Rússar gera umfangsmikla loftárás á fjölda skotmarka í Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 11:00 Fólk leitar skjóls í neðanjarðarlestakerfinu í Kænugarði. Getty/Global Images Ukraine/Yan Dobronosov Rússar gerðu umfangsmiklar loftárásir á Úkraínu í morgun en að sögn forsætisráðherrans Denys Shmyhal beindist hún gegn fimmtán héruðum. Að minnsta kosti fimm eru látnir og fleiri særðir. Þá segir Shmyhal að orkuinnviðir hafi verið meðal skotmarka og að unnið sé að því að koma jafnvægi á kerfið. German Galushchenko, orkumálaráðherra Úkraínu, segir ástandið krefjandi og á samfélagsmiðlum sakaði hann Rússa um að vera staðráðna í því að taka rafmagnið af Úkraínu. Árásin samanstóð af eldflaugum og drónum en á meðan íbúar víða leituðu skjóls í loftvarnarbyrgjum notuðu ráðamenn tækifærið til að biðla til Vesturlanda um aukna aðstoð. Currently, across the country, efforts are underway to eliminate the consequences of the Russian strike. This was one of the largest attacks – a combined strike, involving over a hundred missiles of various types and around a hundred “Shaheds.” Like most Russian strikes before,… pic.twitter.com/0qNTGR98rR— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 26, 2024 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á X/Twitter að um hefði verið að ræða eina umfangsmestu loftárás Rússa hingað til og sagði lífsbjörg ef bandamenn kæmu til aðstoðar. Það væri tímabært að Bandaríkin, Bretar, Frakkar og aðrir hjálpuðu Úkraínumönnum til að stöðva Rússa. „Það má ekki takmarka möguleika Úkraínu til langdrægra árása á meðan hryðjuverkamennirnir sæta engum slíkum takmörkunum,“ sagði hann meðal annars en vopnasendingar annarra ríkja hafa löngum verið háðar því skilyrði að vopnin verði ekki notuð til að gera árásir á Rússland. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og kallaði einnig eftir því að nágrannaríki Úkraínu tækju þátt í því að skjóta niður rússneskar flaugar. This morning, Russia launched a massive missile and drone strike on 15 Ukrainian regions, primarily targeting critical civilian infrastructure and our energy system. There have been civilian deaths and injuries, as well as damage to energy facilities. Russia continues to wage a…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) August 26, 2024 Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Þá segir Shmyhal að orkuinnviðir hafi verið meðal skotmarka og að unnið sé að því að koma jafnvægi á kerfið. German Galushchenko, orkumálaráðherra Úkraínu, segir ástandið krefjandi og á samfélagsmiðlum sakaði hann Rússa um að vera staðráðna í því að taka rafmagnið af Úkraínu. Árásin samanstóð af eldflaugum og drónum en á meðan íbúar víða leituðu skjóls í loftvarnarbyrgjum notuðu ráðamenn tækifærið til að biðla til Vesturlanda um aukna aðstoð. Currently, across the country, efforts are underway to eliminate the consequences of the Russian strike. This was one of the largest attacks – a combined strike, involving over a hundred missiles of various types and around a hundred “Shaheds.” Like most Russian strikes before,… pic.twitter.com/0qNTGR98rR— Volodymyr Zelenskyy / Володимир Зеленський (@ZelenskyyUa) August 26, 2024 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði á X/Twitter að um hefði verið að ræða eina umfangsmestu loftárás Rússa hingað til og sagði lífsbjörg ef bandamenn kæmu til aðstoðar. Það væri tímabært að Bandaríkin, Bretar, Frakkar og aðrir hjálpuðu Úkraínumönnum til að stöðva Rússa. „Það má ekki takmarka möguleika Úkraínu til langdrægra árása á meðan hryðjuverkamennirnir sæta engum slíkum takmörkunum,“ sagði hann meðal annars en vopnasendingar annarra ríkja hafa löngum verið háðar því skilyrði að vopnin verði ekki notuð til að gera árásir á Rússland. Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, tók í sama streng og kallaði einnig eftir því að nágrannaríki Úkraínu tækju þátt í því að skjóta niður rússneskar flaugar. This morning, Russia launched a massive missile and drone strike on 15 Ukrainian regions, primarily targeting critical civilian infrastructure and our energy system. There have been civilian deaths and injuries, as well as damage to energy facilities. Russia continues to wage a…— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) August 26, 2024
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira