Árásarmaður Ingunnar í sjö og hálfs árs fangelsi hið minnsta Kolbeinn Tumi Daðason og Magnús Jochum Pálsson skrifa 11. september 2024 16:15 Ingunn Björnsdóttir, dósent í lyfjafræði, var stungin ítrekað af nemanda í Oslóarháskóla í fyrra. Hún sagði ótrúlegt að hún hefði lifað árásina af. Vísir/Steingrímur Dúi Nemandi sem stakk íslenskan dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla ítrekað í fyrra hlaut sjö og hálfs árs fangelsisdóm sem er skilyrtur því að hann svari meðferð og sé ekki metinn hættulegur samborgurum sínum. Refsingin er í takti við kröfu saksóknara. Dómur var kveðinn upp í dag yfir manninum sem er 23 ára lyfjafræðinemi. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás með því að hafa stungið Ingunni Björnsdóttur ítrekað og sært samstarfskonu hennar við háskólann þann 24. ágúst í fyrra. Maðurinn hlaut svokallaðan „forvaringsdom“ eða „öryggisvistun“ sem er sérstök tegund refsivistar þar sem dómþoli er settur í fangelsi án fyrirfram ákveðins lokadags. Tilgreindur árafjöldi gildir einungis svari viðkomandi meðferð og iðrist. Þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir nema að undangengnu mati á hættunni sem stafar af þeim og geta því setið í lífstíðarfangelsi. Tók með sér tvo hnífa á fundinn Nemandinn sagðist fyrir dómi í ágúst iðrast einskis. Hann hefði farið á fund Ingunnar og annars kennara eftir að hafa fallið öðru sinni á prófi. Hann hafði einnig fundað með henni þegar hann féll í fyrra skiptið. Maðurinn tók tvo hnífa með sér á fundinn. Bar hann því við að þeir ættu að veita honum einhvers konar stjórn á aðstæðum þrátt fyrir að hann ætlaði sér ekki að nota þá. Þetta hefði hann séð í teiknimyndasögum og öðrum sögum. Þrátt hefði það hefði gremja hans aðeins aukist á fundinum. Honum hefði ekki fundist hann fá fullnægjandi skýringar eða aðstoð. Hann hafi verið ósammála Ingunni um hvar hann þyrfti að bæta sig. „Hún talaði við mig eins og barn. Með hana, það er eins og hún segi eitthvað sem ég veit að er rangt en hún talar við mig eins og ég sé óæðri,“ sagði maðurinn í dómsal. Ingunn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði verið ósammála þeim og að hann hefði talið að hann hefði verið felldur ranglega á prófinu. Hann hefði ekki skilið skýringar þeirra. Nemandinn var dæmdur til að greiða Ingunni 390 þúsund norskar krónur í miskabætur og samkennara hennar 120 þúsund norskar krónur. Það svarar til fimm milljóna og einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Erlend sakamál Íslendingar erlendis Noregur Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. 28. ágúst 2024 09:19 Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. 23. maí 2024 10:42 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í dag yfir manninum sem er 23 ára lyfjafræðinemi. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellda líkamsárás með því að hafa stungið Ingunni Björnsdóttur ítrekað og sært samstarfskonu hennar við háskólann þann 24. ágúst í fyrra. Maðurinn hlaut svokallaðan „forvaringsdom“ eða „öryggisvistun“ sem er sérstök tegund refsivistar þar sem dómþoli er settur í fangelsi án fyrirfram ákveðins lokadags. Tilgreindur árafjöldi gildir einungis svari viðkomandi meðferð og iðrist. Þeir sem hljóta slíkan dóm eru ekki látnir lausir nema að undangengnu mati á hættunni sem stafar af þeim og geta því setið í lífstíðarfangelsi. Tók með sér tvo hnífa á fundinn Nemandinn sagðist fyrir dómi í ágúst iðrast einskis. Hann hefði farið á fund Ingunnar og annars kennara eftir að hafa fallið öðru sinni á prófi. Hann hafði einnig fundað með henni þegar hann féll í fyrra skiptið. Maðurinn tók tvo hnífa með sér á fundinn. Bar hann því við að þeir ættu að veita honum einhvers konar stjórn á aðstæðum þrátt fyrir að hann ætlaði sér ekki að nota þá. Þetta hefði hann séð í teiknimyndasögum og öðrum sögum. Þrátt hefði það hefði gremja hans aðeins aukist á fundinum. Honum hefði ekki fundist hann fá fullnægjandi skýringar eða aðstoð. Hann hafi verið ósammála Ingunni um hvar hann þyrfti að bæta sig. „Hún talaði við mig eins og barn. Með hana, það er eins og hún segi eitthvað sem ég veit að er rangt en hún talar við mig eins og ég sé óæðri,“ sagði maðurinn í dómsal. Ingunn sagði fyrir dómi að maðurinn hefði verið ósammála þeim og að hann hefði talið að hann hefði verið felldur ranglega á prófinu. Hann hefði ekki skilið skýringar þeirra. Nemandinn var dæmdur til að greiða Ingunni 390 þúsund norskar krónur í miskabætur og samkennara hennar 120 þúsund norskar krónur. Það svarar til fimm milljóna og einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna.
Erlend sakamál Íslendingar erlendis Noregur Hnífstunguárás við Oslóarháskóla Tengdar fréttir Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05 Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. 28. ágúst 2024 09:19 Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. 23. maí 2024 10:42 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Árásarmaðurinn verði ekki látinn laus fyrr en að undangengnu mati Saksóknarinn Alvar Randa hefur farið fram á sjö ára og sex mánaða dóm yfir manninum sem réðist á Ingunni Björnsdóttur, dósent í lyfjafræði, í Oslóarháskóla í fyrra. 29. ágúst 2024 10:05
Árásarmaður Ingunnar iðrast einskis Nemandi sem stakk Ingunni Björnsdóttur í Oslóarháskóla í fyrra sagðist einskis iðrast þegar hann kom fyrir dóm í gær. Honum var sérstaklega uppsigað við Ingunni og vildi ryðja henni úr vegi tímabundið svo hann gæti haldið námi sínu áfram. 28. ágúst 2024 09:19
Nemandinn ákærður fyrir tilraun til manndráps Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana. 23. maí 2024 10:42