Svarar engu um framboð til formanns Oddur Ævar Gunnarsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. ágúst 2024 13:05 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Arnar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki geta tekið afstöðu til þess í dag hvort hann bjóði sig aftur fram til formanns í flokknum. Hann meti stöðuna þegar nær dregur landsfundi í febrúar. Bjarni segist mjög óánægður með 13,9 prósenta fylgi flokksins í nýrri könnun Maskínu. Hann segir að lyfta þurfi stefnumálum flokksins hærra. „Við erum mjög óánægð með að mælast þetta lág og verðum að taka það til okkar að við erum ekki að ná í gegn. Það hafa verið krefjandi aðstæður, meðal annars út af verðbólgunni, sem eru ekki að hjálpa okkur í þessu tilliti en nú er hún að lækka og við ætlum að halda áfram í baráttunni fyrir því að bæta lífskjörin.“ Aldrei tekið sinni stöðu sem sjálfsögðum hlut Bjarni segist aldrei hafa tekið sinni stöðu sem forrystumanns í flokknum sem sjálfsögðum hlut. Menn sem þekki söguna viti að hann hafi alltaf af auðmýkt boðið sína krafta fram. „Þannig verður það næst, að ég mun hugsa til landsfundarins sem uppgjörs, sem tækifæri flokksmanna til þess að velja forrystu inn í framtíðina. En í millitíðinni, áður en til landsfundar kemur, þá er ég að vinna alla daga, hörðum höndum að því að snúa þeirri stöðu við sem við horfum fram á í dag.“ Ætlarðu að gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundinum? „Það er mál sem ég verð að taka afstöðu til þegar nær dregur. Í dag er ég hér að starfa sem forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem er með stjórnarsáttmála og þingið framundan, það eru verkefnin sem ég ætla að einbeita mér að núna og svo met ég stöðuna þegar nær dregur.“ Enginn beri meiri ábyrgð Bjarni segir engan bera meiri ábyrgð á stöðu flokksins heldur en formaður hans. Hann segist taka það til sín. „Ég er hinsvegar í baráttunni. Ég er alla daga að mæta til vinnu til þess að hafa áhrif, stefna flokksins nái í gegn. Sú barátta stendur yfir og ég er bjartsýnn á að við getum notað tímann til þess að ná árangri, getum snúið þessari stöðu við.“ Skerpa þurfi á stefnumálum flokksins í samtali við þjóðina og stilla upp öflugum framboðslistum um allt land. Fara í samtal um þau gildi sem flokkurinn trúi að skipti mestu fyrir þjóðina inn í framtíðina. Yfirlit yfir fylgi flokka í könnunum Maskínu.Grafík/Sara Mikill þorsti í að ræða stöðuna Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun. Bjarni segist halda að það sé mikill þorsti hjá flokksmönnum að ræða stöðu flokksins. Hvernig flokkurinn eigi að bregðast við og hvað sé líklegast til að tryggja áframhaldandi árangur fyrir flokkinn. „Við segjum gjarnan og við teljum að sagan sýni það að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel þá gengur þjóðinni vel, þess vegna teljum við að það sé gríðarlega mikið undir.“ Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira
Bjarni segist mjög óánægður með 13,9 prósenta fylgi flokksins í nýrri könnun Maskínu. Hann segir að lyfta þurfi stefnumálum flokksins hærra. „Við erum mjög óánægð með að mælast þetta lág og verðum að taka það til okkar að við erum ekki að ná í gegn. Það hafa verið krefjandi aðstæður, meðal annars út af verðbólgunni, sem eru ekki að hjálpa okkur í þessu tilliti en nú er hún að lækka og við ætlum að halda áfram í baráttunni fyrir því að bæta lífskjörin.“ Aldrei tekið sinni stöðu sem sjálfsögðum hlut Bjarni segist aldrei hafa tekið sinni stöðu sem forrystumanns í flokknum sem sjálfsögðum hlut. Menn sem þekki söguna viti að hann hafi alltaf af auðmýkt boðið sína krafta fram. „Þannig verður það næst, að ég mun hugsa til landsfundarins sem uppgjörs, sem tækifæri flokksmanna til þess að velja forrystu inn í framtíðina. En í millitíðinni, áður en til landsfundar kemur, þá er ég að vinna alla daga, hörðum höndum að því að snúa þeirri stöðu við sem við horfum fram á í dag.“ Ætlarðu að gefa kost á þér til áframhaldandi formennsku á landsfundinum? „Það er mál sem ég verð að taka afstöðu til þegar nær dregur. Í dag er ég hér að starfa sem forsætisráðherra, í ríkisstjórn sem er með stjórnarsáttmála og þingið framundan, það eru verkefnin sem ég ætla að einbeita mér að núna og svo met ég stöðuna þegar nær dregur.“ Enginn beri meiri ábyrgð Bjarni segir engan bera meiri ábyrgð á stöðu flokksins heldur en formaður hans. Hann segist taka það til sín. „Ég er hinsvegar í baráttunni. Ég er alla daga að mæta til vinnu til þess að hafa áhrif, stefna flokksins nái í gegn. Sú barátta stendur yfir og ég er bjartsýnn á að við getum notað tímann til þess að ná árangri, getum snúið þessari stöðu við.“ Skerpa þurfi á stefnumálum flokksins í samtali við þjóðina og stilla upp öflugum framboðslistum um allt land. Fara í samtal um þau gildi sem flokkurinn trúi að skipti mestu fyrir þjóðina inn í framtíðina. Yfirlit yfir fylgi flokka í könnunum Maskínu.Grafík/Sara Mikill þorsti í að ræða stöðuna Flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun. Bjarni segist halda að það sé mikill þorsti hjá flokksmönnum að ræða stöðu flokksins. Hvernig flokkurinn eigi að bregðast við og hvað sé líklegast til að tryggja áframhaldandi árangur fyrir flokkinn. „Við segjum gjarnan og við teljum að sagan sýni það að þegar Sjálfstæðisflokknum gengur vel þá gengur þjóðinni vel, þess vegna teljum við að það sé gríðarlega mikið undir.“
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Sjá meira