Trúir ekki sögunni og segir alþjóðasambandið vera að vernda Sinner Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. ágúst 2024 07:26 Chris Evert segir alþjóðatennissambandið vera að hylma yfir afbrot Jannik Sinner. getty / espn / fotojet Fyrrum besta tenniskona heims, Chris Evert, segir alþjóðasambandið vera að hylma yfir lyfjaskandal Jannik Sinner til að vernda sjálft sig frá neikvæðri fjölmiðlaumfjöllun. Hún telur útskýringu hans, að efnið hafi borist óviljandi í sjúkranuddi, ótrúverðuga. Jannik Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári. Í bæði skiptin mældist örlítið magn af clostebol sem er steri sem hefur verið notað til að byggja upp vöðvamassa. Alþjóðasiðanefnd tennis, ITIA, samþykkti útskýringu Sinner að efnið hafi borist óviljandi til hans í gegnum sprey sem sjúkraþjálfari hans notaðist við, fyrir sjálfan sig, og þvoði sér ekki um hendur áður en hann nuddaði Sinner. ITIA tók skýringu Sinner góða og gilda en ákvað samt að taka af honum heimslistastigin og verðlaunaféð sem hann vann sér inn á Indian Wells-mótinu. Chris Evert, fyrrum besta tenniskona heims og átjánfaldur risamótsmeistari, telur skýringu Sinner ótrúverðuga og segir alþjóðatennissambandið hylma yfir afbrot. „Ég trúi því að þau verndi bestu leikmennina. Með vernd meina ég: þau munu halda þessu leyndu í nokkra mánuði. Þau halda þessu leyndu fyrir bestu leikmennina því þau vilja ekki slæma umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta mun allt koma í ljós eftir þrjá mánuði hvort sem er. Ég held samt að það sé meiri vernd fyrir hann heldur heldur en Joe Smith í 400. sæti heimslistans.“ Þá átti hún einnig erfitt með að trúa því að sjúkraþjálfari besta tennisleikmanns heims passi sig ekki betur en að smita hann óviljandi með bönnuðu efni. „Ég veit að þetta er selt án lyfseðils á Ítalíu. Samt, þessir leikmenn og þjálfarar verða að vera meðvitaðir um hvað er í því sem þeir taka. Ég hefði haldið, sérstaklega eftir Mariu Sharapova söguna, að fólk myndi passa sig betur,“ sagði Evert og líkti Sinner við rússnesku tenniskonuna sem vissi ekki að það væri búið að banna efnið Meldonium og var á sínum tíma dæmd í langt keppnisbann. Tennis Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira
Jannik Sinner féll tvisvar á lyfjaprófi í mars á þessu ári. Í bæði skiptin mældist örlítið magn af clostebol sem er steri sem hefur verið notað til að byggja upp vöðvamassa. Alþjóðasiðanefnd tennis, ITIA, samþykkti útskýringu Sinner að efnið hafi borist óviljandi til hans í gegnum sprey sem sjúkraþjálfari hans notaðist við, fyrir sjálfan sig, og þvoði sér ekki um hendur áður en hann nuddaði Sinner. ITIA tók skýringu Sinner góða og gilda en ákvað samt að taka af honum heimslistastigin og verðlaunaféð sem hann vann sér inn á Indian Wells-mótinu. Chris Evert, fyrrum besta tenniskona heims og átjánfaldur risamótsmeistari, telur skýringu Sinner ótrúverðuga og segir alþjóðatennissambandið hylma yfir afbrot. „Ég trúi því að þau verndi bestu leikmennina. Með vernd meina ég: þau munu halda þessu leyndu í nokkra mánuði. Þau halda þessu leyndu fyrir bestu leikmennina því þau vilja ekki slæma umfjöllun í fjölmiðlum. Þetta mun allt koma í ljós eftir þrjá mánuði hvort sem er. Ég held samt að það sé meiri vernd fyrir hann heldur heldur en Joe Smith í 400. sæti heimslistans.“ Þá átti hún einnig erfitt með að trúa því að sjúkraþjálfari besta tennisleikmanns heims passi sig ekki betur en að smita hann óviljandi með bönnuðu efni. „Ég veit að þetta er selt án lyfseðils á Ítalíu. Samt, þessir leikmenn og þjálfarar verða að vera meðvitaðir um hvað er í því sem þeir taka. Ég hefði haldið, sérstaklega eftir Mariu Sharapova söguna, að fólk myndi passa sig betur,“ sagði Evert og líkti Sinner við rússnesku tenniskonuna sem vissi ekki að það væri búið að banna efnið Meldonium og var á sínum tíma dæmd í langt keppnisbann.
Tennis Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu EM í dag: Úff Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Hlín á láni til Fiorentina „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ „Mjög svekkt og sár“ út í Skíðasamband Íslands Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Sjá meira