Fyrsti kosningasigur öfgahægriflokks frá seinna stríði Kjartan Kjartansson skrifar 1. september 2024 21:38 Björn Höcke, oddviti AfD í Þýringalandi, hlaut nýlega dóm fyrir að nota vísvitandi nasistaslagorð. Hann hefur áfrýjað dómnum. AP/Michael Kappeler/DPA Öfgahægriflokkurinn Valkostur fyrir Þýskaland (AfD) vann sínar fyrstu sambandslandskosningar í dag. Þrátt fyrir að ólíklegt sé að flokkurinn komist í stjórn er þetta fyrsti sigur hægriöfgaflokks í Þýskalandi eftir síðari heimsstyrjöldina. Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að AfD hafi fengið um þriðjung atkvæða í Þýringalandi í Austur-Þýskalandi í sambandslandskosningum sem fóru fram þar í dag. Flokkurinn er með töluvert forskot á Kristilega demókrata (CDU), stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í landsmálunum, sem virðist ætla að fá um fjórðung atkvæðanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er staðan hnífjöfn í nágrannasambandslandinu Saxlandi. AfD og CDU fá þar um 31 prósent hvor flokkur ef marka má útgönguspár. Ríkisstjórnarflokkar Þýskalands fóru afar illa út úr kosningunum en ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara er fádæma óvinsæl. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD að loknum kosningum sem er talið líklegt til þess að torvelda stjórnarmyndum í sambandslöndunum. Vaxandi andúð á innflytjendum, óánægja með landsstjórnina og efasemdir um hernaðaraðstoð við Úkraínu eru sagðar skýra uppgang bæði AfD og nýs vinstriflokks Söruh Wagenknecht, fyrrverandi þingsmanns Vinstrisins. Wagenknecht hefur gagnrýnt harðlega stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hún útilokaði í dag að vinna með AfD og sagðist vonast eftir að mynda stjórn með CDU. Stjórnvöld í Kreml hafa verið sögð styðja við bakið á bæði hægri- og vinstrijaðaröflum í Þýskalandi, meðal annars til þess að grafa undan stuðningnum við Úkraínu. Austur-Þýskaland er helsta vígi AfD. Þýska leyniþjónustan fylgist með starfi flokksins í Saxlandi og Þýringalandi á grundvelli laga sem heimila eftirlit með þekktum hægriöfgahópum. Björn Höcke, leiðtogi flokksins í Þýringalandi, var nýlega sakfelldur fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á kosningafundi. Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Sjá meira
Útgönguspár og fyrstu tölur benda til þess að AfD hafi fengið um þriðjung atkvæða í Þýringalandi í Austur-Þýskalandi í sambandslandskosningum sem fóru fram þar í dag. Flokkurinn er með töluvert forskot á Kristilega demókrata (CDU), stærsta stjórnarandstöðuflokkinn í landsmálunum, sem virðist ætla að fá um fjórðung atkvæðanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Þá er staðan hnífjöfn í nágrannasambandslandinu Saxlandi. AfD og CDU fá þar um 31 prósent hvor flokkur ef marka má útgönguspár. Ríkisstjórnarflokkar Þýskalands fóru afar illa út úr kosningunum en ríkisstjórn Olafs Scholz kanslara er fádæma óvinsæl. Aðrir flokkar hafa útilokað samstarf við AfD að loknum kosningum sem er talið líklegt til þess að torvelda stjórnarmyndum í sambandslöndunum. Vaxandi andúð á innflytjendum, óánægja með landsstjórnina og efasemdir um hernaðaraðstoð við Úkraínu eru sagðar skýra uppgang bæði AfD og nýs vinstriflokks Söruh Wagenknecht, fyrrverandi þingsmanns Vinstrisins. Wagenknecht hefur gagnrýnt harðlega stuðning Þýskalands við Úkraínu. Hún útilokaði í dag að vinna með AfD og sagðist vonast eftir að mynda stjórn með CDU. Stjórnvöld í Kreml hafa verið sögð styðja við bakið á bæði hægri- og vinstrijaðaröflum í Þýskalandi, meðal annars til þess að grafa undan stuðningnum við Úkraínu. Austur-Þýskaland er helsta vígi AfD. Þýska leyniþjónustan fylgist með starfi flokksins í Saxlandi og Þýringalandi á grundvelli laga sem heimila eftirlit með þekktum hægriöfgahópum. Björn Höcke, leiðtogi flokksins í Þýringalandi, var nýlega sakfelldur fyrir að nota vísvitandi slagorð nasista á kosningafundi.
Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Sjá meira
Framámaður AfD sektaður fyrir að nota slagorð nasista Björn Höcke, leiðtogi hins öfgafulla þýska stjórnmálaflokks Valkosts fyrir Þýskaland í Þýringalandi, hefur verið dæmdur til að greiða sekt fyrir að hafa notað eitt af slagorðum brúnstakka nasistanna á stuðningsmannafundi. 14. maí 2024 22:59