Lokar fyrir aðgang að X í Brasilíu Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 21:08 Alexandre de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, hefur velgt Elon Musk og X undir uggum undanfarin misseri. AP/Eraldo Peres Hæstiréttardómari í Brasilíu fyrirskipaði að aðgangi að samfélagsmiðlinum X skyldi lokað í landinu eftir að fyrirtækið hunsaði tilskipun hans um að tilnefna löglegan fulltrúa þar. Málið tengist því að X neitaði að verða við dómsúrskurðum um að loka skyldi á notendur sem dreifa fölskum upplýsingum á miðlinum. X, sem áður hét Twitter, hefur ekki átt opinberan fulltrúa í Brasilíu frá því að fyrrverandi fulltrúi fyrirtækisins hætti fyrr í þessum mánuði. Alexander de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, gaf X frest fram á gærkvöldið til þess að tilnefna fulltrúa vegna rannsóknar á miðlinum í tengslum við upplýsingafals og hatursáróður. De Moraes gaf út tilskipun í dag um að lokað yrði á X í Brasilíu þar til fyrirtækið verður við tilskipun hans um að tilnefna fulltrúa í landinu og greiðir dagsektir sem því voru gerðar. AP-fréttastofan segir að það byggi á lögum sem kveða á um að erlend fyrirtæki verði að hafa löglegan fulltrúa í landinu sem hægt sé að láta vita af dómsmálum sem koma upp og varða fyrirtækin. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað de Moraes um að brjóta lög og að reyna að ritskoða pólitíska andstæðinga hans. Hann birti meðal annars tölvuteiknaða mynd af dómaranum á bak við lás og slá á X-reikningi sínum í vikunni. Deilan hófst með því að brasilíski dómarinn skipaði X að loka á tiltekna notendur sem voru til rannsóknar fyrir að dreifa upplýsingafalsi og ala á hatri. Musk brást við með því að loka skrifstofum X í Brasilíu og aflétta banni af notendum sem höfðu verið settir út af sakramentinu. AP segir að meirihluti hæstaréttar í Brasilíu standi með de Moraes. Stuðningsmenn hans segja að hann hafi gripið til nauðsynlegra varna fyrir brasilískt lýðræði sem sé ógnað um þessar mundir. Á meðal þeirra sem dómarinn skipaði X að banna voru ýmsir þingmenn flokks Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta. Stuðningsmenn hans gerðu árás á brasilíska þinghúsið eftir að hann tapaði forsetakosningum í janúar í fyrra. X (Twitter) Brasilía Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
X, sem áður hét Twitter, hefur ekki átt opinberan fulltrúa í Brasilíu frá því að fyrrverandi fulltrúi fyrirtækisins hætti fyrr í þessum mánuði. Alexander de Moraes, forseti hæstaréttar Brasilíu, gaf X frest fram á gærkvöldið til þess að tilnefna fulltrúa vegna rannsóknar á miðlinum í tengslum við upplýsingafals og hatursáróður. De Moraes gaf út tilskipun í dag um að lokað yrði á X í Brasilíu þar til fyrirtækið verður við tilskipun hans um að tilnefna fulltrúa í landinu og greiðir dagsektir sem því voru gerðar. AP-fréttastofan segir að það byggi á lögum sem kveða á um að erlend fyrirtæki verði að hafa löglegan fulltrúa í landinu sem hægt sé að láta vita af dómsmálum sem koma upp og varða fyrirtækin. Elon Musk, eigandi X, hefur sakað de Moraes um að brjóta lög og að reyna að ritskoða pólitíska andstæðinga hans. Hann birti meðal annars tölvuteiknaða mynd af dómaranum á bak við lás og slá á X-reikningi sínum í vikunni. Deilan hófst með því að brasilíski dómarinn skipaði X að loka á tiltekna notendur sem voru til rannsóknar fyrir að dreifa upplýsingafalsi og ala á hatri. Musk brást við með því að loka skrifstofum X í Brasilíu og aflétta banni af notendum sem höfðu verið settir út af sakramentinu. AP segir að meirihluti hæstaréttar í Brasilíu standi með de Moraes. Stuðningsmenn hans segja að hann hafi gripið til nauðsynlegra varna fyrir brasilískt lýðræði sem sé ógnað um þessar mundir. Á meðal þeirra sem dómarinn skipaði X að banna voru ýmsir þingmenn flokks Jairs Bolsonaro, fyrrverandi forseta. Stuðningsmenn hans gerðu árás á brasilíska þinghúsið eftir að hann tapaði forsetakosningum í janúar í fyrra.
X (Twitter) Brasilía Tjáningarfrelsi Samfélagsmiðlar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira