Að búa í sveit Ása Valdís Árnadóttir, Björn Kristinn Pálmarsson, Dagný Davíðsdóttir, Ragnheiður Eggertsdóttir og Smári Bergmann Kolbeinsson skrifa 27. ágúst 2024 09:03 Búseta í dreifbýli hefur sína kosti og galla, nálægðin við náttúruna er stórt aðdráttarafl en á sama tíma getur verið aðeins lengra í ákveðna þjónustu. Hvert sveitarfélag gegnir ákveðnum skyldum gagnvart íbúum þess. Skipuleggja þarf alla þjónustu fyrir íbúa eins og heimahjúkrun, skólahald, sorphirðu, snjómokstur, verslun og þjónustu, félagsþjónustu, gatnagerð, skólaakstur, rekstur grunn- og leikskóla svo fátt eitt sé nefnt. Í því skyni að allt gangi vel fyrir sig er nauðsynlegt að skipuleggja byggð vel. Hvar býr fólk? Hvar er iðnaður? Hvar þarf að huga að vatnsvernd? Hvernig skal samgöngum háttað? Til að halda utan um alla slíka þætti og ótal fleiri og í samræmi við skipulagslög er því hvert svæði innan sveitarfélags skilgreint. Aðeins þannig getur hvert sveitarfélag skipulagt þjónustuna sem því ber að veita sínum íbúum til dæmis snjómokstur, skólahald, sorphirðu og félagsþjónustu. Segja má að grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélag séu því skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir sem sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga nýta við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Til að þjónusta íbúana þurfa svo sveitarfélögin tekjur. Hvert sveitarfélag hefur lögum samkvæmt þrjá tekjustofna; fasteignaskatt, útsvar og framlög frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Fasteignaskattur er skattur sem allir fasteignaeigendur greiða og lagður er á fasteignir í samræmi við lög. Útsvar er ákveðin % af tekjum skattskyldra einstaklinga. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stuðlar að fjárhagslegu jafnvægi milli sveitarfélaga og tryggir að þau geti veitt íbúum sínum sambærilega þjónustu óháð stærð og fjárhagsstöðu. Grímsnes- og Grafningshreppur er eitt fárra sveitarfélaga á Íslandi sem fjármagnar lögbundna grunnþjónustu með tveimur tekjustofnum, fasteignaskatti og útsvari þar sem framlögin úr jöfnunarsjóði til sveitarfélagsins eru skert 100%. Þau eru skert m.a. vegna þess fjölda frístundahúsa sem hafa byggst upp í sveitarfélaginu þar sem tekjustofnar sveitarfélagsins eru metnir það sterkir að ekki kemur til úthlutunar framlags frá jöfnunarsjóði. Fasteignaskatturinn í Grímsnes- og Grafningshreppi er meðal annars notaður til að greiða til Brunavarna Árnessýslu og Almannavarna, skatturinn fer einnig í sameiginleg verkefni sveitarfélaga á Suðurlandi s.s. söfn, Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita þar sem skipulags- og byggingarfulltrúar starfa. Jafnframt fer skatturinn í að halda úti skrifstofu sveitarfélagsins, sundlaug og íþróttamiðstöð. Útsvarið fer svo í rekstur leik- og grunnskóla og aðra þjónustu sem fylgja lögheimilis skráningum. Eftir því sem okkur fjölgar verður krafan um mismunandi búsetuform háværari. Nú hefur færst í vöxt að fólk vilji búa í frístundahúsunum sínum. Það sækir ef til vill í það næði og þá ró sem fylgir frístundabyggð. Það sækir ef til vill í fallega náttúru sem umlykur slíka byggð. