Segir fitubúninginn hafa bjargað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 07:36 Í leikritinu Player Kings klæðist McKellen fitubúningi, sem hann segir hafa bjargað sér þegar hann féll af sviði í júní. Getty/Hoda Davaine Breski stórleikarinn Ian McKellen segir að fitubúningur, sem hann klæddist til að leika Shakespeare-persónuna Falstaff, hafi bjargað honum þegar hann datt af leiksviði í Lundúnum í júní. Áverkarnir hefðu verið mun verri hefði hann ekki klæðst búningnum. Þetta sagði McKellen í viðtali við tímaritið Saga magazine. Hann segist enn vera að jafna sig á áverkunum - hann er enn með handlegginn í fatla og stoðkraga um hálsinn. McKellen var á sviði fyrir sýninguna Player Kings - nýtt leikrit sem sameinar leikritin fyrsta og annan hluta Hinriks IV - í leikhúsinu Noel Coward í Lundúnum þegar hann hrasaði og datt. Í verkinu leikur hann Falstaff, eins og áður segir, sem er persóna sem kemur fyrir í nokkrum leikritum Shakespeare og er eitt helsta einkenni hans íturvöxtur. Þegar fréttir bárust af fallinu var greint frá því að McKellen hafi meitt sig illa í fallinu og hrópað upp fyrir sig af sársauka. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í snarhasti og leikritinu frestað um tíma. „Ég hef endurupplifað fallið ég veit ekki hversu oft. Þetta var hræðilegt. Þetta gerðist í bardagasenu. Ég festi fótinn minn í stól og þegar ég reyndi að hrista hann af mér rann ég á dagblaði, sem hafði verið dreift um sviðið. Þetta var eins og ég væri á hjólabretti,“ segir McKellen í samtali við Saga. „Því meira sem ég reyndi að losa mig við dagblaðið því hraðar datt ég niður af sviðinu og í kjöltuna á einhverjum á fremsta bekk. Ég fór að kalla „hjálpið mér!“ og svo „fyrirgefið mér! Ég geri ekki svona!“ Þetta var rosalegt. Mér leið eins og þetta væru endalokin á einhverju. Ég var í miklu uppnámi.“ McKellen brákaði hryggjarlið og úlnlið og er enn að jafna sig. Hann segist í góðum höndum á meðan hann heldur sig heima og jafnar sig. Nágrannar hans og tvö, ung vinapör hafa undanfarnar vikur aðstoðað hann. „Ég þarf sífellt að sannfæra sjálfan mig um að ég sé ekki of gamall til að leika og að þetta hafi bara verið slys. Vinnan er leið fyrir mig til að... ekki neita því að ég sé að eldast heldur til að fá mig til að hugsa um eitthvað annað.“ Bretland Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15 Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45 Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Þetta sagði McKellen í viðtali við tímaritið Saga magazine. Hann segist enn vera að jafna sig á áverkunum - hann er enn með handlegginn í fatla og stoðkraga um hálsinn. McKellen var á sviði fyrir sýninguna Player Kings - nýtt leikrit sem sameinar leikritin fyrsta og annan hluta Hinriks IV - í leikhúsinu Noel Coward í Lundúnum þegar hann hrasaði og datt. Í verkinu leikur hann Falstaff, eins og áður segir, sem er persóna sem kemur fyrir í nokkrum leikritum Shakespeare og er eitt helsta einkenni hans íturvöxtur. Þegar fréttir bárust af fallinu var greint frá því að McKellen hafi meitt sig illa í fallinu og hrópað upp fyrir sig af sársauka. Hann hafi verið fluttur á sjúkrahús í snarhasti og leikritinu frestað um tíma. „Ég hef endurupplifað fallið ég veit ekki hversu oft. Þetta var hræðilegt. Þetta gerðist í bardagasenu. Ég festi fótinn minn í stól og þegar ég reyndi að hrista hann af mér rann ég á dagblaði, sem hafði verið dreift um sviðið. Þetta var eins og ég væri á hjólabretti,“ segir McKellen í samtali við Saga. „Því meira sem ég reyndi að losa mig við dagblaðið því hraðar datt ég niður af sviðinu og í kjöltuna á einhverjum á fremsta bekk. Ég fór að kalla „hjálpið mér!“ og svo „fyrirgefið mér! Ég geri ekki svona!“ Þetta var rosalegt. Mér leið eins og þetta væru endalokin á einhverju. Ég var í miklu uppnámi.“ McKellen brákaði hryggjarlið og úlnlið og er enn að jafna sig. Hann segist í góðum höndum á meðan hann heldur sig heima og jafnar sig. Nágrannar hans og tvö, ung vinapör hafa undanfarnar vikur aðstoðað hann. „Ég þarf sífellt að sannfæra sjálfan mig um að ég sé ekki of gamall til að leika og að þetta hafi bara verið slys. Vinnan er leið fyrir mig til að... ekki neita því að ég sé að eldast heldur til að fá mig til að hugsa um eitthvað annað.“
Bretland Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15 Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45 Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54 Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Sir Ian McKellen á sviði með Vesturportshópnum Sir Ian McKellen lék stutt atriði úr Faust með leikurum Vesturports og Borgarleikhússins á fjörutíu ára afmælissýningu leikhússins Young Vic í London á fimmtudagskvöld. Viðstaddir voru fimm hundruð velunnarar 16. október 2010 15:15
Ian McKellen leikur Sherlock Holmes Myndinni er leikstýrt af Óskarshafanum og leikstjóranum Bill Condon. 6. september 2013 20:45
Ian McKellen féll af sviði og var fluttur á sjúkrahús Breski leikarinn Ian McKellen var fluttur á sjúrkahús í Lundúnum í kvöld eftir að hafa fallið af leiksviði í West End á sýningunni Players Kings, þar sem McKellen fer með aðalhlutverk. 17. júní 2024 22:54