Félagar opna Fiskbúðina við Sundlaugaveg á ný Lovísa Arnardóttir skrifar 10. september 2024 12:59 Fiskbúðin er á horni Sundlaugavegs og Gullteigs. Aðsend Aron Elí Helgason og Egill Makan munu á næstu vikum opna á ný Fiskbúðina við Sundlaugaveginn. Verslunin er elsta fiskverslun höfuðborgarsvæðisins og var lokað skyndilega í vor. Fiskbúð hefur verið rekin í húsnæðinu frá árinu 1947. „Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar. Hann segir þá félaga fyrir hafa verið að skoða að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en það hafi komið upp að þessi verslun væri lokuð og verið að leita að nýjum rekstraraðilum. Þeir hafi ákveðið að taka stökkið þar í staðinn. „Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“ Mikil gleði meðal íbúa Hann tilkynnti í morgun um opnun verslunarinnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi við mikinn fögnuð íbúa. Hann segir viðbrögð íbúa afar ánægjuleg. Aron Elí á von á því að margt verði eins í versluninni en að einhverju verði þó breytt. Þeir muni bjóða upp á ferskan fisk en einnig reyna að vera með meira úrval af réttum en hafi áður verið. „Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“ Þá segir hann það alveg opið hvort aðrar dýraafurðir verði á boðstólum en það sé eitthvað sem verði þá tekið til skoðunar seinna. Fyrst verði bara fiskur og áhersla á að hann sé ferskur og góður. Vinir og vinnufélagar Aron Elí og Egill kynntust við störf hjá fiskversluninni Hafinu og hafa verið góðir félagar síðar. Aron starfaði þar í fimm ár og hefur auk þess mikla reynslu af veitingageiranum að eigin sögn. „Ég fæ Egill til mín í vinnu í Hafinu. Ég var þar í fimm ár og rak verslunina í tvö ár. Svo hef ég verið að vinna í eldhúsum síðustu tíu ár. Egill er svo með meiri reynslu að laga til og gera upp. Við hormoníserum vel saman.“ Hann er sjálfur búsettur í Hafnarfirði en útilokar ekki að flytja í hverfið. „Það eru margir að hvetja mig til að flytja í hverfið. Ef ég ætlaði að vera með verslun í hverfinu væri best að búa í hverfinu. Þetta væri svo vinalegt. Ég útiloka það ekki en ég er Hafnfirðingur.“ Sjávarútvegur Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40 Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
„Markmiðið er að opna á næstu tveimur vikum. Þarnæstu viku mögulega. Það á til dæmis eftir að taka eitthvað út hjá heilbrigðiseftirliti. Það er margt búið að vera eins þarna í mörg ár og við erum að reyna að strauja þetta aðeins,” segir Aron Elí Helgason annar eigandi verslunarinnar. Hann segir þá félaga fyrir hafa verið að skoða að kaupa aðra fiskverslun í Hafnarfirði en það hafi komið upp að þessi verslun væri lokuð og verið að leita að nýjum rekstraraðilum. Þeir hafi ákveðið að taka stökkið þar í staðinn. „Það kom mér á óvart því ég þekkti til þarna. Þetta er stór og flott verslun á góðum stað og mér fannst furðulegt að það væri enginn að taka við þessu.“ Mikil gleði meðal íbúa Hann tilkynnti í morgun um opnun verslunarinnar í Facebook-hópnum Laugarneshverfi við mikinn fögnuð íbúa. Hann segir viðbrögð íbúa afar ánægjuleg. Aron Elí á von á því að margt verði eins í versluninni en að einhverju verði þó breytt. Þeir muni bjóða upp á ferskan fisk en einnig reyna að vera með meira úrval af réttum en hafi áður verið. „Ég reikna með að það verði eitthvað aðeins öðruvísi. Meira úrval af réttum og nýlegri áhersla eins og er í nútíma fiskbúðum.“ Þá segir hann það alveg opið hvort aðrar dýraafurðir verði á boðstólum en það sé eitthvað sem verði þá tekið til skoðunar seinna. Fyrst verði bara fiskur og áhersla á að hann sé ferskur og góður. Vinir og vinnufélagar Aron Elí og Egill kynntust við störf hjá fiskversluninni Hafinu og hafa verið góðir félagar síðar. Aron starfaði þar í fimm ár og hefur auk þess mikla reynslu af veitingageiranum að eigin sögn. „Ég fæ Egill til mín í vinnu í Hafinu. Ég var þar í fimm ár og rak verslunina í tvö ár. Svo hef ég verið að vinna í eldhúsum síðustu tíu ár. Egill er svo með meiri reynslu að laga til og gera upp. Við hormoníserum vel saman.“ Hann er sjálfur búsettur í Hafnarfirði en útilokar ekki að flytja í hverfið. „Það eru margir að hvetja mig til að flytja í hverfið. Ef ég ætlaði að vera með verslun í hverfinu væri best að búa í hverfinu. Þetta væri svo vinalegt. Ég útiloka það ekki en ég er Hafnfirðingur.“
Sjávarútvegur Verslun Reykjavík Tengdar fréttir Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40 Mest lesið Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Sjá meira
Fiskbúðin Sundlaugavegi á 70 ára afmæli í ár Sami maðurinn og stofnaði fiskbúðina á Sundlaugavegi 12 árið 1947, bæði byggði húsið og bjó á efri hæð hússins. 3. nóvember 2017 18:40