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru 3300 frístundahús og umhverfið er allt hið stórkostlegasta. Skiljanlega vill fólk búa á slíkum stað. Hins vegar er það svo að sveitarfélög geta ekki breytt frístundasvæði í íbúðabyggð bara af því að einhver vill búa þar. Málið er flóknara en svo. Fjöldi fólks vill til dæmis eiga frístundahús á þessum svæðum og koma þangað í fríum. Mörg þessara svæða eru afgirt og aðgangsstýrð. Ef breyta á þessum svæðum í íbúðabyggð þarf til dæmis að taka þessar aðgangsstýringar niður. Það þarf að tryggja öllum sem eiga húsnæði á svæðinu þá þjónustu sem íbúum ber. Að mörgu leyti er krafan skiljanleg en við þekkjum flest orðatiltækið „með lögum skal land byggja“ og í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Slík skráning og skipulagsáætlanir um landnotkun hjálpar kjörnum fulltrúum og starfsmönnum eins og áður segir að skipuleggja áætlanir um innviðauppbyggingu og aðra þjónustu sem þarf að veita í sveitarfélögunum. Eiga örfá sem vilja búa í frístundahúsum að hafa það mikið skipulagsvald í sveitarfélaginu að það eitt að þau vilji búa þar ráði skipulagi svæðisins? Hvað með hina frístundahúsaeigendurna sem vilja bara eiga frístundahús? Er það stjórnsýsla sem almenningur sættir sig við? Í Grímsnes- og Grafningshreppi er gott að búa og má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir og jarðir í dreifbýlinu. Undirrituð hafa setið í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps frá kosningum 2022 og hafa allan tímann unnið af heilindum fyrir heildarhagsmuni alls sveitarfélagsins og samfélagsins. Höfundar eiga sæti í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Björn Kristinn Pálmarsson Dagný Davíðsdóttir Ragnheiður Eggertsdóttir Smári Bergmann Kolbeinsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grímsnes- og Grafningshreppur Byggðamál Mest lesið Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Búseta í dreifbýli hefur sína kosti og galla, nálægðin við náttúruna er stórt aðdráttarafl en á sama tíma getur verið aðeins lengra í ákveðna þjónustu. Hvert sveitarfélag gegnir ákveðnum skyldum gagnvart íbúum þess. Skipuleggja þarf alla þjónustu fyrir íbúa eins og heimahjúkrun, skólahald, sorphirðu, snjómokstur, verslun og þjónustu, félagsþjónustu, gatnagerð, skólaakstur, rekstur grunn- og leikskóla svo fátt eitt sé nefnt. Í því skyni að allt gangi vel fyrir sig er nauðsynlegt að skipuleggja byggð vel. Hvar býr fólk? Hvar er iðnaður? Hvar þarf að huga að vatnsvernd? Hvernig skal samgöngum háttað? Til að halda utan um alla slíka þætti og ótal fleiri og í samræmi við skipulagslög er því hvert svæði innan sveitarfélags skilgreint. Aðeins þannig getur hvert sveitarfélag skipulagt þjónustuna sem því ber að veita sínum íbúum til dæmis snjómokstur, skólahald, sorphirðu og félagsþjónustu. Segja má að grundvallar málaflokkur fyrir þróun byggðar, búsetufrelsi og samfélag séu því skipulagsmál hvers sveitarfélags og er það í gegnum skipulagsáætlanir þ.m.t. aðalskipulagið sem vinnan á sér stað. Í aðalskipulagi hafa sveitarstjórnir ákveðna landnotkunarflokka sem þær vinna með til ákvörðunar m.a. um búsetufyrirkomulag og stýra þannig íbúa- og byggðarþróun með sínum skipulagsáætlunum og meta út frá því hverskonar uppbygging þarf að eiga sér stað í sveitarfélaginu. Samhliða aðalskipulaginu eru unnar ýmsar áætlanir sem sveitarstjórnir og starfsmenn sveitarfélaga nýta við að gera áætlanir um þjónustu og innviðauppbyggingu í samfélaginu. Til að þjónusta íbúana þurfa svo sveitarfélögin tekjur. Hvert sveitarfélag hefur lögum samkvæmt þrjá tekjustofna; fasteignaskatt, útsvar og framlög frá jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Fasteignaskattur er skattur sem allir fasteignaeigendur greiða og lagður er á fasteignir í samræmi við lög. Útsvar er ákveðin % af tekjum skattskyldra einstaklinga. