Sagði hótelið hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. september 2024 22:00 Hótel Grímsborgir er í Grímsnes og Grafningshreppi. Mynd úr safni. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kærunefnd jafnréttismála féllst ekki á að Hótel Grímsborgir hafi brotið gegn lögum með uppsögn kokks en hann sakaði hótelið um að hafa sagt sér upp vegna meðgöngu maka hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Málavextir eru þeir að manninum sem hafði starfað hjá hótelinu frá árinu 2019 var sagt upp störfum 24. ágúst 2022 með starfslokum 30. nóvember sama ár. Í uppsagnarbréfi kom fram að ástæða uppsagnar væri vegna nauðsynlegar skipulagsbreytingar og vegna fyrirsjáanlegs samdráttar og lá fyrir að tveimur öðrum starfsmönnum hafi verið sagt upp, einum íslenskum og öðrum erlendum. Auk þess var samningi tólf annarra starfsmanna ekki endurnýjaðir. Maðurinn kærði þó ákvörðun Grímsborga um uppsögn hans þann 13. janúar 2023 og sakaði fyrirtækið um brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Sambýliskonan starfaði einnig hjá fyrirtækinu Hann sakaði fyrirtækið um að hafa sagt sér upp vegna þungunar sambýliskonu hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Sambýliskona mannsins starfaði einnig á sama tíma hjá fyrirtækinu. Maðurinn sagði í kæru sinni að honum hafi verið tjáð af einum eiganda fyrirtækisins að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið að konan væri barnshafandi. „Kærandi heldur því fram að ástæður uppsagnarinnar í uppsagnarbréfinu um skipulagsbreytingar og slæma bókunarstöðu á komandi mánuðum séu til málamynda, enda standist þær ekki skoðun. Bendir kærandi á að fleiri kokkar hafi verið ráðnir til kærða eftir að kæranda var sagt upp störfum. Aldrei hafi verið minnst á það við kæranda að uppsögnina mætti rekja til þess að hann kynni ekki að framreiða a la carte matseðil,“ segir í úrskurðinum. Jafnframt tók hann fram að leiða mætti líkur af því að þjóðernisuppruni hans hafi spilað inn í ákvörðun fyrirtækisins. „Enda ólíklegt að innlendum starfsmanni yrði sagt upp við sömu kringumstæður.“ Grímsborgir höfnuðu því að hafa brotið gegn lögum og sögðu ásakanirnar með öllu rangar. Fyrirtækið tók fram að uppsögnin væri einungis byggð á því að í ágúst 2022 hafi verið ljóst að fækka þyrfti starfsfólki vegna slæmrar bókunarstöðu. Tókst ekki að sanna ásakanirnar Kærunefnd tók fram í úrskurði sínum að það væri á ábyrgð starfsmanns sem telur á sér brotið að leiða líkur að því að fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif á uppsögn. Ekki var talið að manninum hafi tekist að sanna það. Einnig var tekið fram að maðurinn hafi ekki fært fram neinar staðreyndir, gögn eða upplýsingar sem gáfu til kynna að uppsögnin væri vegna þjóðernisuppruna. Fallist var á það að bókunarstaðan hjá hótelinu hafi verið slök á umræddu tímabili og því réttmætt að segja upp starfsfólki. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Grímsborgir braut hvorki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði við uppsögn. „Hvorki er fallist á kröfu kæranda um að kærði greiði honum málskostnað við að hafa kæruna uppi né kröfu kærða um að kærandi greiði honum málskostnað sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins.“ Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Málavextir eru þeir að manninum sem hafði starfað hjá hótelinu frá árinu 2019 var sagt upp störfum 24. ágúst 2022 með starfslokum 30. nóvember sama ár. Í uppsagnarbréfi kom fram að ástæða uppsagnar væri vegna nauðsynlegar skipulagsbreytingar og vegna fyrirsjáanlegs samdráttar og lá fyrir að tveimur öðrum starfsmönnum hafi verið sagt upp, einum íslenskum og öðrum erlendum. Auk þess var samningi tólf annarra starfsmanna ekki endurnýjaðir. Maðurinn kærði þó ákvörðun Grímsborga um uppsögn hans þann 13. janúar 2023 og sakaði fyrirtækið um brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna og gegn lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði. Sambýliskonan starfaði einnig hjá fyrirtækinu Hann sakaði fyrirtækið um að hafa sagt sér upp vegna þungunar sambýliskonu hans og vegna þjóðernisuppruna hans. Sambýliskona mannsins starfaði einnig á sama tíma hjá fyrirtækinu. Maðurinn sagði í kæru sinni að honum hafi verið tjáð af einum eiganda fyrirtækisins að raunveruleg ástæða uppsagnarinnar hafi verið að konan væri barnshafandi. „Kærandi heldur því fram að ástæður uppsagnarinnar í uppsagnarbréfinu um skipulagsbreytingar og slæma bókunarstöðu á komandi mánuðum séu til málamynda, enda standist þær ekki skoðun. Bendir kærandi á að fleiri kokkar hafi verið ráðnir til kærða eftir að kæranda var sagt upp störfum. Aldrei hafi verið minnst á það við kæranda að uppsögnina mætti rekja til þess að hann kynni ekki að framreiða a la carte matseðil,“ segir í úrskurðinum. Jafnframt tók hann fram að leiða mætti líkur af því að þjóðernisuppruni hans hafi spilað inn í ákvörðun fyrirtækisins. „Enda ólíklegt að innlendum starfsmanni yrði sagt upp við sömu kringumstæður.“ Grímsborgir höfnuðu því að hafa brotið gegn lögum og sögðu ásakanirnar með öllu rangar. Fyrirtækið tók fram að uppsögnin væri einungis byggð á því að í ágúst 2022 hafi verið ljóst að fækka þyrfti starfsfólki vegna slæmrar bókunarstöðu. Tókst ekki að sanna ásakanirnar Kærunefnd tók fram í úrskurði sínum að það væri á ábyrgð starfsmanns sem telur á sér brotið að leiða líkur að því að fæðingar- og foreldraorlof hafi haft áhrif á uppsögn. Ekki var talið að manninum hafi tekist að sanna það. Einnig var tekið fram að maðurinn hafi ekki fært fram neinar staðreyndir, gögn eða upplýsingar sem gáfu til kynna að uppsögnin væri vegna þjóðernisuppruna. Fallist var á það að bókunarstaðan hjá hótelinu hafi verið slök á umræddu tímabili og því réttmætt að segja upp starfsfólki. Komst kærunefndin að þeirri niðurstöðu að Grímsborgir braut hvorki gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna né lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði við uppsögn. „Hvorki er fallist á kröfu kæranda um að kærði greiði honum málskostnað við að hafa kæruna uppi né kröfu kærða um að kærandi greiði honum málskostnað sem hann hefur orðið fyrir vegna málsins.“
Vinnumarkaður Hótel á Íslandi Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira