Gagnrýnin sérstök Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. ágúst 2024 22:59 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir gagnrýni umboðsmanns barna í hans garð sérstaka enda sé hún meðvituð um stöðu málsins. Umboðsmaður fái kynningu á samræmdu matsferli grunnskóla í næstu viku. Umboðsmaður barna sendi í vikunni bréf til mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún segir óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Segir hún að óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. „Það er auðvitað sérstakt þegar við erum að tala um innleiðingu á nýju matskerfi sem liggja fyrir frumvarpsdrög um. Alþingi Íslendinga þarf að fjalla um það mál. Það er alveg ljóst að innleiðing á þessu mun byggja endanlega á ákvörðun Alþingis Íslendinga sem getur tekið breytingum við meðferð þingsins. Umboðsmaður talar um að það sé ekki til innleiðingaráætlun. Við höfum látið umboðsmann vita að slík áætlun liggi fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. En er þetta ekki allt of seint gert? „Það liggur fyrir að við erum með lagafrumvarp um frestun samræmdra prófa, samræmdra prófa sem ekki voru að virka lengur. Þess vegna erum við að taka upp nýtt og betra matskerfi. Innleiðingaráform þess liggja fyrir, Alþingi þarf að fjalla um það og svo munum við innleiða það og byrja af krafti næsta skólaár. Það er algjörlega í samræmi við áætlanir.“ Þá hefur umboðsmaður áhyggjur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum hafi ekki verið lögð fyrir Alþingi þrátt fyrir að slík skýrsla átti lögum samkvæmt að koma fram árið 2022. „Skýrslur sem eru væntanlegar inn í þingið í næsta mánuði. Það liggur ljóst fyrir að því hefur verið svarað. Við höfum farið yfir vegna hvers það hefur dregist.“ Hann hafi meiri áhyggjur af ójöfnuði barna og orðræðu um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu óskynsamlegar. „Það er eitthvað sem við sameiginlega ættum að hafa meiri áhyggjur af heldur en eitthvað sem liggur skýrt fyrir, liggur fyrir í ráðuneytinu og umboðsmaður mun fá kynningu á í næstu viku.“ Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Umboðsmaður barna sendi í vikunni bréf til mennta- og barnamálaráðherra þar sem hún segir óafsakanlegt að ekkert samræmt námsmat hafi tekið við þegar samræmd könnunarpróf voru afnumin í grunnskólum. Segir hún að óvissan sem hafi skapast sé með öllu óviðunandi. „Það er auðvitað sérstakt þegar við erum að tala um innleiðingu á nýju matskerfi sem liggja fyrir frumvarpsdrög um. Alþingi Íslendinga þarf að fjalla um það mál. Það er alveg ljóst að innleiðing á þessu mun byggja endanlega á ákvörðun Alþingis Íslendinga sem getur tekið breytingum við meðferð þingsins. Umboðsmaður talar um að það sé ekki til innleiðingaráætlun. Við höfum látið umboðsmann vita að slík áætlun liggi fyrir,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. En er þetta ekki allt of seint gert? „Það liggur fyrir að við erum með lagafrumvarp um frestun samræmdra prófa, samræmdra prófa sem ekki voru að virka lengur. Þess vegna erum við að taka upp nýtt og betra matskerfi. Innleiðingaráform þess liggja fyrir, Alþingi þarf að fjalla um það og svo munum við innleiða það og byrja af krafti næsta skólaár. Það er algjörlega í samræmi við áætlanir.“ Þá hefur umboðsmaður áhyggjur af því að ráðherra sinni ekki lögbundnum skyldum sínum þar sem skýrsla um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum hafi ekki verið lögð fyrir Alþingi þrátt fyrir að slík skýrsla átti lögum samkvæmt að koma fram árið 2022. „Skýrslur sem eru væntanlegar inn í þingið í næsta mánuði. Það liggur ljóst fyrir að því hefur verið svarað. Við höfum farið yfir vegna hvers það hefur dregist.“ Hann hafi meiri áhyggjur af ójöfnuði barna og orðræðu um að gjaldfrjálsar skólamáltíðir séu óskynsamlegar. „Það er eitthvað sem við sameiginlega ættum að hafa meiri áhyggjur af heldur en eitthvað sem liggur skýrt fyrir, liggur fyrir í ráðuneytinu og umboðsmaður mun fá kynningu á í næstu viku.“
Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Börn og uppeldi Réttindi barna Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira