Ísland mælist meðal fremstu ríkja í netöryggismálum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. september 2024 15:19 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra málaflokksins, fagnar árangrinum þótt enn megi gera betur í netöryggismálum. Vísir/Vilhelm Ísland er komið í hóp þeirra ríkja sem þykja standa sig hvað best í netöryggismálum á heimsvísu samkvæmt nýrri alþjóðlegri úttekt. Mikilvægt er að gefa ekkert eftir þar sem ógnin fer vaxandi að sögn iðnaðarráðherra. Aukin áhersla verður lögð á netöryggi barna í aðgerðaráætlun stjórnvalda í netöryggismálum. Það er Alþjóðafjarskiptasambandið gefur út netöryggisvísi þar sem mæld eru fimm svið sem lúta að netöryggi ríkja. Gefin er einkunn fyrir hvert svið, það er lagalegt umhverfi, tækni, skipulag, hæfni og samvinnu. Síðasta úttekt var gerð árið 2020 og þá kom Ísland ekki nógu vel út í erlendum samanburði. „Síðasta úttekt sem við fengum, þá vorum við í 58. sæti á meðal þjóða sem við almennt viljum ekki bera okkur saman við. Við höfum unnið hörðum höndum að því að ná meiri árangri í netöryggismálum byggða á aðgerðaráætlun sem ég kynnti í byrjun kjörtímabilsins, og sérstaklega þegar kemur að hæfni og þekkingu sem að dró okkur neðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ógnin vofi enn yfir Í nýrri úttekt fyrir árið 2024 er Ísland komið upp í 23. sæti á heimsvísu, og það tíunda í Evrópu, og er fyrir vikið í svokölluðum fyrirmyndarflokki. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“ segir Áslaug. Þrátt fyrir þennan árangur megi ekkert gefa eftir, enda vofi netöryggisógn enn yfir. Bæði hið opinbera, stofnanir, fyrirtæki og almenningur þurfi áfram að vera á verði. „Ógnirnar og áskoranirnar þær bara vaxa. Þó að við séum núna komin núna í stöðu sem við kunnum betur að meta þegar við berum okkur saman alþjóðlega þá getum við ekki hætt núna. Það eru stórar áskoranir og ekki síst núna ætlum við að einbeita okkur að netöryggi barna,“ segir Áslaug. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir meðal annars að í aðgerðaáætlunin sem unnið er eftir hafi það sérstaklega að markmiði að auka vitund, fræðslu og tækniþekkingu, og bæta öryggi barna og unglinga á netinu. Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira
Það er Alþjóðafjarskiptasambandið gefur út netöryggisvísi þar sem mæld eru fimm svið sem lúta að netöryggi ríkja. Gefin er einkunn fyrir hvert svið, það er lagalegt umhverfi, tækni, skipulag, hæfni og samvinnu. Síðasta úttekt var gerð árið 2020 og þá kom Ísland ekki nógu vel út í erlendum samanburði. „Síðasta úttekt sem við fengum, þá vorum við í 58. sæti á meðal þjóða sem við almennt viljum ekki bera okkur saman við. Við höfum unnið hörðum höndum að því að ná meiri árangri í netöryggismálum byggða á aðgerðaráætlun sem ég kynnti í byrjun kjörtímabilsins, og sérstaklega þegar kemur að hæfni og þekkingu sem að dró okkur neðar,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Ógnin vofi enn yfir Í nýrri úttekt fyrir árið 2024 er Ísland komið upp í 23. sæti á heimsvísu, og það tíunda í Evrópu, og er fyrir vikið í svokölluðum fyrirmyndarflokki. „Þetta eru afar ánægjuleg tíðindi,“ segir Áslaug. Þrátt fyrir þennan árangur megi ekkert gefa eftir, enda vofi netöryggisógn enn yfir. Bæði hið opinbera, stofnanir, fyrirtæki og almenningur þurfi áfram að vera á verði. „Ógnirnar og áskoranirnar þær bara vaxa. Þó að við séum núna komin núna í stöðu sem við kunnum betur að meta þegar við berum okkur saman alþjóðlega þá getum við ekki hætt núna. Það eru stórar áskoranir og ekki síst núna ætlum við að einbeita okkur að netöryggi barna,“ segir Áslaug. Í tilkynningu á vef ráðuneytisins segir meðal annars að í aðgerðaáætlunin sem unnið er eftir hafi það sérstaklega að markmiði að auka vitund, fræðslu og tækniþekkingu, og bæta öryggi barna og unglinga á netinu.
Netöryggi Netglæpir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Fleiri fréttir Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Sjá meira