Lífeyrisþegar halda atkvæðarétti sínum í Blaðamannafélaginu Atli Ísleifsson skrifar 5. september 2024 07:48 Sigríður Dögg Auðunsdóttir ávarpaði félagsmenn á fjölmennum framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í húsakynnum félagsins í Síðumúla í gærkvöldi. Sigríður Dögg er formaður félagsins. Aðsend/Árni Sæberg Tillögur stjórnar Blaðamannafélagsins um að afnema grein í lögum félagsins um birtingu félagatals á opinberum vettvangi og að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu voru felldar á framhaldsaðalfundi Blaðamannafélagsins í gærkvöldi. Meirihluti greiddi atkvæði með tillögunum en aukinn meirihluta hefði þurft til að fá þær samþykktar. Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt í tvö hundruð félagsmenn hafi sótt fundinn í húsakynnum félagsins í Síðumúla í Reykjavík en í aðdraganda fundarins hafði hart verið deilt um tillögurnar. Á fundinum voru ársreikningar félagsins samþykktir, en einnig var tekin fyrir 21 lagabreytingartillaga og breytingartillögur á fjórum reglugerðum sjóða auk kynning á verkefna- og fjárhagsáætlun. „Ársreikningar félagsins og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. Felld var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi auk lagabreytingartillögu um að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu. Félagsmenn skiptust á skoðunum og sköpuðust líflegar umræður en var tillagan á endanum felld. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. Dagskrártillaga var auk þess lögð fram í upphafi fundar um að fundurinn ályktaði um vantraust á formann félagsins. Mikill meirihluti fundarmanna greiddi atkvæði gegn því að taka tillöguna á dagskrá,“ segir í tilkynningunni. Segir gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins Haft er eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélagsins, að stjórn félagsins hafi að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. „Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur. Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” er haft eftir Sigríði Dögg. Stéttarfélög Fjölmiðlar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Í tilkynningu frá félaginu segir að hátt í tvö hundruð félagsmenn hafi sótt fundinn í húsakynnum félagsins í Síðumúla í Reykjavík en í aðdraganda fundarins hafði hart verið deilt um tillögurnar. Á fundinum voru ársreikningar félagsins samþykktir, en einnig var tekin fyrir 21 lagabreytingartillaga og breytingartillögur á fjórum reglugerðum sjóða auk kynning á verkefna- og fjárhagsáætlun. „Ársreikningar félagsins og allar reglugerðarbreytingar voru samþykktar og nítján lagabreytingar. Felld var lagabreytingatillaga stjórnar um að afnema lagagrein um birtingu félagatals á opinberum vettvangi auk lagabreytingartillögu um að afnema atkvæðisrétt lífeyrisþega í félaginu. Félagsmenn skiptust á skoðunum og sköpuðust líflegar umræður en var tillagan á endanum felld. 39% þeirra sem greiddu atkvæði vildu fella tillöguna en 59% vildu samþykkja hana, en aukinn meirihluta þarf til að breyta lögum Blaðamannafélags Íslands. Dagskrártillaga var auk þess lögð fram í upphafi fundar um að fundurinn ályktaði um vantraust á formann félagsins. Mikill meirihluti fundarmanna greiddi atkvæði gegn því að taka tillöguna á dagskrá,“ segir í tilkynningunni. Segir gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins Haft er eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur, formanni Blaðamannafélagsins, að stjórn félagsins hafi að undanförnu verið í gagngerri endurskoðun á allri umgjörð, regluverki og rekstri félagsins með það að markmiði að efla starfið og gera það faglegra. „Það er ánægjulegt að flestar lagabreytingar og reglugerðir hafi náð fram að ganga og ársreikningur félagsins hafi loks verið samþykktur. Blaðamenn sitja ekki á skoðunum sínum og það var gott að eiga hreinskiptið samtal um málefni félagsins. Þetta hlýtur að teljast fjölmennasti félagsfundur í sögu félagsins, að minnsta kosti eftir því ég best veit, og það er ánægjulegt að finna að félagsmönnum er annt um félagið sitt. Verkefnið framundan er að snúa bökum saman og vinna að því að efla félagið, faglega blaðamennsku og fjölmiðlafrelsi í landinu, því blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari,” er haft eftir Sigríði Dögg.
Stéttarfélög Fjölmiðlar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira