Hefðu getað komið í veg fyrir árásina með leyfi bandamanna Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2024 18:24 Íbúðarblokk í Kharkív brennur eftir að rússnesk svifsprengja lenti á henni í dag. Unglingsstúlka er sögð látin og nokkur börn særð. Vísir/Getty Forseti Úkraínu segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir mannskæða sprengjuárás Rússa á Kharkív í dag ef vestrænir bandamenn leyfðu Úkraínumönnum að gera árásir á rússneska herflugvelli. Börn létust og særðust í árásinni. Fjórtán ára gömul stúlka er á meðal að minnsta kosti fimm óbreyttra borgara sem féllu þegar Rússar gerðu árás á borgina Kharkív í Austur-Úkraínu í dag. Rússneskar svifsprengjur lentu meðal annars á leikvelli og íbúðablokk í þessari næststærstu borg landsins. Tæplega sextíu til viðbótar særðust í árásinni, að sögn Olegs Sinegubov, héraðsstjóra Kharkív. Af þeim sagði hann tuttugu alvarlega særða. Af sumum þyrfti að fjarlægja útlimi. Níu börn væru á meðal þeirra sem særðust. Sinegubov sagði að árásin hefði verið gerð frá Belgorod, handan landamæranna í Rússlandi, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að Rússar hafi notað svonefndar svifsprengjur sem er sleppt úr flugvélum. Hún hefur jafnframt eftir Sinegubov að sex séu látnir. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að Rússar hefðu ráðast á „venjulegt fólk“ í Kharkív. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef Úkraínumenn fengu leyfi frá vestrænum bandamönnum sínum til þess að ráðast á rússneska herflugvelli þaðan sem flugvélarnar sem sleppa svifsprengjunum eru gerðar út. „Við þurfum sterkar ákvarðanir frá bandamönnum okkar til þess að stöðva þennan hrylling,“ sagði Selenskíj og kallaði eftir auknum loftvörnum og langdrægum vopnum á samfélagsmiðlum í dag. The Russian strike on Kharkiv directly on people, on ordinary house. All services are currently engaged in the rescue operation. I thank everyone who is helping to save lives at this moment.This strike was carried out using a Russian guided aerial bomb—a strike that could have… pic.twitter.com/ydRfqPju6n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 30, 2024 Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að gera þyrfti Rússa ábyrga fyrir stríðsglæpum sem þeir hefðu framið í Kharkív. Bandaríkjastjórn hefur aðeins veitt Úkraínumönnum heimild til þess að ráðast á skotmörk í Rússlandi nálægt Kharkív og aðeins til þess að svara rússneskum árásum eða til þess að fyrirbyggja þær. Úkraínumenn fengu nokkrar F-16 orrustuþotur frá Bandaríkjastjórn. Ein þeirra hrapaði á ónefndum stað í Úkraínu á mánudag.AP/Efrem Lukatsky Selenskíj rak fyrr í dag yfirmann flughersins, fjórum dögum eftir að flugmaður bandarískra F-16 orrustuþotu fórst þegar hún hrapaði í sprengjuárás Rússa. Herforinginn hafði áður sakað þingkonu sem gaf í skyn að bandarísk Patriot-stýriflaug sem Úkraínumenn nota hafi hæft þotuna fyrir mistök um ærumeiðingar. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki neitað því beint að bandarísk eldflaug hafi grandað þotunni. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Fjórtán ára gömul stúlka er á meðal að minnsta kosti fimm óbreyttra borgara sem féllu þegar Rússar gerðu árás á borgina Kharkív í Austur-Úkraínu í dag. Rússneskar svifsprengjur lentu meðal annars á leikvelli og íbúðablokk í þessari næststærstu borg landsins. Tæplega sextíu til viðbótar særðust í árásinni, að sögn Olegs Sinegubov, héraðsstjóra Kharkív. Af þeim sagði hann tuttugu alvarlega særða. Af sumum þyrfti að fjarlægja útlimi. Níu börn væru á meðal þeirra sem særðust. Sinegubov sagði að árásin hefði verið gerð frá Belgorod, handan landamæranna í Rússlandi, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. AP-fréttastofan segir að Rússar hafi notað svonefndar svifsprengjur sem er sleppt úr flugvélum. Hún hefur jafnframt eftir Sinegubov að sex séu látnir. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sagði að Rússar hefðu ráðast á „venjulegt fólk“ í Kharkív. Hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef Úkraínumenn fengu leyfi frá vestrænum bandamönnum sínum til þess að ráðast á rússneska herflugvelli þaðan sem flugvélarnar sem sleppa svifsprengjunum eru gerðar út. „Við þurfum sterkar ákvarðanir frá bandamönnum okkar til þess að stöðva þennan hrylling,“ sagði Selenskíj og kallaði eftir auknum loftvörnum og langdrægum vopnum á samfélagsmiðlum í dag. The Russian strike on Kharkiv directly on people, on ordinary house. All services are currently engaged in the rescue operation. I thank everyone who is helping to save lives at this moment.This strike was carried out using a Russian guided aerial bomb—a strike that could have… pic.twitter.com/ydRfqPju6n— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 30, 2024 Bridget Brink, sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, sagði að gera þyrfti Rússa ábyrga fyrir stríðsglæpum sem þeir hefðu framið í Kharkív. Bandaríkjastjórn hefur aðeins veitt Úkraínumönnum heimild til þess að ráðast á skotmörk í Rússlandi nálægt Kharkív og aðeins til þess að svara rússneskum árásum eða til þess að fyrirbyggja þær. Úkraínumenn fengu nokkrar F-16 orrustuþotur frá Bandaríkjastjórn. Ein þeirra hrapaði á ónefndum stað í Úkraínu á mánudag.AP/Efrem Lukatsky Selenskíj rak fyrr í dag yfirmann flughersins, fjórum dögum eftir að flugmaður bandarískra F-16 orrustuþotu fórst þegar hún hrapaði í sprengjuárás Rússa. Herforinginn hafði áður sakað þingkonu sem gaf í skyn að bandarísk Patriot-stýriflaug sem Úkraínumenn nota hafi hæft þotuna fyrir mistök um ærumeiðingar. Úkraínsk stjórnvöld hafa ekki neitað því beint að bandarísk eldflaug hafi grandað þotunni.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Tengdar fréttir Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40 Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Lítil stelpa á leikvelli lést í sprengjuárás Fjórtán ára gömul stelpa sem stödd var á leikvelli er meðal fimm látinna í Kharkiv borg í Úkraínu eftir sprengjuárásir Rússa. Fjörutíu til viðbótar hafa slasast vegna árásanna það sem af er degi. 30. ágúst 2024 15:40