Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Kristján Már Unnarsson skrifar 12. september 2024 22:40 Frumgerð sænsku rafmagnsflugvélarinnar. Heart Aerospace Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá Gautaborg í Svíþjóð þar sem Heart Aerospace er með höfuðstöðvar sínar. Fjórir hreyflar eru á flugvélinni.Heart Aerospace Prófanir á frumgerðinni eru hafnar, en þó eingöngu á jörðu, og sýndi sænska fyrirtækið tilraun um hvernig gengi að afgreiða flugvélina; að koma farþegum og farangri um borð, og svo út aftur, en einnig hvernig gengi að fullhlaða hana rafmagni í stuttu stoppi. Sæti eru fyrir 30 farþega um borð.Heart Aerospace Fyrsta eintakið er eingöngu rafmagnsflugvél en síðan verður gerð tvinnvél og þannig er henni ætlað að þjóna flugvöllum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Henni er ætlað að geta notað stuttar flugbrautir og framleiðandinn vonast til að hagkvæmni hennar verði til þess að endurvekja smærri flugvelli sem misst hafa flugsamgöngur. Flugvélin sýnd í litum Icelandair.Tölvumynd/Heart Aerospace Hún gæti því verið sniðin fyrir íslenskar aðstæður enda er Icelandair í ráðgjafanefnd um þróun hennar og undirritaði fyrir tveimur árum viljayfirlýsingu um kaup á allt að fimm eintökum. Fyrsta reynsluflug er áformað næsta vor og er núna stefnt að því að hún hefji farþegaflug árið 2028. Og þeir sem hafa áhyggjur af hávaða frá flugvöllum ættu að gleðjast því það mun heyrast mun minna í þessari en hefðbundnum flugvélum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Svíþjóð Loftslagsmál Orkuskipti Tengdar fréttir Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá Gautaborg í Svíþjóð þar sem Heart Aerospace er með höfuðstöðvar sínar. Fjórir hreyflar eru á flugvélinni.Heart Aerospace Prófanir á frumgerðinni eru hafnar, en þó eingöngu á jörðu, og sýndi sænska fyrirtækið tilraun um hvernig gengi að afgreiða flugvélina; að koma farþegum og farangri um borð, og svo út aftur, en einnig hvernig gengi að fullhlaða hana rafmagni í stuttu stoppi. Sæti eru fyrir 30 farþega um borð.Heart Aerospace Fyrsta eintakið er eingöngu rafmagnsflugvél en síðan verður gerð tvinnvél og þannig er henni ætlað að þjóna flugvöllum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Henni er ætlað að geta notað stuttar flugbrautir og framleiðandinn vonast til að hagkvæmni hennar verði til þess að endurvekja smærri flugvelli sem misst hafa flugsamgöngur. Flugvélin sýnd í litum Icelandair.Tölvumynd/Heart Aerospace Hún gæti því verið sniðin fyrir íslenskar aðstæður enda er Icelandair í ráðgjafanefnd um þróun hennar og undirritaði fyrir tveimur árum viljayfirlýsingu um kaup á allt að fimm eintökum. Fyrsta reynsluflug er áformað næsta vor og er núna stefnt að því að hún hefji farþegaflug árið 2028. Og þeir sem hafa áhyggjur af hávaða frá flugvöllum ættu að gleðjast því það mun heyrast mun minna í þessari en hefðbundnum flugvélum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Svíþjóð Loftslagsmál Orkuskipti Tengdar fréttir Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22