Vopnahlésviðræðum lokið án niðurstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2024 08:25 Ísraelsmenn segjast hafa flutt milljón skammta af bóluefni gegn mænusótt til Gasa, eftir að fyrsta tilvikið í 25 ár greindist þar á dögunum. AP/Jehad Alshrafi Viðræðum sem stóðu yfir í síðustu viku um vopnahlé á Gasa er lokið án niðurstöðu. Bandaríkjamenn segjast þó ekki hafa gefist upp og munu halda áfram að eiga samtöl við aðila. Eins og áður hefur komið fram virðast viðræðurnar stranda á kröfu Ísraelsmanna um áframhaldandi viðveru hersins við landamæri Gasa og Egyptalands, sem spanna 14,5 kílómetra. Milligögnuaðilar eru sagðir hafa lagt fram ýmsar tillögur að málamiðlun hvað þetta varðar en bæði Ísrael og Hamas eru sögð hafa hafnað þeim. Jake Sullivan, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, sagði á blaðamannafundi í Kanada að stjórnvöld vestanhafs væru enn að vinna að því að knýja fram niðurstöðu í Kaíró, þar sem viðræðurnar fóru fram í liðinni viku. Auk Bandaríkjanna ættu yfirvöld í Egyptalandi og Katar aðkomu að vinnunni auk fulltrúa Ísrael. Ísraelsmenn og Hezbollah-samtökin stóðu að umfangsmiklum loftárásum um helgina. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði í gær að árangur árásanna yrði metinn og ráðist í frekari aðgerðir ef hann yrði ekki talinn nægjanleg hefnd fyrir drápið á Fuad Shukr í Beirút. Leiðtogar í Mið-Austurlöndum hafa varað við allsherjarstríði á svæðinu en Ísraelsmenn bíða enn hefndaraðgerða af hálfu Íran eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í júlí. Abbas Araqchi, utanríkisráðherra Íran, sagði í samtali við utanríkisráðherra Ítaliu um helgina að „svar“ Írana yrði útreiknað og afdráttarlaust. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Eins og áður hefur komið fram virðast viðræðurnar stranda á kröfu Ísraelsmanna um áframhaldandi viðveru hersins við landamæri Gasa og Egyptalands, sem spanna 14,5 kílómetra. Milligögnuaðilar eru sagðir hafa lagt fram ýmsar tillögur að málamiðlun hvað þetta varðar en bæði Ísrael og Hamas eru sögð hafa hafnað þeim. Jake Sullivan, ráðgjafi Bandaríkjaforseta í þjóðaröryggismálum, sagði á blaðamannafundi í Kanada að stjórnvöld vestanhafs væru enn að vinna að því að knýja fram niðurstöðu í Kaíró, þar sem viðræðurnar fóru fram í liðinni viku. Auk Bandaríkjanna ættu yfirvöld í Egyptalandi og Katar aðkomu að vinnunni auk fulltrúa Ísrael. Ísraelsmenn og Hezbollah-samtökin stóðu að umfangsmiklum loftárásum um helgina. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, sagði í gær að árangur árásanna yrði metinn og ráðist í frekari aðgerðir ef hann yrði ekki talinn nægjanleg hefnd fyrir drápið á Fuad Shukr í Beirút. Leiðtogar í Mið-Austurlöndum hafa varað við allsherjarstríði á svæðinu en Ísraelsmenn bíða enn hefndaraðgerða af hálfu Íran eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í júlí. Abbas Araqchi, utanríkisráðherra Íran, sagði í samtali við utanríkisráðherra Ítaliu um helgina að „svar“ Írana yrði útreiknað og afdráttarlaust.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira