Æfðu viðbragð eftir stórt brunaslys með Bandaríkjaher Bjarki Sigurðsson skrifar 2. september 2024 23:02 Starfsmenn Landspítalans og liðsmenn Bandaríkjahers unnu saman í æfingunni. Vísir/Einar Viðbragðsaðilar á Íslandi ásamt Bandaríkjaher æfðu í dag viðbragð við því ef fjöldi fólks fengi alvarleg brunasár á sama tíma. Æfingin gekk vel að sögn þátttakenda sem margir hverjir brugðu sér í gervi sjúklinga. Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur farið fram hér á landi síðustu vikuna. Þetta er tvíhliða æfing Íslands og Bandaríkjanna sem fer bæði fram á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í æfingunni ásamt sveitum nokkurra aðildarríkja. Nokkrir hermenn „særðust“ við að bjarga fólkinu.Vísir/Einar Í dag var sett upp sviðsmynd á öryggissvæðinu við Ásbrú þar sem gönguhópur týndist við gosstöðvar og hlutu margir brunasár. Fjöldi fólks tók þátt í æfingunni. Liðsmenn Bandaríkjahers, starfsmenn Landspítalans, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og margir fleiri. Þeir „slösuðu“ voru hluti af gönguhóp við gossvæðið.Vísir/Einar Leikarar og nokkrir hermenn fóru í smink og voru með ýmis sár sem viðbragðsaðilar höfðu til meðferðar. Fólk lá á víð og dreif um svæðið og fengu aðhlynningu. Sumir voru rænulausir og aðrir með mikla líkamlega áverka. Sett var upp skurðstofa í rýminu.Vísir/Einar „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta er mjög mikilvægt. Samstarf, samvinna og samhæfing milli þessara aðila skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Marvin Ingólfsson er aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.Vísir/Einar Á gjörgæslu Landspítalans er ekki rými fyrir fleiri en tvo sjúklinga með alvarleg brunasár hverju sinni. „Fólk með alvarleg brunasár þarf þá að fara úr landi. Þá erum við með norrænt samstarf þar sem brunasjúklingar fara þá til Svíþjóðar eða Noregs, eftir því hvar er pláss,“ segir Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, sem tók þátt í æfingunni. Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/Einar Starfsfólk Landspítalans lærði mikið á æfingunni. „Við erum að sjá tækin og tólin sem þau eru með og við erum að fá allskonar hugmyndir hvernig við gætum bætt okkar tæki og tól. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Þórdís. Margir sjúklinganna voru með brunasár.Vísir/Einar Æfingin skilar slatta í bankann til ykkar? „Já, bara líka að sjá hvaða úrræði eru í boði. Þau eru í allt öðrum aðstæðum en við en við getum alveg lært af því hvernig þau gera hlutina.“ Sjúklingarnir voru fjölmargir.Vísir/Einar Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Bandaríkin Landspítalinn Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55 Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Varnaræfingin Norður-Víkingur hefur farið fram hér á landi síðustu vikuna. Þetta er tvíhliða æfing Íslands og Bandaríkjanna sem fer bæði fram á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins tekur þátt í æfingunni ásamt sveitum nokkurra aðildarríkja. Nokkrir hermenn „særðust“ við að bjarga fólkinu.Vísir/Einar Í dag var sett upp sviðsmynd á öryggissvæðinu við Ásbrú þar sem gönguhópur týndist við gosstöðvar og hlutu margir brunasár. Fjöldi fólks tók þátt í æfingunni. Liðsmenn Bandaríkjahers, starfsmenn Landspítalans, starfsmenn Landhelgisgæslunnar og margir fleiri. Þeir „slösuðu“ voru hluti af gönguhóp við gossvæðið.Vísir/Einar Leikarar og nokkrir hermenn fóru í smink og voru með ýmis sár sem viðbragðsaðilar höfðu til meðferðar. Fólk lá á víð og dreif um svæðið og fengu aðhlynningu. Sumir voru rænulausir og aðrir með mikla líkamlega áverka. Sett var upp skurðstofa í rýminu.Vísir/Einar „Þetta hefur gengið ljómandi vel. Þetta er mjög mikilvægt. Samstarf, samvinna og samhæfing milli þessara aðila skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir Marvin Ingólfsson, aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar. Marvin Ingólfsson er aðstoðarframkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar.Vísir/Einar Á gjörgæslu Landspítalans er ekki rými fyrir fleiri en tvo sjúklinga með alvarleg brunasár hverju sinni. „Fólk með alvarleg brunasár þarf þá að fara úr landi. Þá erum við með norrænt samstarf þar sem brunasjúklingar fara þá til Svíþjóðar eða Noregs, eftir því hvar er pláss,“ segir Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur, sem tók þátt í æfingunni. Þórdís Edda Hjartardóttir, bráðahjúkrunarfræðingur á Landspítalanum.Vísir/Einar Starfsfólk Landspítalans lærði mikið á æfingunni. „Við erum að sjá tækin og tólin sem þau eru með og við erum að fá allskonar hugmyndir hvernig við gætum bætt okkar tæki og tól. Samstarfið hefur gengið mjög vel,“ segir Þórdís. Margir sjúklinganna voru með brunasár.Vísir/Einar Æfingin skilar slatta í bankann til ykkar? „Já, bara líka að sjá hvaða úrræði eru í boði. Þau eru í allt öðrum aðstæðum en við en við getum alveg lært af því hvernig þau gera hlutina.“ Sjúklingarnir voru fjölmargir.Vísir/Einar
Öryggis- og varnarmál Reykjanesbær Utanríkismál Bandaríkin Landspítalinn Björgunarsveitir Landhelgisgæslan Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55 Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Æfa björgun á hafi, flutning slasaðra og pólsk flugskeytakerfi Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfingin Íslands og Bandaríkjanna, er nú í fullum gangi og mun standa yfir í og við Ísland fram yfir helgi. Fleiri bandalagsþjóðir taka einnig þátt í æfingunni en á næstu dögum verður meðal annars æfð björgun á hafi úti og flutningur á slösuðum með þyrlum til Keflavíkur. 28. ágúst 2024 10:55
Hersveitir, herskip og flugvélar á sveimi við Ísland næstu daga Varnaræfingin Norður-Víkingur, tvíhliða varnaræfing Íslands og Bandaríkjanna, hófst í gær og stendur yfir til þriðja september. Æfingin fer fram hér á landi og á hafsvæðinu umhverfis Ísland en auk Íslands og Bandaríkjanna taka þátt í æfingunni bandalagsríkin Danmörk, Frakkland, Holland, Noregur, Pólland og Portúgal. Þá tekur hluti fastaflota Atlantshafsbandalagsins þátt í æfingunni. 27. ágúst 2024 14:17