„Þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. ágúst 2024 06:31 KR hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum síðan að Óskar Hrafn Þorvaldsson tók einn við stjórnartaumunum. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir 3-2 tap gegn HK í Kórnum en með því dróst KR fyrir fulla alvöru niður í fallbaráttu Bestu deildarinnar. „Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deild karla KR HK Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
„Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Besta deild karla KR HK Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira