Spara plastið og hvetja fólk til að sækja ekki um ökuskírteini Árni Sæberg skrifar 10. september 2024 15:02 Svona ökuskírteini eru af skornum skammti eins og er. stöð 2 Nokkurra mánaða bið er eftir að fá nýtt ökuskírteini úr plasti afhent og Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til þess að nota stafrænt ökuskírteini frekar. Ökuskírteinaframleiðsla er að flytjast heim og fyrst um sinn eru plastbirgðir takmarkaðar en skírteini verða framleidd í neyðartilfellum. Maður sem lenti í því að brjóta ökuskírteinið sitt hafði samband við Vísi þegar honum var tjáð að hann fengi ekki nýtt skírteini afhent fyrr en í febrúar. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ástæðan sé sú að verið sé að færa framleiðslu ökuskírteina til Íslands frá Ungverjalandi, þar sem hún hafi verið síðastliðinn áratug. Biðtíminn styttist verulega Sigríður segir það fylgja breytingunni að biðtími eftir afgreiðslu nýs ökuskírteinis fari úr allt að þremur vikum í eina viku. Hins vegar gerist það ekki fyrr en eftir áramót, miðað við áætlanir, þar sem enn eigi eftir að semja við birgja um kaup á plasti sem uppfyllir öll skilyrði til notkunar í ökuskírteini. Þangað til hvetur Sýslumaður fólk til þess að nýta frekar stafræn ökuskírteini, enda séu þau ekki frábrugðin þeim úr plasti hvað varðar notkun hér á landi. Hægt að fá skírteini í neyð Þurfi fólk nauðsynlega á skírteini úr plasti að halda, til að mynda vegna fyrirhugaðrar leigu bílaleigubíls erlendis, séu skírteini prentuð. Ástæðan fyrir lengri biðtíma sé einfaldlega sú að verið sé að spara það litla plast sem er til. Þá bendir hún á að hægt sé að fá alþjóðlegt ökuskírteini hjá Sýslumanni, sem afgreitt sé á meðan fólk bíður. Samgöngur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Maður sem lenti í því að brjóta ökuskírteinið sitt hafði samband við Vísi þegar honum var tjáð að hann fengi ekki nýtt skírteini afhent fyrr en í febrúar. Sigríður Kristinsdóttir, sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að ástæðan sé sú að verið sé að færa framleiðslu ökuskírteina til Íslands frá Ungverjalandi, þar sem hún hafi verið síðastliðinn áratug. Biðtíminn styttist verulega Sigríður segir það fylgja breytingunni að biðtími eftir afgreiðslu nýs ökuskírteinis fari úr allt að þremur vikum í eina viku. Hins vegar gerist það ekki fyrr en eftir áramót, miðað við áætlanir, þar sem enn eigi eftir að semja við birgja um kaup á plasti sem uppfyllir öll skilyrði til notkunar í ökuskírteini. Þangað til hvetur Sýslumaður fólk til þess að nýta frekar stafræn ökuskírteini, enda séu þau ekki frábrugðin þeim úr plasti hvað varðar notkun hér á landi. Hægt að fá skírteini í neyð Þurfi fólk nauðsynlega á skírteini úr plasti að halda, til að mynda vegna fyrirhugaðrar leigu bílaleigubíls erlendis, séu skírteini prentuð. Ástæðan fyrir lengri biðtíma sé einfaldlega sú að verið sé að spara það litla plast sem er til. Þá bendir hún á að hægt sé að fá alþjóðlegt ökuskírteini hjá Sýslumanni, sem afgreitt sé á meðan fólk bíður.
Samgöngur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira