„Ég stend við þessa ákvörðun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. september 2024 19:26 Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína Vísir Dómsmálaráðherra stendur keik við ákvörðun sína um að veita Helga Magnúsi Gunnarssyni vararíkissaksóknara ekki lausn frá störfum, þrátt fyrir gagnrýni. Hún segir eðlilegt að fram komi ólík sjónarmið enda eigi málið sér fá sem engin fordæmi. Ríkissaksóknari telur umræðu um málið hafa verið óvægna gagnvart embættinu. Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún. Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ákvörðun dómsmálaráðherra um að leysa Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara ekki frá störfum hefur sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal annars hafa Róbert Spanó, fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari, lýst efasemdum um þær forsendur sem ráðherra gefur sér til stuðnings ákvörðuninni. Þá hefur lögmaðurinn Almar Möller einnig lýst efasemdum, þó úr annarri átt. Í svari Sigríðar Friðjónsdóttur ríkissaksóknara við fyrirspurn fréttastofu í dag segist hún telja að hallað hafi verulega á embætti ríkissaksóknara og á ákæruvaldið í umfjöllun fjölmiðla um málið, í „því moldviðri“ sem Helga Magnúsi hafi tekist að magna upp. Þá ýtrekar hún að málið lúti ekki að persónu Helga Magnúsar, heldur að sjálfstæði og hlutleysi ákæruvaldsins og trausti almennings til þess. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segist standa keik við ákvörðun sína, innt eftir viðbrögðum við framkominni gagnrýni. „Ég stend við þessa ákvörðun. Það hefur komið skýrt fram í máli mínu að ég leitaði ráðgjafar bæði innan og utan ráðuneytisins. Ég fékk tvær virtar lögfræðistofur til að gefa mér álit, þeim bar ekki saman og það varðaði aðallega tjáningarfrelsið,“ segir Guðrún. „Það er ekkert óeðlilegt við það þó að lögspekingar stigi núna fram og hafi sínar skoðanir í sitt hvora áttina, enda á þetta mál sér fá ef nokkur fordæmi. Þess vegna meðal annars ákvað ég að gæta meðalhófs í ákvörðun minni.“ Óttast þú ekki að þetta rýri traust til ákæruvaldsins? „Nei, ég óttast það ekki. Það er undir auðvitað ákæruvaldinu komið að vanda sín vinnubrögð og vinna vel og af öryggi og trausti í þágu þjóðarinnar og ég treysti þeim til þess,“ svarar Guðrún.
Lögmennska Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Stjórnsýsla Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira