Sanna orðin vinsælust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. ágúst 2024 11:51 Sanna Magdalena getur leyft sér að brosa eftir nýjustu tölur Maskínu yfir þá borgarfulltrúa sem borgarbúar telja standa sig best. Vísir/Vilhelm Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna hækkar lítillega frá því í mars. Sanna Magdalena Mörtudóttir þykir hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta kemur fram í borgarvita Maskínu. Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mælist 53,8 prósent og hækkar um 2,5 prósentustig. Hækkunin kemur fram hjá Viðreisn á meðan hinir flokkarnir standa í stað. Alls finnst 44 prósent borgarbúa meirihlutinn hafa staðið sig illa og 42 prósent segja það sama um minnihlutann. Átján prósent eru ánægð með störf meirihlutans en tíu prósent með störf minnihlutans. Um 23 prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og svipað hlutfall óánægt. Stærstur hluti borgarbúa er í meðallagi ánægður eða óánægður með störf hans. Ánægjan er öllu meiri vestan Elliðaáa þar sem um fjórðungur er ánægður. Austan ánna eru 37 prósent óánægð með störf borgarstjóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista þykir hafa staðið sig best að mati 18 prósenta borgarbúa. Dagur B. Eggertsson kveður efsta sætið en er í því öðru með atkvæði 16 prósent borgarbúa. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er svo þriðja með 14 prósent. Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag segjast 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Píratar og Viðreisn með 12 prósent. Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkur fengju átta prósent, Flokkur fólksins sex prósent og að lokum Framsókn og Vinstri græn á botninum með fjögur og þrjú prósent. Mestu breytingarnar frá síðustu könnun í mars eru hjá Sjálfstæðisflokknum sem missir þrjú prósent og Viðreisn sem mætir við sig þremur prósentum. Athygli vekur að Framsókn, sem fékk 19 prósent atkvæða í kosningunum 2022 og var óumdeildur sigurvegari kosninganna, tapaði fljótlega fylgi sínu og hefur mælst með fjögur prósent undanfarið ár. Gögnin í heild má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl 2024-08-Borgarviti_MaskínuPDF1.7MBSækja skjal Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Þetta kemur fram í borgarvita Maskínu. Samanlagt fylgi borgarstjórnarflokkanna Framsóknar, Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar mælist 53,8 prósent og hækkar um 2,5 prósentustig. Hækkunin kemur fram hjá Viðreisn á meðan hinir flokkarnir standa í stað. Alls finnst 44 prósent borgarbúa meirihlutinn hafa staðið sig illa og 42 prósent segja það sama um minnihlutann. Átján prósent eru ánægð með störf meirihlutans en tíu prósent með störf minnihlutans. Um 23 prósent borgarbúa eru ánægð með störf Einars Þorsteinssonar borgarstjóra og svipað hlutfall óánægt. Stærstur hluti borgarbúa er í meðallagi ánægður eða óánægður með störf hans. Ánægjan er öllu meiri vestan Elliðaáa þar sem um fjórðungur er ánægður. Austan ánna eru 37 prósent óánægð með störf borgarstjóra. Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalista þykir hafa staðið sig best að mati 18 prósenta borgarbúa. Dagur B. Eggertsson kveður efsta sætið en er í því öðru með atkvæði 16 prósent borgarbúa. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins er svo þriðja með 14 prósent. Ef kosið yrði til sveitastjórna í dag segjast 26 prósent myndu kjósa Samfylkinguna. Næst kemur Sjálfstæðisflokkurinn með 20 prósent og svo Píratar og Viðreisn með 12 prósent. Sósíalistaflokkurinn og Miðflokkur fengju átta prósent, Flokkur fólksins sex prósent og að lokum Framsókn og Vinstri græn á botninum með fjögur og þrjú prósent. Mestu breytingarnar frá síðustu könnun í mars eru hjá Sjálfstæðisflokknum sem missir þrjú prósent og Viðreisn sem mætir við sig þremur prósentum. Athygli vekur að Framsókn, sem fékk 19 prósent atkvæða í kosningunum 2022 og var óumdeildur sigurvegari kosninganna, tapaði fljótlega fylgi sínu og hefur mælst með fjögur prósent undanfarið ár. Gögnin í heild má sjá í PDF-skjalinu að neðan. Tengd skjöl 2024-08-Borgarviti_MaskínuPDF1.7MBSækja skjal
Borgarstjórn Skoðanakannanir Sósíalistaflokkurinn Framsóknarflokkurinn Viðreisn Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira