Þurfa ekki lengur að treysta á olíuna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. september 2024 11:51 Forstjóri Landsvirkjunar og forstjóri Orkubús Vestfjarða skrifuðu undir tímamótasamning í húsakynnum Landsvirkjunar í morgun. Vísir/Einar Nýr samningur sem Orkubú Vestfjarða og Landsvirkjun gerðu með sér í dag um sölu á raforku til fjarvarmaveitna á Vestfjörðum mun tryggja raforkuafhendingu til mikilla muna næstu fjögur árin. Forstjóri Orkubús Vestfjarða segir samninginn mikilvægan þátt í orkuskiptum Vestfjarða. Orkubú Vestfjarða hefur það sem af er ári varið um sjö hundruð milljónum í olíukaup til að keyra dísilvélar á skerðingardögum en á þessu ári hafa skerðingar á raforkuafhendingu numið 104 sólarhringum. Þetta gæti, því sem næst, heyrt sögunni til með samningi sem gerður var við Landsvirkjun í dag. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta er mikilvægt skref að taka; að draga úr skerðingum vegna húshitunar. Þetta hefur verið selt í skerðanlegum orkusamningum á mjög lágu verði en nú er Orkuveitan að taka mjög mikilvægt skref að gera samning aum betri gæði á vörunni þannig að þeir eiga að lenda í mun minni skerðingum og styðja þá við þessa orkuskiptavegferð sem þeir eru á,“ segir Hörður. Þessum samningi er ætlað að brúa bilið á meðan Orkubú Vestfjarða þróar hitaveitur til að nýta þann jarðhita sem fannst í sumar í Tungudal. Draga verulega úr kolefnisspori Vestfjarða Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta gríðarstórt skref í orkuskiptum á Vestfjörðum. „Hann mun draga mjög verulega úr kolefnisspori Vestfjarða. Þetta hefur verið langstærsti þátturinn í því undanfarin ár þegar við höfum þurft að brenna olíu. Við nánast hættum að brenna olíu vegna skerðinga hjá Landsvirkjun. Þessi nýi samningur þýðir, ef við berum þetta saman við árið í ár þá höfum við þegar verið skert í 104 sólarhringa. Þessi samningur lágmarkar þennan tíma vegna þess að hámarksskerðing verður 4 sólarhringar,“ sagði Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða. Jarðhiti Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40 Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Orkubú Vestfjarða hefur það sem af er ári varið um sjö hundruð milljónum í olíukaup til að keyra dísilvélar á skerðingardögum en á þessu ári hafa skerðingar á raforkuafhendingu numið 104 sólarhringum. Þetta gæti, því sem næst, heyrt sögunni til með samningi sem gerður var við Landsvirkjun í dag. Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. „Þetta er mikilvægt skref að taka; að draga úr skerðingum vegna húshitunar. Þetta hefur verið selt í skerðanlegum orkusamningum á mjög lágu verði en nú er Orkuveitan að taka mjög mikilvægt skref að gera samning aum betri gæði á vörunni þannig að þeir eiga að lenda í mun minni skerðingum og styðja þá við þessa orkuskiptavegferð sem þeir eru á,“ segir Hörður. Þessum samningi er ætlað að brúa bilið á meðan Orkubú Vestfjarða þróar hitaveitur til að nýta þann jarðhita sem fannst í sumar í Tungudal. Draga verulega úr kolefnisspori Vestfjarða Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða segir þetta gríðarstórt skref í orkuskiptum á Vestfjörðum. „Hann mun draga mjög verulega úr kolefnisspori Vestfjarða. Þetta hefur verið langstærsti þátturinn í því undanfarin ár þegar við höfum þurft að brenna olíu. Við nánast hættum að brenna olíu vegna skerðinga hjá Landsvirkjun. Þessi nýi samningur þýðir, ef við berum þetta saman við árið í ár þá höfum við þegar verið skert í 104 sólarhringa. Þessi samningur lágmarkar þennan tíma vegna þess að hámarksskerðing verður 4 sólarhringar,“ sagði Elías Jónatansson, forstjóri Orkubús Vestfjarða.
Jarðhiti Landsvirkjun Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40 Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42 Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56 „Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42 Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Gæti haft gríðarlega þýðingu fyrir Ísafjörð Nærri sextíu stiga heitt vatn er fundið á Ísafirði. Á næstu vikum skýrist hvort magnið dugar til að kynda öll hús í höfuðstað Vestfjarða. Fyrir vestan er heitavatnsfundinum líkt við gullfund en Orkubú Vestfjarða neyddist í vetur til að brenna olíu fyrir yfir hálfan milljarð króna. 27. maí 2024 20:40
Rafmagn fór af á Vestfjörðum vegna veðurs Rafmagn fór víða af á Vestfjörðum um klukkan hálf tvö eftir hádegi. Norðan- og sunnanverðir Vestfirðir ganga nú á rafmagni frá varaaflsvélum og virkjunum. 30. janúar 2022 14:42
Fundu loks heitt vatn í Tungudal Rannsóknarboranir í Tungudal í Ísafirði báru loks árangur í dag. Fimmtíu og fimm gráðu heitt vatn fannst í holu sem verkkaupi hefur ákveðið að fóðra og rýma, merki þess að holuna skuli nýta. Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir Ísfirðinga sem geta mögulega látið af olíubrennslu til húshitunar í framtíðinni. 26. maí 2024 19:56
„Þetta er bara eins og að finna gull“ Heitt vatn fannst í Tungudal í Skutulsfirði í gær. Bæjarstjórinn segir þetta eins og að finna gull en orkuverð á svæðinu er með því hæsta á öllu landinu. 27. maí 2024 11:42