Íbúð í Grafarvogi á floti í sjóðandi vatni Jón Ísak Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 20. ágúst 2024 19:21 Eggert segir að skemmdir á íbúð hans og íbúðinni fyrir neðan nemi líklega milljónum. Hann er sem betur fer tryggður fyrir tjóninu. Vísir Íbúðareigandi í Grafarvogi er eitt stórt spurningamerki eftir umfangsmikinn leka í íbúð hans sem þó er ekki á stóru lokunarsvæði á höfuðborgarsvæðinu sem nær til 120 þúsund íbúa. Heitt vatn fossaði úr lögn í íbúðinni í gær sem olli einnig skemmdum á hæðinni fyrir neðan. Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að bilun hafi orðið í dreifikerfinu í Grafarvogi í gær, sem er alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð. Eggert Aron Sigurðarson fékk símtal frá formanni húsfélagsins á sjöunda tímanum í gær, sem sagði honum að vatn fossaði niður í íbúðina fyrir neðan þá sem Eggert á. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýndu að sögn Eggerts Arons snarræði á vettvangi og beittu stórri ryksugu til að soga megnið af vatninu upp. Pípari var sömuleiðis með í för en þeir voru allir nýkomnir úr lekaútkalli í Breiðholti. Fékk enga tilkynningu um lokun Sá munur er á lekanum í Breiðholti og Grafarvogi að fyrri íbúðin er innan stóra lokunarsvæðisins en íbúð Eggerts ekki. Eggert segist hafa fengið upplýsingar frá formanni húsfélagsins að einhver lokun hafi verið fyrir heita vatnið í húsinu án þess að þekkja hve lengi hún hafi verið. Svo hefði vatnið verið komið aftur um fjögur eða fimmleytið í gær. Sjálfur hafi hann sem íbúðareigandi í Grafarvogi ekki fengið nein skilaboð um fyrirhugaða lokun. Þannig hafi verið ómögulegt fyrir hann að bregðast við með lokun eða á annan hátt. Þá finnur hann að því að stefnt sé að því að opna aftur fyrir heita vatnið á stóra svæðinu um hádegisbil á morgu, þegar fólk er almennt í vinnu. Eggert segist sem betur fer tryggður fyrir tjóninu en engu að síður sé um mikið rask að ræða. Hann segir ekki hafa borið á leka í öðrum íbúðum í fjölbýlinu. Mögulega hafi lagnirnar hans verið viðkvæmari en aðrar eða þrýstingurinn í kerfinu of mikill þegar þrýstingurinn sprakk. Bilunin ótengd viðgerðunum á Suðuræð Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að síðdegis í gær hafi orðið heitavatnslaust í Grafarvogi vegna bilunar sem var alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð og tilheyrandi heitavatnsleysi. „Þetta var bilun sem varð í gær, sem gerist af og til. Þá er vatnið náttúrulega tekið af á því svæði, svo hægt sé að gera við,“ segir hún. Hún segir að utanhúss í dreifikerfinu geti komið lekar. Það hafi gerst í Hafnarfirði í fyrra. „Dreifikerfið er misgamalt og misvel á sig komið. Þá koma viðkvæmustu lagnirnar, þær geta gefið sig. En það sem gerist innanhúss hjá fólki höfum við náttúrulega enga stjórn á,“ segir hún. Veitur séu við því búin að það verði einhverjir lekar í dreifikerfinu í kjölfar svona umfangsmikillar viðgerðar, og það sé betra að það gerist í ágúst en í janúar. „En svona bilun eins og varð í Grafarvogi er fyrirvaralaus. Það var áður en við fórum að loka fyrir Suðuræðina,“ segir hún. Reykjavík Vatn Orkumál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Eggert Aron Sigurðarson fékk símtal frá formanni húsfélagsins á sjöunda tímanum í gær, sem sagði honum að vatn fossaði niður í íbúðina fyrir neðan þá sem Eggert á. Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu sýndu að sögn Eggerts Arons snarræði á vettvangi og beittu stórri ryksugu til að soga megnið af vatninu upp. Pípari var sömuleiðis með í för en þeir voru allir nýkomnir úr lekaútkalli í Breiðholti. Fékk enga tilkynningu um lokun Sá munur er á lekanum í Breiðholti og Grafarvogi að fyrri íbúðin er innan stóra lokunarsvæðisins en íbúð Eggerts ekki. Eggert segist hafa fengið upplýsingar frá formanni húsfélagsins að einhver lokun hafi verið fyrir heita vatnið í húsinu án þess að þekkja hve lengi hún hafi verið. Svo hefði vatnið verið komið aftur um fjögur eða fimmleytið í gær. Sjálfur hafi hann sem íbúðareigandi í Grafarvogi ekki fengið nein skilaboð um fyrirhugaða lokun. Þannig hafi verið ómögulegt fyrir hann að bregðast við með lokun eða á annan hátt. Þá finnur hann að því að stefnt sé að því að opna aftur fyrir heita vatnið á stóra svæðinu um hádegisbil á morgu, þegar fólk er almennt í vinnu. Eggert segist sem betur fer tryggður fyrir tjóninu en engu að síður sé um mikið rask að ræða. Hann segir ekki hafa borið á leka í öðrum íbúðum í fjölbýlinu. Mögulega hafi lagnirnar hans verið viðkvæmari en aðrar eða þrýstingurinn í kerfinu of mikill þegar þrýstingurinn sprakk. Bilunin ótengd viðgerðunum á Suðuræð Silja Ingólfsdóttir hjá þjónustu Veitna segir að síðdegis í gær hafi orðið heitavatnslaust í Grafarvogi vegna bilunar sem var alveg ótengd viðgerðinni á Suðuræð og tilheyrandi heitavatnsleysi. „Þetta var bilun sem varð í gær, sem gerist af og til. Þá er vatnið náttúrulega tekið af á því svæði, svo hægt sé að gera við,“ segir hún. Hún segir að utanhúss í dreifikerfinu geti komið lekar. Það hafi gerst í Hafnarfirði í fyrra. „Dreifikerfið er misgamalt og misvel á sig komið. Þá koma viðkvæmustu lagnirnar, þær geta gefið sig. En það sem gerist innanhúss hjá fólki höfum við náttúrulega enga stjórn á,“ segir hún. Veitur séu við því búin að það verði einhverjir lekar í dreifikerfinu í kjölfar svona umfangsmikillar viðgerðar, og það sé betra að það gerist í ágúst en í janúar. „En svona bilun eins og varð í Grafarvogi er fyrirvaralaus. Það var áður en við fórum að loka fyrir Suðuræðina,“ segir hún.
Reykjavík Vatn Orkumál Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira