Eitt versta sumar aldarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2024 15:26 Svona var oft umhorfs á vegum landsins í sumar. Vísir/Vilhelm Sumarið 2024 var óvenju kalt og blautt, samkvæmt gögnum Veðurstofunnar. Sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum gefur sumrinu slaka einkunn - það hafi verið með þeim verri á þessari öld. Þá fara fyrstu dagar septembermánaðar ekki heldur mjúkum höndum um íbúa víða á landinu. September er genginn í garð og sannkallað haustveður er í kortunum þessa fyrstu daga mánaðarins. Gul stormviðvörun er í gildi á Breiðafirði fram eftir degi í dag og á morgun tekur önnur stormviðvörun gildi á norðanverðu landinu; Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, Vestfjörðum og miðhálendi. „Þannig að við biðjum fólk að huga að því sem er lauslegt utandyra í görðum og svoleiðis og við vörum við ferðalögum með bíla sem eru viðkvæmir fyrir vindi, með aftanívagna og þannig lagað,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Við þetta má bæta að loftmengun frá eldgosinu gæti gætt á suðvesturhluta landsins í dag á morgun; í Vogum, Suðurnesjum- og Reykjanesbæ í dag en á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Óvenjulega kalt og úrkomusamt sumar En aftur að veðri og tíðarfari. Veðurstofan skilgreinir september sem sumarmánuð, þó að í hugum flestra samanstandi sumarið af mánuðunum júní, júlí og ágúst. Og sumarmánuðurnir þrír í ár hafa ekki verið upp á marga fiska - það staðfesta gögnin. „Sumarið var tiltölulega kalt og úrkomusamt. Það sem var mjög óvenjulegt í sumar var að loftþrýstingur var mjög lágur og því fylgir mikill lægðagangur og mjög óhagstæð tíð, mikil úrkoma og hvassviðrasamt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofunni. „Meðalhiti sumarsins frá júní til ágúst í Reykjavík hefur ekki verið eins lágur síðan 1993 þannig að þetta er óvenjukalt og á mörgum stöðum kaldasta sumar aldarinnar, frá 2000 semsagt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 nýlega falleinkunn. Sumarið í Reykjavík fékk 14 stig af 48 á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta, og Akureyri fékk einkunnina 15 á sama skala. Kristín tekur undir. „Jájá, þetta skorar ekki mjög háa einkunn sem gott sumar, hvergi á landinu.“ Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé eitt af verstu sumrum á þessari öld? „Já, eitt af verstu, já.“ Veður Tengdar fréttir Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
September er genginn í garð og sannkallað haustveður er í kortunum þessa fyrstu daga mánaðarins. Gul stormviðvörun er í gildi á Breiðafirði fram eftir degi í dag og á morgun tekur önnur stormviðvörun gildi á norðanverðu landinu; Norðurlandi vestra, norðurlandi eystra, Vestfjörðum og miðhálendi. „Þannig að við biðjum fólk að huga að því sem er lauslegt utandyra í görðum og svoleiðis og við vörum við ferðalögum með bíla sem eru viðkvæmir fyrir vindi, með aftanívagna og þannig lagað,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur. Við þetta má bæta að loftmengun frá eldgosinu gæti gætt á suðvesturhluta landsins í dag á morgun; í Vogum, Suðurnesjum- og Reykjanesbæ í dag en á höfuðborgarsvæðinu á morgun. Óvenjulega kalt og úrkomusamt sumar En aftur að veðri og tíðarfari. Veðurstofan skilgreinir september sem sumarmánuð, þó að í hugum flestra samanstandi sumarið af mánuðunum júní, júlí og ágúst. Og sumarmánuðurnir þrír í ár hafa ekki verið upp á marga fiska - það staðfesta gögnin. „Sumarið var tiltölulega kalt og úrkomusamt. Það sem var mjög óvenjulegt í sumar var að loftþrýstingur var mjög lágur og því fylgir mikill lægðagangur og mjög óhagstæð tíð, mikil úrkoma og hvassviðrasamt,“ segir Kristín Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í veðurfarsrannsóknum hjá Veðurstofunni. „Meðalhiti sumarsins frá júní til ágúst í Reykjavík hefur ekki verið eins lágur síðan 1993 þannig að þetta er óvenjukalt og á mörgum stöðum kaldasta sumar aldarinnar, frá 2000 semsagt.“ Trausti Jónsson veðurfræðingur gaf sumrinu 2024 nýlega falleinkunn. Sumarið í Reykjavík fékk 14 stig af 48 á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta, og Akureyri fékk einkunnina 15 á sama skala. Kristín tekur undir. „Jájá, þetta skorar ekki mjög háa einkunn sem gott sumar, hvergi á landinu.“ Þannig að það er óhætt að segja að þetta sé eitt af verstu sumrum á þessari öld? „Já, eitt af verstu, já.“
Veður Tengdar fréttir Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Svalasta sumarið í þrjátíu ár Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. 4. september 2024 11:09