Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 26. ágúst 2024 19:34 Salym Albyouk faðir 16 ára palestínsks drengs sem var stunginn um helgina segir árásina mikið áfall. Hann hélt að hann væri kominn með fjölskyldu sína til friðsamasta lands í heimi en óttast nú um son sinn. Vísir/Arnar Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. Sextán ára íslenskur drengur var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til 30. ágúst grunaður um alvarlega hnífaárás á tvær 16 ára íslenskar stúlkur og jafnaldra þeirra, dreng frá Palestínu á menningarnótt. Gríðarlegt áfall Önnur stúlkan er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans. Hin stúlkan hlaut minni áverka og hefur verið útskrifuð þaðan. Palestínski drengurinn liggur hins vegar enn á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. Hann flúði hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum. Foreldrar hans og systkini komu svo hingað fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar. Salym Albyouk faðir hans segir árásina mikið áfall. „Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minni með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“ Gerandinn stakk af Salym segist hafa gefið syni sínum leyfi til að fara á hátíðarhöldin um helgina ásamt vinum sínum. „Hann hlakkaði mikið til og var svo ánægður því við gáfum honum ný föt og rakspíra að þessu tilefni,“ segir hann. Sonur hans hafi svo verið á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt tveimur íslenskum vinkonum og palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst. „Þau sátu öll inni í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af,“ segir hann. Hélt að sonurinn væri látinn Salym gagnrýnir að lögregla hafi til að byrja með gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Þá hafi honum verið tilkynnt í fyrstu að sonur hans væri látinn eftir stunguárásina. „Þegar þeir hringdu sögðu þeir til að byrja með að sonur minn væri látinn. Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð,“ segir hann. Honum hafi eðlilega létt mikið þegar í ljós kom að sonur hans var á lífi. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á næstu dögum. Fjölmargir yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt fjölmörg vitni að árásinni á menningarnótt. Grímur Grímsson segir að rannsókn málsins miði vel. Að svo stöddu sé ekki horft til þess að ásetningur hennar varði hatursglæp. Lögreglumál Landspítalinn Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Sextán ára íslenskur drengur var í gærkvöldi úrskurðaður í gæsluvarðhald og einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði til 30. ágúst grunaður um alvarlega hnífaárás á tvær 16 ára íslenskar stúlkur og jafnaldra þeirra, dreng frá Palestínu á menningarnótt. Gríðarlegt áfall Önnur stúlkan er í lífshættu á gjörgæsludeild Landspítalans. Hin stúlkan hlaut minni áverka og hefur verið útskrifuð þaðan. Palestínski drengurinn liggur hins vegar enn á barnadeild Hringsins en hann var stunginn nokkrum sinnum og er með skurðsár í handarkrika, við brjóst og á hönd. Hann flúði hingað til lands frá Gaza fyrir þremur árum. Foreldrar hans og systkini komu svo hingað fyrir einu og hálfu ári á grundvelli fjölskyldusameiningar. Salym Albyouk faðir hans segir árásina mikið áfall. „Ég hélt að þetta land væri friðsamasta land í heimi og ég væri að bjarga lífi barnanna minni með því að flytja hingað frá Gasa. Eftir árásina finnst mér við ekki lengur örugg. Ég mun þurfa að fylgjast með hverju skrefi sonar míns því ég óttast um líf hans.“ Gerandinn stakk af Salym segist hafa gefið syni sínum leyfi til að fara á hátíðarhöldin um helgina ásamt vinum sínum. „Hann hlakkaði mikið til og var svo ánægður því við gáfum honum ný föt og rakspíra að þessu tilefni,“ segir hann. Sonur hans hafi svo verið á heimleið í bíl frá miðbænum ásamt tveimur íslenskum vinkonum og palestínskum vini sem ók bílnum þegar árásin hófst. „Þau sátu öll inni í bílnum þegar annar strákur kom hlaupandi að og braut rúðu í honum. Eftir það byrjaði hann að stinga þau og stakk svo af,“ segir hann. Hélt að sonurinn væri látinn Salym gagnrýnir að lögregla hafi til að byrja með gefið þær upplýsingar að brotaþolar væru allir íslenskir ríkisborgarar. Þá hafi honum verið tilkynnt í fyrstu að sonur hans væri látinn eftir stunguárásina. „Þegar þeir hringdu sögðu þeir til að byrja með að sonur minn væri látinn. Ég varð frávita af sorg á spítalanum. Læknarnir komu svo og sögðu mér að hann væri í aðgerð,“ segir hann. Honum hafi eðlilega létt mikið þegar í ljós kom að sonur hans var á lífi. Búist er við að hann verði útskrifaður af spítalanum á næstu dögum. Fjölmargir yfirheyrðir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt fjölmörg vitni að árásinni á menningarnótt. Grímur Grímsson segir að rannsókn málsins miði vel. Að svo stöddu sé ekki horft til þess að ásetningur hennar varði hatursglæp.
Lögreglumál Landspítalinn Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira