Er kannski komið að því að skoða eitthvað annað en genin? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 10:33 Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Í gær þegar ég gekk hér um fór ég að hugsa um að það er dálítið annað fyrir fólk að eignast heimili hér en á Íslandi. Samt eru samfélög okkar lík að svo mörgu leyti. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein, hér er hagvöxtur og ferðaþjónusta er vaxandi. Íbúum hefur fjölgað umfram íbúðauppbyggingu. En Danir tengja dönsku krónuna við evru og þessi sambúð virðist henta Færeyjum ljómandi vel. Genatengd verðbólga eða eitthvað annað? Á Íslandi héldum við nýlega á eins árs afmæli sturlaðra vaxta, en í heilt ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25%. Í Færeyjum eru stýrivextirnir 3,35%. Vaxtakostnaður heimila á Íslandi jókst um heila 39 milljarða í fyrra. Staðlað svar ríkisstjórnarinnar við þessu galna ástandi er að hávaxtastig sé bara í eðli íslenska kerfisins. Jafnvel í genunum samkvæmt glænýjum skýringum úr fjármálaráðuneytinu. Haustið 2026 verður genatengd íslensk verðbólga kannski komin í námunda við markmið Seðlabankans. Það verður þá eftir 80 mánaða verðbólgu, níu ár af hallarekstri ríkissjóðs og vaxtastig sem svipar til efnahags í stríðshrjáðu ríki. Tvær þjóðir á Íslandi Við erum á öðrum stað en frændur okkar í Færeyjum hvað varðar kostnað fólks af húsnæðislánum. En það er ekki bara að við séum í annarri stöðu en Færeyjar. Á Íslandi er þjóðinni skipt upp í tvær fylkingar. Það er fólkið sem lifir í krónuhagkerfinu og síðan eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og dollurum. Þau eru á þriðja hundrað fyrirtækin sem hafa yfirgefið krónuna. Fjörutíu og tvö prósent þjóðarframleiðslunnar. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á lán þessara fyrirtækja. Þannig tekur venjulegt fólk skellinn fyrir krónuna á meðan hinum er komið í var. Stöðugleikinn er þess vegna bara lúxus sumra en ekki allra. Viðreisn vill að stöðugleiki í efnahagsmálum sé valkostur allra. Og stöðugleikinn fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Það er auðvitað hægt að bjóða fólki vaxtabætur, húsnæðisbætur og barnabætur og það þarf svo sannarlega að gera á meðan staðan er eins og hún er. Það kostar hins vegar fyrir ríkið og það speglast þá í háum sköttum á venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi. En það væri líka hægt að fara ræða bara um kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Þegar staðan er svona er hætta á því að íslenskir háskólanemar erlendis velji ekki lengur að koma heim eftir nám. Við sjáum merki þess nú þegar. Einfaldlega vegna þess að nágrannalöndin bjóða vexti, verð á matvöru og stuðning við barnafjölskyldur sem þekkist ekki á Íslandi. Leyfum fólkinu að ráða Nú er áratugur síðan stjórnvöld komu í veg fyrir að þjóðin fengi að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Frá þeim tíma hefur íslenskt hagkerfi haldið áfram að skoppa eins og vaskafat á úthafi með tilheyrandi uppköstum og herkostnaði. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu fái að gera það upp við sig hvort það vilji skoða aðra valkosti en skoppandi örgjaldmiðil? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Færeyjar Alþingi Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ég er í Færeyjum þessa dagana. Ég er alltaf dálítið skotin í Færeyjum. Hér er einstaklega fallegt og það er sjarmerandi að sjá öll torfþökin hér í miðbæ Þórshafnar. Færeyska tungumálið heillar og það gerir fólkið líka. Það er einhvern veginn bara létt yfir - þrátt fyrir rigninguna. Í gær þegar ég gekk hér um fór ég að hugsa um að það er dálítið annað fyrir fólk að eignast heimili hér en á Íslandi. Samt eru samfélög okkar lík að svo mörgu leyti. Sjávarútvegur er lykilatvinnugrein, hér er hagvöxtur og ferðaþjónusta er vaxandi. Íbúum hefur fjölgað umfram íbúðauppbyggingu. En Danir tengja dönsku krónuna við evru og þessi sambúð virðist henta Færeyjum ljómandi vel. Genatengd verðbólga eða eitthvað annað? Á Íslandi héldum við nýlega á eins árs afmæli sturlaðra vaxta, en í heilt ár hafa stýrivextir Seðlabankans verið 9,25%. Í Færeyjum eru stýrivextirnir 3,35%. Vaxtakostnaður heimila á Íslandi jókst um heila 39 milljarða í fyrra. Staðlað svar ríkisstjórnarinnar við þessu galna ástandi er að hávaxtastig sé bara í eðli íslenska kerfisins. Jafnvel í genunum samkvæmt glænýjum skýringum úr fjármálaráðuneytinu. Haustið 2026 verður genatengd íslensk verðbólga kannski komin í námunda við markmið Seðlabankans. Það verður þá eftir 80 mánaða verðbólgu, níu ár af hallarekstri ríkissjóðs og vaxtastig sem svipar til efnahags í stríðshrjáðu ríki. Tvær þjóðir á Íslandi Við erum á öðrum stað en frændur okkar í Færeyjum hvað varðar kostnað fólks af húsnæðislánum. En það er ekki bara að við séum í annarri stöðu en Færeyjar. Á Íslandi er þjóðinni skipt upp í tvær fylkingar. Það er fólkið sem lifir í krónuhagkerfinu og síðan eru það fyrirtækin sem gera upp í evrum og dollurum. Þau eru á þriðja hundrað fyrirtækin sem hafa yfirgefið krónuna. Fjörutíu og tvö prósent þjóðarframleiðslunnar. Vaxtaákvarðanir Seðlabankans hafa ekki áhrif á lán þessara fyrirtækja. Þannig tekur venjulegt fólk skellinn fyrir krónuna á meðan hinum er komið í var. Stöðugleikinn er þess vegna bara lúxus sumra en ekki allra. Viðreisn vill að stöðugleiki í efnahagsmálum sé valkostur allra. Og stöðugleikinn fæst ekki fyrr en almenningur nýtur stöðugs gjaldmiðils rétt eins og stórfyrirtækin gera. Það er auðvitað hægt að bjóða fólki vaxtabætur, húsnæðisbætur og barnabætur og það þarf svo sannarlega að gera á meðan staðan er eins og hún er. Það kostar hins vegar fyrir ríkið og það speglast þá í háum sköttum á venjulegt fjölskyldufólk á Íslandi. En það væri líka hægt að fara ræða bara um kostnaðinn af krónunni fyrir fólkið í landinu. Þegar staðan er svona er hætta á því að íslenskir háskólanemar erlendis velji ekki lengur að koma heim eftir nám. Við sjáum merki þess nú þegar. Einfaldlega vegna þess að nágrannalöndin bjóða vexti, verð á matvöru og stuðning við barnafjölskyldur sem þekkist ekki á Íslandi. Leyfum fólkinu að ráða Nú er áratugur síðan stjórnvöld komu í veg fyrir að þjóðin fengi að taka afstöðu til framtíðar í Evrópusambandinu. Frá þeim tíma hefur íslenskt hagkerfi haldið áfram að skoppa eins og vaskafat á úthafi með tilheyrandi uppköstum og herkostnaði. Er ekki kominn tími til að fólkið í landinu fái að gera það upp við sig hvort það vilji skoða aðra valkosti en skoppandi örgjaldmiðil? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar