Tugir látnir eftir öflugasta fellibyl Víetnam í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 9. september 2024 10:31 Fjölfarin brú í Phu Tho-héraði hrundi í morgun. Að minnsta kosti tíu bílar féllu í ánna og er margra saknað. AP/Bui Ban Lanh Að minnsta kosti 59 eru taldir látnir og margra er saknað eftir að fellibylurinn Yagi fór yfir norðurhluta Víetnam um helgina. Fellibylurinn er sá öflugasti sem náð hefur landi í Asíu á þessu ári og sá öflugasti sem skollið hefur á Víetnam í áratugi. Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum víða og eru skemmdirnar miklar. Yagi náði fyrst landi á laugardaginn en áður hafði hann farið yfir Filippseyjar, þar sem að minnsta kosti tuttugu létu lífið og olli hann einnig fjórum dauðsföllum í suðurhluta Kína. Í einu tilfelli hrundi fjölfarin brú í norðanverðu landinu. Tíu bílar féllu í ána auk tveggja vespna. Þremur var bjargað og þrettán er enn saknað, samkvæmt embættismönnum sem BBC vitnar í. Her landsins hefur verið skipað að reisa nýja brú í flýti. Fimmtugur maður sem var á vespu á brúnni segir að hann hafi næstum því drukknað. Honum hafi þó tekist að grípa í tré flaut hjá honum og tókst þannig að halda sér á floti þar til honum var bjargað. Í einu tilfelli varð rúta fyrir skyndiflóði en tuttugu manns voru í henni. Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang en þeir komust ekki ferðar sinnar vegna aurskriða. Flóð hafa leikið íbúa Víetnam grátt.AP/Do Tuan Anh Stórir hlutar landsins eru án rafmagns en umfangsmikill iðnaður á sér stað í norðanverðu Víetnam. Fregnir hafa borist af því að þökin hafa fokið af heilu verksmiðjunum og hrundu þar að auki veggir í verksmiðju LG Electronics í Haiphong, samkvæmt frétt Reuters. Viðmælendur fréttaveitunnar segja verksmiðjur hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Sérfræðingar segja fellibylji eins og Yagi verða öflugri vegna veðurfarsbreytinga. Heitari höf gefi þeim meiri kraft og þess vegna valdi þeir meiri rigningu og öflugri vindhviðum en áður. Þúsundir trjáa hafa brotnað eða rifnað upp með rótum.AP/Tran Quoc Viet Víetnam Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Fellibylurinn olli flóðum og aurskriðum víða og eru skemmdirnar miklar. Yagi náði fyrst landi á laugardaginn en áður hafði hann farið yfir Filippseyjar, þar sem að minnsta kosti tuttugu létu lífið og olli hann einnig fjórum dauðsföllum í suðurhluta Kína. Í einu tilfelli hrundi fjölfarin brú í norðanverðu landinu. Tíu bílar féllu í ána auk tveggja vespna. Þremur var bjargað og þrettán er enn saknað, samkvæmt embættismönnum sem BBC vitnar í. Her landsins hefur verið skipað að reisa nýja brú í flýti. Fimmtugur maður sem var á vespu á brúnni segir að hann hafi næstum því drukknað. Honum hafi þó tekist að grípa í tré flaut hjá honum og tókst þannig að halda sér á floti þar til honum var bjargað. Í einu tilfelli varð rúta fyrir skyndiflóði en tuttugu manns voru í henni. Björgunarsveitarmenn voru sendir á vettvang en þeir komust ekki ferðar sinnar vegna aurskriða. Flóð hafa leikið íbúa Víetnam grátt.AP/Do Tuan Anh Stórir hlutar landsins eru án rafmagns en umfangsmikill iðnaður á sér stað í norðanverðu Víetnam. Fregnir hafa borist af því að þökin hafa fokið af heilu verksmiðjunum og hrundu þar að auki veggir í verksmiðju LG Electronics í Haiphong, samkvæmt frétt Reuters. Viðmælendur fréttaveitunnar segja verksmiðjur hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Sérfræðingar segja fellibylji eins og Yagi verða öflugri vegna veðurfarsbreytinga. Heitari höf gefi þeim meiri kraft og þess vegna valdi þeir meiri rigningu og öflugri vindhviðum en áður. Þúsundir trjáa hafa brotnað eða rifnað upp með rótum.AP/Tran Quoc Viet
Víetnam Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira