Sigmundur veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta Jakob Bjarnar skrifar 10. september 2024 13:29 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir nýtt fjármálafrumvarp sem Sigurður Ingi kynnti í morgun. Reyndar fer hann um það hinum háðuglegustu orðum. vísir/vilhelm „Ég er búinn að vera í þessum bransa í 15 ár og mér er til efs að ég hafi nokkru sinni séð eins gott fjárlagafrumvarp, það nálgast það að geta heitið fullkomið,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins, inntur eftir viðbrögðum við nýju fjárlagafrumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í morgun. Vísir hefur í morgun leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðunni og þar eru engar bjartsýnisraddir uppi: Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur frumvarpinu falleinkunn og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn var forviða: „Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum!“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sagði frumvarpið lýsa því að ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið stórháskalegt fyrir efnahagsástandið. Sigmundur Davíð hins vegar sér ekki annað í stöðunni en bregða fyrir sig háði. „Raunin er sú að ég hef kviðið því að sjá þetta frumvarp, nú birtist það og þar er meira af því sama frá ríkisstjórn sem hefur aukið útgjöld ríkisins hraðar og meira en nokkur önnur ríkisstjórn sögunnar.“ Sigmundur Davíð segir að setja verði hlutina í samhengi. „Það virðist stefna í það núna að þegar þetta flokkasamstarf lýkur sínum störfum frá 2017, að þá verði útgjöldin orðin tvöföld. Raunvöxtur, ef við gefum þeim út af verðbólgunni sem þau bjuggu til, verður 40 til 50 prósent. Að óreyndu hefði ég ekki talið að þetta væri hægt.“ Að mati Sigmundar er þetta óleysanleg ráðgáta, kannski sú mesta sem þjóðin stendur frammi fyrir því allt er þetta í hennar boði. „Í hvað fóru þessi útgjöld? Ekki er heilbrigðiskerfið betra. Ekki menntakerfið. Hvernig er hægt að eyða svona miklum peningum? Það sem ríkisstjórnin fékk var verðbólga, nokkuð sem aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa náð tökum á. Hér hins vegar myndaði Covid nýtt gólf í útgjöldum og nú er byrjað að bæta þar ofan á.“ Og enn virðist stjórnin ætla að leiða verðbólguna, ekki aðeins með útgjaldavexti heldur einnig með hækkun gjalda. Sigmundur Davíð lýsir því svo að þegar hann var í ríkisstjórn hafi hugmyndin verið sú að ríkið myndi hætta að leiða verðhækkanir um hver áramót. Hún ætti að elta og heldur reyna að halda í við verðhækkanir og gjöld sem lögð eru á almenning. „Nú ætla þau að hækka gjöldin um 2,5 prósent, en þegar betur er að gáð hækka kolefnisgjöld um 60 prósent milli ára! En þau vilja ekki telja það með því það eru stimpluð sem græn gjöld. Refsiskattar á almenning. Það á að líta fram hjá þeim þegar þetta frumvarp er metið.“ Og engin merki eru að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi sem taka mið af ábendingum Seðlabankans, engan stuðning við markmið úr þeim búðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Áframhaldandi raunaukning milli ára. En með fylgja auðvitað ýmis áform sem næstu ríkisstjórnum er ætlað að klára og fjármagna á annan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar nýtt fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga er annars vegar. Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
Vísir hefur í morgun leitað viðbragða hjá stjórnarandstöðunni og þar eru engar bjartsýnisraddir uppi: Inga Sæland formaður Flokks fólksins gefur frumvarpinu falleinkunn og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn var forviða: „Það er ekki fyrr en haustið 2026 sem er verið að tala um að það eigi að ná einhverjum markmiðum!“ Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar sagði frumvarpið lýsa því að ríkisstjórnarsamstarfið væri orðið stórháskalegt fyrir efnahagsástandið. Sigmundur Davíð hins vegar sér ekki annað í stöðunni en bregða fyrir sig háði. „Raunin er sú að ég hef kviðið því að sjá þetta frumvarp, nú birtist það og þar er meira af því sama frá ríkisstjórn sem hefur aukið útgjöld ríkisins hraðar og meira en nokkur önnur ríkisstjórn sögunnar.“ Sigmundur Davíð segir að setja verði hlutina í samhengi. „Það virðist stefna í það núna að þegar þetta flokkasamstarf lýkur sínum störfum frá 2017, að þá verði útgjöldin orðin tvöföld. Raunvöxtur, ef við gefum þeim út af verðbólgunni sem þau bjuggu til, verður 40 til 50 prósent. Að óreyndu hefði ég ekki talið að þetta væri hægt.“ Að mati Sigmundar er þetta óleysanleg ráðgáta, kannski sú mesta sem þjóðin stendur frammi fyrir því allt er þetta í hennar boði. „Í hvað fóru þessi útgjöld? Ekki er heilbrigðiskerfið betra. Ekki menntakerfið. Hvernig er hægt að eyða svona miklum peningum? Það sem ríkisstjórnin fékk var verðbólga, nokkuð sem aðrar þjóðir sem við miðum okkur við hafa náð tökum á. Hér hins vegar myndaði Covid nýtt gólf í útgjöldum og nú er byrjað að bæta þar ofan á.“ Og enn virðist stjórnin ætla að leiða verðbólguna, ekki aðeins með útgjaldavexti heldur einnig með hækkun gjalda. Sigmundur Davíð lýsir því svo að þegar hann var í ríkisstjórn hafi hugmyndin verið sú að ríkið myndi hætta að leiða verðhækkanir um hver áramót. Hún ætti að elta og heldur reyna að halda í við verðhækkanir og gjöld sem lögð eru á almenning. „Nú ætla þau að hækka gjöldin um 2,5 prósent, en þegar betur er að gáð hækka kolefnisgjöld um 60 prósent milli ára! En þau vilja ekki telja það með því það eru stimpluð sem græn gjöld. Refsiskattar á almenning. Það á að líta fram hjá þeim þegar þetta frumvarp er metið.“ Og engin merki eru að sjá í nýju fjárlagafrumvarpi sem taka mið af ábendingum Seðlabankans, engan stuðning við markmið úr þeim búðum um að ná niður verðbólgu og vöxtum. „Áframhaldandi raunaukning milli ára. En með fylgja auðvitað ýmis áform sem næstu ríkisstjórnum er ætlað að klára og fjármagna á annan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og veit ekki hvort hann á að hlæja eða gráta þegar nýtt fjárlagafrumvarp Sigurðar Inga er annars vegar.
Fjárlagafrumvarp 2025 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Miðflokkurinn Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert bendi til fegrunar einkunna í Breiðholtsskóla Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent