Ronaldo af bekknum og til bjargar Sindri Sverrisson skrifar 8. september 2024 20:43 Cristiano Ronaldo fagnaði sigurmarkinu í kvöld að hætti hússins. Getty/Craig Williamson Hinn 39 ára gamli Cristiano Ronaldo var hetja Portúgals í kvöld þegar liðið vann nauman 2-1 sigur gegn Skotlandi í A-deild Þjóðadeildar UEFA í fótbolta. Ronaldo hóf leikinn á varamannabekk Portúgals, í fyrsta sinn síðan á HM 2022 í Katar ef horft er til mótsleikja. Scott McTominay kom Skotum yfir með góðum skalla í fyrri hálfleik, og hefur þar með skorað tíu mörk í síðustu þrettán mótsleikjum fyrir Skotland. Ronaldo og Rúben Neves komu inn á í upphafi seinni hálfleiks, í stað Pedro Neto og Joao Palhinha. Portúgal jafnaði svo á 54. mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði með viðstöðulausu skoti af vítateigsboganum en markvörðurinn Angus Gunn virtist eiga að geta gert betur. Heimamenn þurftu hins vegar að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Átti tvær tilraunir í stöngina fyrir markið Joao Felix fékk dauðafæri til að koma Portúgal yfir á 78. mínútu, eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo, en Gunn náði að verja skotið frá honum. Ronaldo var svo í tvígang afar nálægt því að koma Portúgal yfir þegar hann átti skot í stöng úr þröngu færi, og svo skalla í stöng og út eftir fyrirgjöf frá Fernandes. Sigurmarkið kom þó á endanum, og það frá Ronaldo, á 88. mínútu. Hans 901. mark á ferlinum, af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Modric með mark beint úr aukaspyrnu Portúgal hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í 1. riðli A-deildar, því liðið vann Króatíu 2-1 í fyrsta leik þar sem Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum. Króatar unnu Pólverja 1-0 í sama riðli í kvöld, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Tíu Spánverjar unnu í Sviss Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar unnu svo magnaðan 4-1 sigur gegn Sviss í riðli 4, þrátt fyrir að missa Robin Le Normand af velli með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútna leik. Þá var staðan reyndar þegar orðin 2-0 en Sviss minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Það kom ekki að sök og Fabián Ruiz kom Spáni í 3-1 með sínu öðru marki á 77. mínútu, áður en Ferran Torres innsiglaði sigurinn. Joselu hafði skorað fyrsta mark Spánar en Zeki Amdouni gerði mark Sviss. Spánn er því með fjögur stig en Danmörk á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með eitt og Sviss enn án stiga, eftir tvær umferðir af sex. Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira
Ronaldo hóf leikinn á varamannabekk Portúgals, í fyrsta sinn síðan á HM 2022 í Katar ef horft er til mótsleikja. Scott McTominay kom Skotum yfir með góðum skalla í fyrri hálfleik, og hefur þar með skorað tíu mörk í síðustu þrettán mótsleikjum fyrir Skotland. Ronaldo og Rúben Neves komu inn á í upphafi seinni hálfleiks, í stað Pedro Neto og Joao Palhinha. Portúgal jafnaði svo á 54. mínútu þegar Bruno Fernandes skoraði með viðstöðulausu skoti af vítateigsboganum en markvörðurinn Angus Gunn virtist eiga að geta gert betur. Heimamenn þurftu hins vegar að bíða lengi eftir sigurmarkinu. Átti tvær tilraunir í stöngina fyrir markið Joao Felix fékk dauðafæri til að koma Portúgal yfir á 78. mínútu, eftir frábæra hælsendingu frá Ronaldo, en Gunn náði að verja skotið frá honum. Ronaldo var svo í tvígang afar nálægt því að koma Portúgal yfir þegar hann átti skot í stöng úr þröngu færi, og svo skalla í stöng og út eftir fyrirgjöf frá Fernandes. Sigurmarkið kom þó á endanum, og það frá Ronaldo, á 88. mínútu. Hans 901. mark á ferlinum, af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá vinstri, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Modric með mark beint úr aukaspyrnu Portúgal hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína í 1. riðli A-deildar, því liðið vann Króatíu 2-1 í fyrsta leik þar sem Ronaldo skoraði sitt 900. mark á ferlinum. Króatar unnu Pólverja 1-0 í sama riðli í kvöld, þar sem Luka Modric gerði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu á 52. mínútu. Tíu Spánverjar unnu í Sviss Evrópu- og Þjóðadeildarmeistarar Spánar unnu svo magnaðan 4-1 sigur gegn Sviss í riðli 4, þrátt fyrir að missa Robin Le Normand af velli með rautt spjald eftir aðeins 20 mínútna leik. Þá var staðan reyndar þegar orðin 2-0 en Sviss minnkaði muninn rétt fyrir hálfleik. Það kom ekki að sök og Fabián Ruiz kom Spáni í 3-1 með sínu öðru marki á 77. mínútu, áður en Ferran Torres innsiglaði sigurinn. Joselu hafði skorað fyrsta mark Spánar en Zeki Amdouni gerði mark Sviss. Spánn er því með fjögur stig en Danmörk á toppi riðilsins með sex stig. Serbía er með eitt og Sviss enn án stiga, eftir tvær umferðir af sex.
Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Leik lokið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Sjá meira