„Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. ágúst 2024 14:18 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segist mest allra bera ábyrgð á dræmu fylgi flokksins eins og það mælist í skoðanakönnunum. Mælingar séu þó aðeins vísbending um stöðuna hverju sinni og ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Auglýsing SUS sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.Skjáskot Þetta sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í upphafi ræðu sem hann flytur á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram á hótel Hilton í dag. Hann sagðist ekki annað geta en byrjað á að ræða það „sem allir eru að hugsa um.“ Fylgi flokksins hefur undanfarna mánuði hægt og rólega minnkað og mældist nú síðast í skoðanakönnun Maskínu 13,9 prósent. Flokkurinn er þar með kominn undir Miðflokkinn, sem mældist með 15,3 prósent, þó munurinn sé ekki marktækur. Ungir sjálfstæðismenn eru uggandi yfir stöðunni, eins og líklega fleiri innan flokksins, en þeir birtu heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem bent var á stöðuna og forystan spurð hvernig bregðast eigi við. Eins sagði Vilhjálmur Árnason ritari flokksins í viðtali á Bylgjunni í gær að staðan sé óviðunandi. Enginn ber meiri ábyrgð á því en ég sem formaður flokksins, þetta er alveg skýrt og sjálfsagt. Við látum skoðanakannanir ekki stjórna störfum okkar en við leiðum þær heldur ekki hjá okkur eða reynum að gera lítið úr þeim,“ sagði Bjarni. „Fylgið hefur lækkað, fylgið er óviðunandi. Við því verður að bregðast. Kannanir eru hins vegar ekki forlög eða óumflýjanleg niðurstaða, það sanna dæmin. Síðast í sumar í forsetakosningunum, að skoðanakannanir gefa vísbendingu um stöðuna á einum tímapunkti en eru ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Ég lít svo á að staðan sé opin.“ Segir flokkinn hafa haft skýrt umboð Hann segir alla vita að það gerist ekki að sjálfu sér. Því sé spurningin sú hvernig sjálfstæðismenn ætli að bregðast við stöðunni. „Hvað gera íþróttalið sem mæta mótbyr og ganga í gegnum erfið tímabil? Við leggjumst ekki flöt á völlinn og bendum fingrum. Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni. Allt byrjar á því, án þess gerist ekki neitt. Sundurleitur ósamstæður hópur nær aldrei neinum árangri. Um það vitnar stjórnmálasaga vinstri flokkanna á Íslandi.“ Hann segist hafa heyrt að ríkisstjórnarsamstarfið skaði flokkinn og honum takist ekki að koma málum sínum á framfæri. Hann skilji hvað átt sé við en minnir á að fyrir síðustu kosningar hafi ríkisstjórnarflokkarnir þrír - Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn - sagst vilja halda samstarfi áfram og hafi fengið til þess umboð. „Eftir því var hreinlega kallað. Stjórnarandstaðan var í molum. Enda kom það upp úr kössunum, enn og aftur, við fengum flest atkvæði. Skýrt umboð og við tókum áframhaldandi ábyrgð á stjórn landsins í samstarfi við þessa flokka.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Auglýsing SUS sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.Skjáskot Þetta sagði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins í upphafi ræðu sem hann flytur á Flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram á hótel Hilton í dag. Hann sagðist ekki annað geta en byrjað á að ræða það „sem allir eru að hugsa um.“ Fylgi flokksins hefur undanfarna mánuði hægt og rólega minnkað og mældist nú síðast í skoðanakönnun Maskínu 13,9 prósent. Flokkurinn er þar með kominn undir Miðflokkinn, sem mældist með 15,3 prósent, þó munurinn sé ekki marktækur. Ungir sjálfstæðismenn eru uggandi yfir stöðunni, eins og líklega fleiri innan flokksins, en þeir birtu heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu í morgun þar sem bent var á stöðuna og forystan spurð hvernig bregðast eigi við. Eins sagði Vilhjálmur Árnason ritari flokksins í viðtali á Bylgjunni í gær að staðan sé óviðunandi. Enginn ber meiri ábyrgð á því en ég sem formaður flokksins, þetta er alveg skýrt og sjálfsagt. Við látum skoðanakannanir ekki stjórna störfum okkar en við leiðum þær heldur ekki hjá okkur eða reynum að gera lítið úr þeim,“ sagði Bjarni. „Fylgið hefur lækkað, fylgið er óviðunandi. Við því verður að bregðast. Kannanir eru hins vegar ekki forlög eða óumflýjanleg niðurstaða, það sanna dæmin. Síðast í sumar í forsetakosningunum, að skoðanakannanir gefa vísbendingu um stöðuna á einum tímapunkti en eru ekki ávísun á niðurstöðu í kosningum. Ég lít svo á að staðan sé opin.“ Segir flokkinn hafa haft skýrt umboð Hann segir alla vita að það gerist ekki að sjálfu sér. Því sé spurningin sú hvernig sjálfstæðismenn ætli að bregðast við stöðunni. „Hvað gera íþróttalið sem mæta mótbyr og ganga í gegnum erfið tímabil? Við leggjumst ekki flöt á völlinn og bendum fingrum. Við snúum bökum saman og náum tökum á stöðunni. Allt byrjar á því, án þess gerist ekki neitt. Sundurleitur ósamstæður hópur nær aldrei neinum árangri. Um það vitnar stjórnmálasaga vinstri flokkanna á Íslandi.“ Hann segist hafa heyrt að ríkisstjórnarsamstarfið skaði flokkinn og honum takist ekki að koma málum sínum á framfæri. Hann skilji hvað átt sé við en minnir á að fyrir síðustu kosningar hafi ríkisstjórnarflokkarnir þrír - Sjálfstæðisflokkur, Framsókn og Vinstri græn - sagst vilja halda samstarfi áfram og hafi fengið til þess umboð. „Eftir því var hreinlega kallað. Stjórnarandstaðan var í molum. Enda kom það upp úr kössunum, enn og aftur, við fengum flest atkvæði. Skýrt umboð og við tókum áframhaldandi ábyrgð á stjórn landsins í samstarfi við þessa flokka.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Skoðanakannanir Tengdar fréttir Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32 Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25 Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Sjá meira
Bein útsending: Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á hótel Hilton í dag. Hann hefst klukkan 13 og verður beint streymi frá hluta fundarins. 31. ágúst 2024 12:32
Skynsamlegast fyrir stjórnarflokkana að segja satt um samstarfið Fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins telur skynsamlegast að ríkisstjórnarflokkarnir myndu viðurkenna að ekki verði lengra komist í núverandi stjórnarsamstarfi, og gengið yrði til kosninga. Uppstokkun í forystu Sjálfstæðisflokksins ein og sér myndi líklega ekki nægja til að auka við fylgi hans, að mati stjórnmálafræðiprófessors. 31. ágúst 2024 12:25
Svarar engu um framboð til formanns Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. 30. ágúst 2024 13:05
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent