Verkföllin úrskurðuð ólögleg Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2024 13:00 Frá mótmælum í Tel Aviv í gær. AP/Ariel Schalit Dómstóll í Ísrael hefur komist að þeirri niðurstöðu að verkföll þar í landi, sem farið hefur verið í samhliða mótmælum þar sem fjöldi fólks hefur kallað eftir því að gert verði vopnahlé við leiðtoga Hamas í skiptum fyrir þá gísla sem vígamenn samtakanna halda enn, séu ólögleg. Leiðtogar verkalýðsfélaga hafa sagst ætla að una úrskurðinum en fjölskyldur gísla hafa kallað eftir áframhaldandi mótmælum, samkvæmt frétt Times of Israel. Miðillinn hefur eftir Arnon Bar-David, leiðtoga Histadrut, stærsta verkalýðsfélags landsins, að hann muni virða úrskurðinn. Hann kallaði eftir allsherjarverkfalli í gær og segir að mótmælin hafi sent mjög skýr skilaboð. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að mála mótmælin sem pólitísk hafi hundruð þúsunda sýnt samstöðu. Skipuleggjendur áætla að um hálf milljón manna hafi mótmælt víðsvegar um Ísrael. Sjá einnig: Ben Gurion lokað og ýmis starfsemi lömuð Mótmælin hafa víða verið töluvert umfangsmikil og hafa leitt til lokanna. Á ýmsum stöðum hefur farið minna fyrir mótmælunum en í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé til marks um pólitíska gjá í Ísrael. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi hafa eins og áður segir kallað eftir áframhaldandi mótmælum og verkföllum. „Þetta snýst ekki um verkföll. Þetta snýst um að bjarga þeim 101 gísl sem voru yfirgefnir af Netanjahú [Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra] síðasta fimmtudag,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunum. Þar vísa þau til ákvörðunar ráðherra ríkisstjórnar Netanjahú að halda áfram hernámi á svæði á Gasaströndinni sem leiðtogar Hamas vilja að Ísraelar hörfi frá. Talið er að um þriðjungur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas séu látnir. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. 1. september 2024 20:33 „Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. 1. september 2024 16:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Leiðtogar verkalýðsfélaga hafa sagst ætla að una úrskurðinum en fjölskyldur gísla hafa kallað eftir áframhaldandi mótmælum, samkvæmt frétt Times of Israel. Miðillinn hefur eftir Arnon Bar-David, leiðtoga Histadrut, stærsta verkalýðsfélags landsins, að hann muni virða úrskurðinn. Hann kallaði eftir allsherjarverkfalli í gær og segir að mótmælin hafi sent mjög skýr skilaboð. Þrátt fyrir að reynt hafi verið að mála mótmælin sem pólitísk hafi hundruð þúsunda sýnt samstöðu. Skipuleggjendur áætla að um hálf milljón manna hafi mótmælt víðsvegar um Ísrael. Sjá einnig: Ben Gurion lokað og ýmis starfsemi lömuð Mótmælin hafa víða verið töluvert umfangsmikil og hafa leitt til lokanna. Á ýmsum stöðum hefur farið minna fyrir mótmælunum en í frétt AP fréttaveitunnar segir að það sé til marks um pólitíska gjá í Ísrael. Fjölskyldur þeirra gísla sem enn eru í haldi hafa eins og áður segir kallað eftir áframhaldandi mótmælum og verkföllum. „Þetta snýst ekki um verkföll. Þetta snýst um að bjarga þeim 101 gísl sem voru yfirgefnir af Netanjahú [Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra] síðasta fimmtudag,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunum. Þar vísa þau til ákvörðunar ráðherra ríkisstjórnar Netanjahú að halda áfram hernámi á svæði á Gasaströndinni sem leiðtogar Hamas vilja að Ísraelar hörfi frá. Talið er að um þriðjungur þeirra gísla sem enn eru í haldi Hamas séu látnir.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. 1. september 2024 20:33 „Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. 1. september 2024 16:19 Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39 Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Fjöldamótmæli gegn Netanjahú vegna gíslanna Mótmælaalda hefur gengið yfir Ísrael eftir að sex gíslar í haldi Hamas fundust látnir. Reiðin beinist einkum að forsætisráðherra Ísraels og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls á morgun. 1. september 2024 20:33
„Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður Kapphlaup við tímann er nú hafið á Gasa, þar sem byrjað er að bólusetja við lömunarveiki. Barnalæknir segir verkefnið gríðarerfitt og að bólusetningarnar einar og sér dugi ekki. Sex gíslar Hamas-samtakanna fundust látnir í hernaðaraðgerð Ísraelsmanna í dag og eru sagðir hafa verið drepnir skömmu áður en herinn náði til þeirra. 1. september 2024 16:19
Sex gíslar fundust látnir Sex einstaklingar sem voru teknir í gíslingu Hamas 7. október fundust látnir á Gasaströndinni í gær. Ísraelski herinn sagðist hafa fundið líkin í hernaðaraðgerð í neðanjarðargöngum í Rafah. 1. september 2024 08:39
Láta af átökum í þrjá daga til að greiða fyrir bólusetningum Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir Ísrael og Hamas hafa samþykkt að láta af átökum á Gasa til að greiða fyrir bólusetningu barna gegn mænusótt. Bólusetningar eiga að hefjast á sunnudag. 30. ágúst 2024 06:41