„Ég verð vonandi kominn í betra form“ Valur Páll Eiríksson skrifar 9. september 2024 21:14 Gylfi í baráttunni í leik kvöldsins. Getty Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum svekktur eftir 3-1 tap Íslands fyrir Tyrklandi ytra í Þjóðadeild karla í fótbolta. Hann lítur þó á jákvæðu hliðarnar eftir fyrstu landsleiki sína í tæpt ár. „Þetta er svekkjandi. Þeir eru bara mjög gott fótboltalið. Við auðvitað komum til baka að jafna í 1-1 og staðan þannig í hálfleik. En síðan skora þeir bara frábært mark sem kemur þeim í 2-1. Þeir eru marki yfir og við þurfum að reyna að taka sénsa undir lokin. Á móti svona liði er það alltaf hættulegt,“ segir Gylfi við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Hann hrósar tyrkneska liðinu í hástert. Klippa: Gylfi eftir leik í Izmir „Þú sérð bara hvernig þeir spiluðu fótbolta í dag, frábærir leikmenn, góðir tæknilega og núna er að horfa á næsta mánuð. Tveir heimaleikir þar sem þarf að ná í sex stig,“ segir Gylfi. Leikmenn Íslands hafi gert vel að brotna ekki við erfiðar aðstæður, hafandi lent snemma undir. Ísland jafnaði seint í fyrri hálfleik og staðan jöfn í hálfleik. „Fyrstu tvær til þrjár mínúturnar voru ekki það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega hérna úti í Tyrklandi. Það hefði getað verið auðvelt að brotna og þeir fengu nokkur hálffæri. Við stóðum þetta af okkur og komumst aftur inn í leikinn en heilt yfir er þetta sanngjörn úrslit,“ segir Gylfi. Hann lítur þá heilt yfir vel á landsliðsgluggann sem er að baki. Aðspurður um hvernig það hafi verið að snúa aftur segir Gylfi: „Bara geggjað, yndislegt. Ég verð vonandi kominn í betra form í næsta mánuði ef ég verð með þar. Það er bara margt jákvætt fyrir mig persónulega og fyrir hópinn að reyna að byggja ofan á þessa tvo leiki og taka þetta í næsta mánuði.“ Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira
„Þetta er svekkjandi. Þeir eru bara mjög gott fótboltalið. Við auðvitað komum til baka að jafna í 1-1 og staðan þannig í hálfleik. En síðan skora þeir bara frábært mark sem kemur þeim í 2-1. Þeir eru marki yfir og við þurfum að reyna að taka sénsa undir lokin. Á móti svona liði er það alltaf hættulegt,“ segir Gylfi við Stefán Árna Pálsson eftir leik. Hann hrósar tyrkneska liðinu í hástert. Klippa: Gylfi eftir leik í Izmir „Þú sérð bara hvernig þeir spiluðu fótbolta í dag, frábærir leikmenn, góðir tæknilega og núna er að horfa á næsta mánuð. Tveir heimaleikir þar sem þarf að ná í sex stig,“ segir Gylfi. Leikmenn Íslands hafi gert vel að brotna ekki við erfiðar aðstæður, hafandi lent snemma undir. Ísland jafnaði seint í fyrri hálfleik og staðan jöfn í hálfleik. „Fyrstu tvær til þrjár mínúturnar voru ekki það sem við ætluðum okkur. Sérstaklega hérna úti í Tyrklandi. Það hefði getað verið auðvelt að brotna og þeir fengu nokkur hálffæri. Við stóðum þetta af okkur og komumst aftur inn í leikinn en heilt yfir er þetta sanngjörn úrslit,“ segir Gylfi. Hann lítur þá heilt yfir vel á landsliðsgluggann sem er að baki. Aðspurður um hvernig það hafi verið að snúa aftur segir Gylfi: „Bara geggjað, yndislegt. Ég verð vonandi kominn í betra form í næsta mánuði ef ég verð með þar. Það er bara margt jákvætt fyrir mig persónulega og fyrir hópinn að reyna að byggja ofan á þessa tvo leiki og taka þetta í næsta mánuði.“
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Sjá meira