Þræleðlilegt að reka ríkissjóð í halla í heimi „Litla-Miðflokksins“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. september 2024 17:57 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir uppnefndi Sjálfstæðisflokksins „Litla-Miðflokkinn“ í færslu á Facebook í dag. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar segir furðulegt að hafa fylgst með flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fór fram um helgina. Hún gagnrýnir ábyrgðarleysi á sögulega lágu fylgi flokksins í því sem hún kallar „Litla-Miðflokknum“. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar býður félögum Sjálfstæðisflokksins „heim í Viðreisn“ í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en í síðustu viku mældist Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp fjórtán prósent í þeirri könnun. „Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina. Ekkert er þeim að kenna - en bara ofboðslega erfið staða,“ segir Þorbjörg í færslunni. Hún segir að í heimi „Litla-Miðflokksins“ séu einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna. „Þar þykir þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og gera verðbólgu að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál. Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki,“ segir í færslu Þorbjargar. „Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum.“ Hún segir að þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið félaga Viðreisnar velkomna „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn. „Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir Þorbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn segist standa vörð um almannahagsmuni og stöðugleika en geri það ekki þegar á hólminn er komið. „Það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum - og trúa á þessa stefnu - heim í Viðreisn,“ segir í færslu Þorbjargar. Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar býður félögum Sjálfstæðisflokksins „heim í Viðreisn“ í færslu sem hún birti á Facebook í dag. Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fór fram um helgina en í síðustu viku mældist Miðflokkurinn næst stærsti flokkurinn á Alþingi samkvæmt skoðanakönnun Maskínu. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist tæp fjórtán prósent í þeirri könnun. „Það var eiginlega bara furðulegt að fylgjast með flokksráðsfundi Litla-Miðflokksins um helgina. Ekkert er þeim að kenna - en bara ofboðslega erfið staða,“ segir Þorbjörg í færslunni. Hún segir að í heimi „Litla-Miðflokksins“ séu einir hæstu vextir í Evrópu öllum öðrum en ríkisstjórninni að kenna. „Þar þykir þræleðlilegt að reka ríkissjóð með halla ár eftir ár og gera verðbólgu að fastagesti í lífi fólks og fyrirtækja meðan þau tala daginn langan um ábyrg ríkisfjármál. Stríðsvextir eru þeirra stöðugleiki,“ segir í færslu Þorbjargar. „Þar er líka trúverðugt að tala fyrir heilbrigðri samkeppni en sprengja upp matvöruverð með undanþágum frá samkeppnislögum.“ Hún segir að þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var endurkjörinn formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hafi hann boðið félaga Viðreisnar velkomna „aftur heim“ í Sjálfstæðisflokkinn. „Það voru orð sem fáir tengdu við og frá flokki sem verður furðulegri og furðulegri með tímanum,“ segir Þorbjörg. Sjálfstæðisflokkurinn segist standa vörð um almannahagsmuni og stöðugleika en geri það ekki þegar á hólminn er komið. „Það skýrir sennilega lægsta fylgi hans frá stofnun. Þetta er ekki flokkur fyrir frjálslynt fólk sem vill ábyrga efnahagsstjórn. Kannski mætti bara bjóða þeim sem enn eru eftir í Litla-Miðflokknum - og trúa á þessa stefnu - heim í Viðreisn,“ segir í færslu Þorbjargar.
Sjálfstæðisflokkurinn Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35 Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Á leið í flug og vildarpunktarnir eru útrunnir Óánægju gætir meðal ungra Sjálfstæðismanna í garð forystu flokksins ef marka má skrif Franklíns Ernis Kristjánssonar, sem situr í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. 2. september 2024 08:35
Sjálfstæðismenn óánægðir með það sem flokkurinn „hefur þurft að kyngja“ Diljá Mist Einarsdóttir og Jón Gunnarsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, segja stöðu Sjálfstæðisflokksins alvarlega og að það verði að bregðast við. Þau segja að á flokksráðsfundi hafi komið fram skýr krafa um að sjálfstæðisstefnan verði fyrirferðarmeiri. Samstarf við vinstriflokka sé fullreynt en þau gangi óbundin til kosninga. 2. september 2024 09:21