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga stuðlar að fjárhagslegu jafnvægi milli sveitarfélaga og tryggir að þau geti veitt íbúum sínum sambærilega þjónustu óháð stærð og fjárhagsstöðu. Grímsnes- og Grafningshreppur er eitt fárra sveitarfélaga á Íslandi sem fjármagnar lögbundna grunnþjónustu með tveimur tekjustofnum, fasteignaskatti og útsvari þar sem framlögin úr jöfnunarsjóði til sveitarfélagsins eru skert 100%. Þau eru skert m.a. vegna þess fjölda frístundahúsa sem hafa byggst upp í sveitarfélaginu þar sem tekjustofnar sveitarfélagsins eru metnir það sterkir að ekki kemur til úthlutunar framlags frá jöfnunarsjóði. Fasteignaskatturinn í Grímsnes- og Grafningshreppi er meðal annars notaður til að greiða til Brunavarna Árnessýslu og Almannavarna, skatturinn fer einnig í sameiginleg verkefni sveitarfélaga á Suðurlandi s.s. söfn, Umhverfis- og tæknisvið Uppsveita þar sem skipulags- og byggingarfulltrúar starfa. Jafnframt fer skatturinn í að halda úti skrifstofu sveitarfélagsins, sundlaug og íþróttamiðstöð. Útsvarið fer svo í rekstur leik- og grunnskóla og aðra þjónustu sem fylgja lögheimilis skráningum. Eftir því sem okkur fjölgar verður krafan um mismunandi búsetuform háværari. Nú hefur færst í vöxt að fólk vilji búa í frístundahúsunum sínum. Það sækir ef til vill í það næði og þá ró sem fylgir frístundabyggð. Það sækir ef til vill í fallega náttúru sem umlykur slíka byggð. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru 3300 frístundahús og umhverfið er allt hið stórkostlegasta. Skiljanlega vill fólk búa á slíkum stað. Hins vegar er það svo að sveitarfélög geta ekki breytt frístundasvæði í íbúðabyggð bara af því að einhver vill búa þar. Málið er flóknara en svo. Fjöldi fólks vill til dæmis eiga frístundahús á þessum svæðum og koma þangað í fríum. Mörg þessara svæða eru afgirt og aðgangsstýrð. Ef breyta á þessum svæðum í íbúðabyggð þarf til dæmis að taka þessar aðgangsstýringar niður. Það þarf að tryggja öllum sem eiga húsnæði á svæðinu þá þjónustu sem íbúum ber. Að mörgu leyti er krafan skiljanleg en við þekkjum flest orðatiltækið „með lögum skal land byggja“ og í lögum um lögheimili segir að lögheimili skuli skráð í íbúð eða húsi sem er skráð sem íbúðarhúsnæði í fasteignaskrá Þjóðskrár Íslands og hefur staðfang. Slík skráning og skipulagsáætlanir um landnotkun hjálpar kjörnum fulltrúum og starfsmönnum eins og áður segir að skipuleggja áætlanir um innviðauppbyggingu og aðra þjónustu sem þarf að veita í sveitarfélögunum. Eiga örfá sem vilja búa í frístundahúsum að hafa það mikið skipulagsvald í sveitarfélaginu að það eitt að þau vilji búa þar ráði skipulagi svæðisins? Hvað með hina frístundahúsaeigendurna sem vilja bara eiga frístundahús? Er það stjórnsýsla sem almenningur sættir sig við? Í Grímsnes- og Grafningshreppi er gott að búa og má finna fjölbreytta búsetukosti í íbúðarhúsnæði í þéttbýlinu Borg ásamt því að það eru til sölu lóðir og jarðir í dreifbýlinu. Undirrituð hafa setið í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps frá kosningum 2022 og hafa allan tímann unnið af heilindum fyrir heildarhagsmuni alls sveitarfélagsins og samfélagsins. Höfundar eiga sæti í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps. Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Björn Kristinn Pálmarsson Dagný Davíðsdóttir Ragnheiður Eggertsdóttir Smári Bergmann Kolbeinsson
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar