Af upplýsingaóreiðu um orkumál Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 7. september 2024 15:31 Sá sem á tilvitnaða textann hér að neðan, er ekki bara einhver „Jón á bolnum“ út í bæ. Heldur fer þarna mikinn, Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri OR, næststærsta orkufyrirtækis landsins og núverandi meðlimur svokallaðs fagráðs Landverndar. „Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“ Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“ Við gætum prófað að færa röksemdafærslu Bjarna yfir á aðra auðlind okkar, sjávarauðlindina og sagt þar fullum fetum, að hér sé ofveiði á fiski, því hér sé veitt margfalt meira en myndi duga svo öll heimili í landinu gætu haft fisk í matinn þrjá til fjóra daga í viku. Staðreyndin er nú samt sem áður sú, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er það í rauninni fyrst og fremst, nýting auðlinda okkar og útflutningur afurða þeirrar nýtingar sem ekki bara hefur haldið lífi í þjóðinni heldur einnig á undangenginni öld eða svo gert þjóðina með þeim ríkari í heiminum og viðhaldið hér góðum lífskjörum og gert þetta land okkar að einu af betri löndum til að búa í og starfa. Nú er það svo að fallvötnin og annað sem við virkjum, verður ekki að auðlind, nema að sú orka sem þar býr er virkjuð og seld til verðmætasköpunnar. Eins er það með hafið í kringum okkur. Fiskurinn sem þar syndir, verður ekki að auðlind, fyrr en einhver sér hag sinn í því að fjárfesta í búnaði til veiða og vinnslu og selja sínar afurðir á sem hæstu verði á markaði. Það er því nokkuð ljóst, að ef við ætlum að taka orð Bjarna trúanlegar upplýsingar og haga okkar málum samkvæmt þeim, þá fari lífskjör hér marga áratugi aftur í tímann. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Orkumál Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Sjá meira
Sá sem á tilvitnaða textann hér að neðan, er ekki bara einhver „Jón á bolnum“ út í bæ. Heldur fer þarna mikinn, Bjarni Bjarnason fyrrverandi forstjóri OR, næststærsta orkufyrirtækis landsins og núverandi meðlimur svokallaðs fagráðs Landverndar. „Á meðan framleitt er margfalt meira af rafmagni en þarf til grunnþarfa samfélagsins er ekki hægt að tala um orkuskort. Engu að síður hafi flest orkufyrirtæki landsins stundað gegndarlausan áróður um að sú sé raunin og að jafnvel gæti komið til þess að skerða þurfi rafmagn til heimila. „Ég tel þennan áróður orkufyrirtækjanna forkastanlegan í raun,“ sagði Bjarni. „Það er enginn fótur fyrir því að landið sé að verða rafmagnslaust.“ Reyndar sé það svo að Íslendingar búi við meira orkuöryggi en nokkur önnur þjóð „vegna þess að við framleiðum fimm sinnum meira heldur en þarf til grunnþarfa alls samfélagsins. Þar með eru talin öll heimilin í landinu, allur landbúnaður, allur sjávarútvegur, það er að segja verkun í landi, sjúkrahúsin okkar og hvað eina. Fimm sinnum meira rafmagn en grunnþarfir samfélagsins þurfa á að halda.“ Við gætum prófað að færa röksemdafærslu Bjarna yfir á aðra auðlind okkar, sjávarauðlindina og sagt þar fullum fetum, að hér sé ofveiði á fiski, því hér sé veitt margfalt meira en myndi duga svo öll heimili í landinu gætu haft fisk í matinn þrjá til fjóra daga í viku. Staðreyndin er nú samt sem áður sú, hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er það í rauninni fyrst og fremst, nýting auðlinda okkar og útflutningur afurða þeirrar nýtingar sem ekki bara hefur haldið lífi í þjóðinni heldur einnig á undangenginni öld eða svo gert þjóðina með þeim ríkari í heiminum og viðhaldið hér góðum lífskjörum og gert þetta land okkar að einu af betri löndum til að búa í og starfa. Nú er það svo að fallvötnin og annað sem við virkjum, verður ekki að auðlind, nema að sú orka sem þar býr er virkjuð og seld til verðmætasköpunnar. Eins er það með hafið í kringum okkur. Fiskurinn sem þar syndir, verður ekki að auðlind, fyrr en einhver sér hag sinn í því að fjárfesta í búnaði til veiða og vinnslu og selja sínar afurðir á sem hæstu verði á markaði. Það er því nokkuð ljóst, að ef við ætlum að taka orð Bjarna trúanlegar upplýsingar og haga okkar málum samkvæmt þeim, þá fari lífskjör hér marga áratugi aftur í tímann. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar