Ekki einu sinni götusópararnir finna símann Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. ágúst 2024 15:05 Sandra með símann sem hvarf henni sjónum í tökum í gær. Skemmtikrafturinn, framleiðandinn og leikarinn Sandra Barilli glataði símanum sínum við tökur á sjónvarpsþáttunum IceGuys í gær. Hún var í miðjum tökum með Herra Hnetusmjör og hafði í andartak lagt símann frá sér ofan á þaki bíls sem svo óheppilega vildi til að keyrði í burtu. „Ég hef enn ekki fundið hann. Hann er horfinn, hann hvarf og meira að segja götusóparar Reykjavíkur fundu hann ekki, þannig ég hef ekki hugmynd um hvar hann er,“ segir Sandra hlæjandi í samtali við Vísi. Hún hefur húmor fyrir óhappinu sem átti sér stað á Laufásvegi í gær. Þar var Sandra enn og aftur í landsþekktu hlutverki sínu sem umboðsmaðurinn Mollý í annarri seríu um strákabandið IceGuys sem nú er í bígerð. Ása Dýradóttir bassaleikari í Mammút og vinkona Söndru auglýsti eftir símanum í íbúahópi Miðborgarinnar. „Sæl öll, aðal konan mín setti síma á þak bíls á meðan hún var eitthvað að athafna sig kl 16:30 í gær á Laufásvegi fyrir neðan Söngskólann í Reykjavík, og bíllinn keyrði burt eins og bílar gera,“ skrifar Ása í færslunni. Þar kemur fram að líklegast hafi verið um ljósgráan smábíl að ræða, þó það sé ekki alveg víst. Síminn er iPhone, af gerðinni XS Max og er í fjólubláu hulstri. „Það er agalegt að fá ekki stöðug skilaboð frá henni yfir daginn, við leitum allra leiða til að finna blessaðan símann. Ef einhver hefur rekist á gripinn, endilega sendið mér skilaboð.“ „Ég var í tökum með Herra Hnetusmjör og ákvað að leggja hann frá mér ofan á bíl sem ég gerði síðast fyrir fimmtán árum,“ segir Sandra hlæjandi. „Ég hugsa bara að hann hafi verið að fara frá mér til þess að deyja, eins og köttur. Hann þorði ekki að gera það fyrir framan mig.“ Bíó og sjónvarp Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira
„Ég hef enn ekki fundið hann. Hann er horfinn, hann hvarf og meira að segja götusóparar Reykjavíkur fundu hann ekki, þannig ég hef ekki hugmynd um hvar hann er,“ segir Sandra hlæjandi í samtali við Vísi. Hún hefur húmor fyrir óhappinu sem átti sér stað á Laufásvegi í gær. Þar var Sandra enn og aftur í landsþekktu hlutverki sínu sem umboðsmaðurinn Mollý í annarri seríu um strákabandið IceGuys sem nú er í bígerð. Ása Dýradóttir bassaleikari í Mammút og vinkona Söndru auglýsti eftir símanum í íbúahópi Miðborgarinnar. „Sæl öll, aðal konan mín setti síma á þak bíls á meðan hún var eitthvað að athafna sig kl 16:30 í gær á Laufásvegi fyrir neðan Söngskólann í Reykjavík, og bíllinn keyrði burt eins og bílar gera,“ skrifar Ása í færslunni. Þar kemur fram að líklegast hafi verið um ljósgráan smábíl að ræða, þó það sé ekki alveg víst. Síminn er iPhone, af gerðinni XS Max og er í fjólubláu hulstri. „Það er agalegt að fá ekki stöðug skilaboð frá henni yfir daginn, við leitum allra leiða til að finna blessaðan símann. Ef einhver hefur rekist á gripinn, endilega sendið mér skilaboð.“ „Ég var í tökum með Herra Hnetusmjör og ákvað að leggja hann frá mér ofan á bíl sem ég gerði síðast fyrir fimmtán árum,“ segir Sandra hlæjandi. „Ég hugsa bara að hann hafi verið að fara frá mér til þess að deyja, eins og köttur. Hann þorði ekki að gera það fyrir framan mig.“
Bíó og sjónvarp Grín og gaman Reykjavík Mest lesið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Bíó og sjónvarp Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fleiri fréttir Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Sjá meira