dæmdum barnaníðing. Edwards greiddi manninum allt að fimmtán hundruð pund fyrir myndirnar frá desember 2020 til ágúst 2021. Sjö af ljósmyndunum eru flokkaðar sem sérstaklega alvarlegar. Flest börnin á myndunum voru þrettán til fimmtán ára gömul en eitt þeirra var talið sjö til níu ára. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðningu í morgun að þó brot Edwards hefði verið alvarlegt benti ekkert til þess að hann ógnaði börnum á nokkurn hátt. Þá gerði hann sjónvarpsmanninum að sækja meðferð og verða skráður á lista kynferðisbrotamanna, samkvæmt frétt Sky News. Edwards starfaði hjá BBC í fjóra áratugi en við réttarhöldin kom fram að hann hefði lengi glímt við kynhneigð sína og að talið væri að hætt væri á því að hann myndi fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Guardian. Sjá einnig: Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð Edwards talaði við Alex Williams, áðurnefndan barnaníðing, gegnum Whatsapp. Í febrúar 2010 sendi Williams myndband til Edwards sem sýndi barn sem var töluvert yngra en önnur í myndefninu sem gekk þeirra á milli. Edwards svaraði ekki og viku síðar sendi Williams honum meira myndefni af börnum og spurði svo í kjölfarið hvort þetta væri „of ungt“ fyrir hann. Edwards svaraði og bað Williams ekki um að senda sér myndefni af börnum undir lögaldri. Skömmu síðar spurði Williams hvort hann vildi „dónalegt“ myndefni af einhverjum ungum, sagði Edwards: „Já XXX“. Lögmaður Edwards sagði eftir dómsuppkvaðninguna að það að hann hefði beðið Williams um að senda sér ekki myndefni af of ungum börnum hefði skipt miklu máli varðandi það að skjólstæðingur hans myndi ekki sitja inni. Edwards er skilinn en hann á fimm uppkomin börn og kom lögmaður hans á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hann hefði skaðað. Hann áttaði sigi á því að hann hefði svikið traust margra og sært fjölskyldu sína og aðra. Bretland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Edwards greiddi manninum allt að fimmtán hundruð pund fyrir myndirnar frá desember 2020 til ágúst 2021. Sjö af ljósmyndunum eru flokkaðar sem sérstaklega alvarlegar. Flest börnin á myndunum voru þrettán til fimmtán ára gömul en eitt þeirra var talið sjö til níu ára. Dómarinn í málinu sagði við dómsuppkvaðningu í morgun að þó brot Edwards hefði verið alvarlegt benti ekkert til þess að hann ógnaði börnum á nokkurn hátt. Þá gerði hann sjónvarpsmanninum að sækja meðferð og verða skráður á lista kynferðisbrotamanna, samkvæmt frétt Sky News. Edwards starfaði hjá BBC í fjóra áratugi en við réttarhöldin kom fram að hann hefði lengi glímt við kynhneigð sína og að talið væri að hætt væri á því að hann myndi fremja sjálfsvíg, samkvæmt frétt Guardian. Sjá einnig: Maðurinn sem greindi frá andláti Elísabetar II játar barnaníð Edwards talaði við Alex Williams, áðurnefndan barnaníðing, gegnum Whatsapp. Í febrúar 2010 sendi Williams myndband til Edwards sem sýndi barn sem var töluvert yngra en önnur í myndefninu sem gekk þeirra á milli. Edwards svaraði ekki og viku síðar sendi Williams honum meira myndefni af börnum og spurði svo í kjölfarið hvort þetta væri „of ungt“ fyrir hann. Edwards svaraði og bað Williams ekki um að senda sér myndefni af börnum undir lögaldri. Skömmu síðar spurði Williams hvort hann vildi „dónalegt“ myndefni af einhverjum ungum, sagði Edwards: „Já XXX“. Lögmaður Edwards sagði eftir dómsuppkvaðninguna að það að hann hefði beðið Williams um að senda sér ekki myndefni af of ungum börnum hefði skipt miklu máli varðandi það að skjólstæðingur hans myndi ekki sitja inni. Edwards er skilinn en hann á fimm uppkomin börn og kom lögmaður hans á framfæri afsökunarbeiðni til þeirra sem hann hefði skaðað. Hann áttaði sigi á því að hann hefði svikið traust margra og sært fjölskyldu sína og aðra.
Bretland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Nafngreina fréttaþulinn sem borgaði táningi fyrir nektarmyndir Breski sjónvarpsfréttamaðurinn Huw Edwards er sá sem stendur frammi fyrir ásökunum um að hafa borgað táningi fyrir kynferðislegt myndefni. 12. júlí 2023 19:04