„Frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. september 2024 21:11 Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Teitur Þórðarson átti góðan leik fyrir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er liðið vann nokkuð öruggan 2-0 sigur gegn Svartfellingum í kvöld. „Mér líður mjög vel. Mér fannst við spila mjög heilsteyptan leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Stefán Teitur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann og ef annað hvort liðið hefði átt að skora þriðja markið þá fannst mér það eiga að vera við.“ Leikurinn var heldur lengi í gang, en eftir að Orra Steini Óskarssyni tókst að brjóta ísinn fyrir íslenska liðið á 39. mínútu virtist aldrei vera spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Mér fannst þetta frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á eftir að horfa á þetta aftur og þá kannski sé ég þetta einhvernveginn öðruvísi, en mér leið allavega persónulega mjög vel í leiknum. Mér fannst við byggja þetta mjög vel upp og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Svo voru þetta tvö góð föst leikatriði frá Sölva [Geir Ottesen] sem skiluðu þessu í dag.“ Stefán lék inni á miðri miðjunni, aðeins fyrir aftan þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Hann segir sér líða vel í þeirri stöðu. „Mjög vel. Ég hef verið að gera þetta svolítið eftir að ég skipti yfir til Englands, að spila í þessari stöðu. Með mína eiginleika á boltann finnst mér það henta mer mjög vel og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag.“ Þá segir hann sigur kvöldsins gefa liðinu mikið fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum í næstu viku. „Já hundrað prósent. Við sýndum góða frammistöðu í dag og það er eitthvað sem við getum byggt á þegar við förum til Tyrklands á mjög erfiðan útivöll. Það er stutt á milli leikja, en það er alltaf betra að vinna leikinn og þá ertu miklu ferskari og það er bara gott,“ sagði Stefán að lokum. Klippa: Stefán Teitur eftir leikinn gegn Svartfjallandi Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
„Mér líður mjög vel. Mér fannst við spila mjög heilsteyptan leik, bæði í fyrri og seinni hálfleik,“ sagði Stefán Teitur í viðtali í leikslok. „Mér fannst við hafa fulla stjórn á leiknum allan tímann og ef annað hvort liðið hefði átt að skora þriðja markið þá fannst mér það eiga að vera við.“ Leikurinn var heldur lengi í gang, en eftir að Orra Steini Óskarssyni tókst að brjóta ísinn fyrir íslenska liðið á 39. mínútu virtist aldrei vera spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Mér fannst þetta frekar þægilegt allan leikinn ef ég á að vera hreinskilinn. Ég á eftir að horfa á þetta aftur og þá kannski sé ég þetta einhvernveginn öðruvísi, en mér leið allavega persónulega mjög vel í leiknum. Mér fannst við byggja þetta mjög vel upp og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Svo voru þetta tvö góð föst leikatriði frá Sölva [Geir Ottesen] sem skiluðu þessu í dag.“ Stefán lék inni á miðri miðjunni, aðeins fyrir aftan þá Gylfa Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson. Hann segir sér líða vel í þeirri stöðu. „Mjög vel. Ég hef verið að gera þetta svolítið eftir að ég skipti yfir til Englands, að spila í þessari stöðu. Með mína eiginleika á boltann finnst mér það henta mer mjög vel og ég er mjög ánægður með mína frammistöðu í dag.“ Þá segir hann sigur kvöldsins gefa liðinu mikið fyrir leik liðsins gegn Tyrkjum í næstu viku. „Já hundrað prósent. Við sýndum góða frammistöðu í dag og það er eitthvað sem við getum byggt á þegar við förum til Tyrklands á mjög erfiðan útivöll. Það er stutt á milli leikja, en það er alltaf betra að vinna leikinn og þá ertu miklu ferskari og það er bara gott,“ sagði Stefán að lokum. Klippa: Stefán Teitur eftir leikinn gegn Svartfjallandi
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira