Ekkert uppgjör frá tveimur framboðum og Halla og Katrín síðastar að skila Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. september 2024 10:35 Frá kappræðum forsetaframbjóðenda 2024 á Stöð 2. Vísir/Vilhelm Allir nema tveir frambjóðendur til embættis forseta Íslands hafa skilað til Ríkisendurskoðunar fjárhagslegu uppgjöri vegna framboðs til embættisins. Frestur til að skila inn uppgjöri rann út í gær þegar þrír mánuðir voru liðnir frá forsetakosningum. Lesa má úr skilalista á vef Ríkisendurskoðunar að allir frambjóðendur nema Viktor Traustason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa skilað inn uppgjöri. Frambjóðendum ber að skila inn uppgjöri hafi heildartekjur eða gjöld vegna framboðsins verið umfram 550 þúsund krónur. Hafi frambjóðandi ekki farið umfram þau fjárhæðarmörk þarf ekki að skila inn uppgjöri en frambjóðandi getur skrifað undir rafræna yfirlýsingu þess efnis. Eiríkur fyrstur en Halla og Katrín síðastar Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu frá í síðustu viku verða öll uppgjör forsetaframbjóðenda sem borist hafa birt á vef stofnunarinnar þegar þau hafa verið yfirfarin. Ætla má að það verði á næstu dögum. Síðastar til að skila inn uppgjöri sínu samkvæmt yfirliti Ríkisendurskoðunar voru Halla Tómasdóttir sem endaði uppi sem sigurvegari og Katrín Jakobsdóttir sem hlaut næst mest fylgi í kosningunum. Báðar skiluðu þær uppgjöri sínu þann 2. september sem var lokadagur skila. Fyrstur til að skila uppgjöri var hins vegar Eiríkur Ingi Jónsson. Listinn sýnir hvaða frambjóðendur hafa skilað inn fjárhagslegu uppgjöri og hvaða dag uppgjöri var skilað.Ríkisendurskoðun/skjáskot Um miðjan ágúst sendi framboðsteymi Katrínar ákall til stuðningsmanna hennar þar sem kallað var eftir aðstoð til að loka gatinu við uppgjörið. „Nú erum við á lokametrunum við að gera upp framboðið og það vantar herslumuninn til að loka gatinu. Við leitum því til ykkar - ef þið eruð aflögufær og getið hjálpað með því að leggja inn á framboðið væri það afar þakklátt. Við erum mörg hér inni og þetta er fljótt að koma þegar fjöldinn tekur sig til,” var ritað í færslu í stuðningsmannahópi Katrínar á Facebook. Katrín greindi frá því í aðdraganda kosninga að hún gerði ráð fyrir að barátta hennar myndi kosta allt að 40 milljónir. Í kosningabaráttunni voru allir frambjóðendur spurðir um hvað þau gerðu ráð fyrir að eyða í kosningabaráttunni og hvernig hygðust afla fjár. Hvorki Steinunn Ólína né Viktor Traustason sögðust gera ráð fyrir að eyða miklum peningum í baráttuna. „Nei, ég er ekki að fara að biðja neinn um pening,“ sagði Viktor Traustason meðal annars í kappræðum á Rúv í byrjun maí. Í sömu kappræðum sagði Steinun Ólína að hennar framboð hafi þá eytt um það bil 400 þúsund krónum. Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Ríkisendurskoðun Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Lesa má úr skilalista á vef Ríkisendurskoðunar að allir frambjóðendur nema Viktor Traustason og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hafa skilað inn uppgjöri. Frambjóðendum ber að skila inn uppgjöri hafi heildartekjur eða gjöld vegna framboðsins verið umfram 550 þúsund krónur. Hafi frambjóðandi ekki farið umfram þau fjárhæðarmörk þarf ekki að skila inn uppgjöri en frambjóðandi getur skrifað undir rafræna yfirlýsingu þess efnis. Eiríkur fyrstur en Halla og Katrín síðastar Samkvæmt svörum Ríkisendurskoðunar við fyrirspurn fréttastofu frá í síðustu viku verða öll uppgjör forsetaframbjóðenda sem borist hafa birt á vef stofnunarinnar þegar þau hafa verið yfirfarin. Ætla má að það verði á næstu dögum. Síðastar til að skila inn uppgjöri sínu samkvæmt yfirliti Ríkisendurskoðunar voru Halla Tómasdóttir sem endaði uppi sem sigurvegari og Katrín Jakobsdóttir sem hlaut næst mest fylgi í kosningunum. Báðar skiluðu þær uppgjöri sínu þann 2. september sem var lokadagur skila. Fyrstur til að skila uppgjöri var hins vegar Eiríkur Ingi Jónsson. Listinn sýnir hvaða frambjóðendur hafa skilað inn fjárhagslegu uppgjöri og hvaða dag uppgjöri var skilað.Ríkisendurskoðun/skjáskot Um miðjan ágúst sendi framboðsteymi Katrínar ákall til stuðningsmanna hennar þar sem kallað var eftir aðstoð til að loka gatinu við uppgjörið. „Nú erum við á lokametrunum við að gera upp framboðið og það vantar herslumuninn til að loka gatinu. Við leitum því til ykkar - ef þið eruð aflögufær og getið hjálpað með því að leggja inn á framboðið væri það afar þakklátt. Við erum mörg hér inni og þetta er fljótt að koma þegar fjöldinn tekur sig til,” var ritað í færslu í stuðningsmannahópi Katrínar á Facebook. Katrín greindi frá því í aðdraganda kosninga að hún gerði ráð fyrir að barátta hennar myndi kosta allt að 40 milljónir. Í kosningabaráttunni voru allir frambjóðendur spurðir um hvað þau gerðu ráð fyrir að eyða í kosningabaráttunni og hvernig hygðust afla fjár. Hvorki Steinunn Ólína né Viktor Traustason sögðust gera ráð fyrir að eyða miklum peningum í baráttuna. „Nei, ég er ekki að fara að biðja neinn um pening,“ sagði Viktor Traustason meðal annars í kappræðum á Rúv í byrjun maí. Í sömu kappræðum sagði Steinun Ólína að hennar framboð hafi þá eytt um það bil 400 þúsund krónum.
Forsetakosningar 2024 Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Ríkisendurskoðun Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira