Spjótin hætta ekki að beinast að Blake Lively Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. ágúst 2024 15:10 Ofurhjónin Blake Lively og Ryan Reynolds eru alvöru fjárfestar. Cindy Ord/Getty Images Spjótin beinast enn og aftur að Hollywood leikkonunni Blake Lively á samfélagsmiðlum. Í þetta skiptið fyrir ummæli sem hún lét falla um trans fólk árið 2012. Leikkonan hefur undanfarna daga og vikur verið undir smásjá netverja vegna einkennilegrar markaðssetningar hennar á bíómyndinni It Ends With Us sem nú er í kvikmyndahúsum. Meintar erjur leikkonunnar við meðleikara hennar og leikstjóra myndarinnar Justin Baldoni hafa vakið gríðarlega athygli. Fréttir herma að þeim hafi komið illa saman á setti og hafa fregnir þess efnis að leikhópurinn hafi allur hætt að fylgja Baldoni á samfélagsmiðlum ekki orðið til þess að kveða niður þann orðróm. Lítið sem ekkert sést til Baldoni á markaðsviðburðum tengdum kvikmyndinni og hann og Lively ekkert verið mynduð saman. Virðist svo gott sem staðfest að leikhópurinn hafi snúið baki við honum. Baldoni meðal annars sagður hafa ýjað að því að Lively væri of þung en í einu atriði myndarinnar þarf Baldoni að halda á leikkonunni. Er hann sagður hafa haft áhyggjur af eigin bakmeiðslum og því spurt út í þyngd leikkonunnar. Furðuleg markaðssetning Það hefur hins vegar verið Blake Lively sem hefur verið undir smásjá netverja, ekki síst fyrir undarlegt val við markaðsherferð myndarinnar. Í myndinni fer Lively með hlutverk fórnarlamb heimilisofbeldis en hefur þrátt fyrir það auglýst myndina á léttum og kátum nótum, líkt og einungis sé um rómantíska gamanmynd að ræða. Þá hefur Lively nýtt tækifærið til að auglýsa nýja hárvörulínu í hennar nafni og áfengisfyrirtækið Betty Booze. Hún hefur rætt stjörnumerki á léttum nótum við meðleikara sína og rætt fatastíl persónu hennar í myndinni. @itendswithusmovie 𝚐𝚛𝚊𝚋 𝚢𝚘𝚞𝚛 𝚏𝚛𝚒𝚎𝚗𝚍𝚜. 𝚠𝚎𝚊𝚛 𝚢𝚘𝚞𝚛 𝚏𝚕𝚘𝚛𝚊𝚕𝚜. #ItEndsWithUsMovie ♬ original sound - It Ends With Us Leikkonan hefur einnig virst misskilja spurningar til hennar um dökku hliðar myndarinnar. Í einu viðtali var hún spurð af blaðamanni hvernig best væri fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis að opna sig um málið. Í stað þess að benda á hvert slík fórnarlömb geta leitað grínaðist leikkonan með það hvort blaðamaðurinn vildi vita hvar hún ætti heima. Justin Baldoni’s PR could certainly be spinning things (truly I don’t doubt it) but let’s be clear here that Blake Lively said THIS!!!!! entirely!!!! on her own!!!! pic.twitter.com/dQj81DzI2X— Sophie Ross (@SophRossss) August 15, 2024 Á meðan hefur Baldoni virst vera óhræddur um að taka samtalið um efni myndarinnar. Hann hefur rætt heimilisofbeldi á hispurslausan hátt í viðtölum. Bandaríski dægurmiðillinn Entertainment Weekly gerði málinu skil í stuttu innslagi. Gömul viðtöl rifjuð upp Spjótin hafa því að miklu leyti beinst að Lively og því sem lýst er á samfélagsmiðlum sem „einkennilegu“ háttalagi hennar. Þar hafa verið grafin upp viðtöl nokkur ár aftur í tímann, meðal annars frá árinu 2012 og 2016. Þannig hefur blaðakonan Kjersti Flaa birt viðtal á Youtube frá árinu 2016 sem hún tók við leikkonuna í tilefni af útgáfu kvikmyndarinnar Café Society. Blaðakonan segir viðtalið hafa næstum því fengið hana til að hætta í vinnunni. Þar byrjar blaðakonan á að óska leikkonunni til hamingju með óléttuna. Lively tekur það óstinnt upp og óskar blaðakonunni til baka til hamingju með hennar eigin kúlu og gefur þannig í skyn að hún sé of þung. Komið hefur fram í erlendum miðlum að blaðakonan geti ekki eignast börn. Allt viðtalið heldur Lively áfram að vera óþægileg og vekur athygli að hún horfir lítið sem ekkert á blaðakonuna. Bandaríski slúðurmiðillinn PageSix greindi svo frá því í gær að enn eitt furðuviðtalið við Lively hefði verið grafið upp af netverjum. Í þetta skiptið frá árinu 2012 en þar segist Lively vona að hún muni í framtíðinni eignast stelpur og ef ekki stelpur þá trans stelpur, því hún eigi svo marga skó og töskur. Lively vísar í viðtalinu til trans fólks með orðalagi sem þykir í dag vera niðrandi. sometimes ill be quietly going about my day and then ill remember the time blake lively said this to a journalist pic.twitter.com/SIHZcrlzui— joshua 🍒 (@joshcharles_21) August 18, 2024 Hafa snúið sér í æ meira mæli að viðskiptum Bandaríski fréttaskýringamiðillinn Vox gerir mál Blake Lively að umfjöllunarefni sínu. Þar er rekin raunasaga leikkonunnar í viðtölum undanfarin ár og erjur hennar við Baldoni. Þar kemur meðal annars fram að Baldoni hafi ráðið sér PR-sérfræðing vegna málsins. Þar segir að það hafi sérstaklega farið í taugarnar á Baldoni að Lively hafi fengið eiginmann sinn, súperstjörnuna Ryan Reynolds oft og mörgum sinnum í heimsókn á sett kvikmyndarinnar It Ends With Us. Hún hafi meðal annars gengið svo langt að biðja hann um að leikstýra nokkrum atriðum. Þá er þess getið í umfjöllun Vox að Lively og Reynolds hafi undanfarin ár verið dugleg að fjárfesta í hinum ýmsu verkefnum og vörumerkjum. Svo mikið að líklega séu þær fjárfestingar farnar að þvælast fyrir leiklistarframanum. Lively hefur fjárfest í hárvörulínu, gosframleiðendum og ýmsum tískuvörum. Reynolds hefur verið enn öflugri undanfarin ár, á hluta í símafyrirtækinu Mint Mobile, á velska knattspyrnuklúbbinn Wrexham, hlut í Aviation Gin framleiðandanum auk þess sem hann er forstjóri markaðssetningarfyrirtækisins Maximum Effort. Reynolds kom einnig að markaðsherferð myndar eiginkonu sinnar, svo athygli vakti. Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Meintar erjur leikkonunnar við meðleikara hennar og leikstjóra myndarinnar Justin Baldoni hafa vakið gríðarlega athygli. Fréttir herma að þeim hafi komið illa saman á setti og hafa fregnir þess efnis að leikhópurinn hafi allur hætt að fylgja Baldoni á samfélagsmiðlum ekki orðið til þess að kveða niður þann orðróm. Lítið sem ekkert sést til Baldoni á markaðsviðburðum tengdum kvikmyndinni og hann og Lively ekkert verið mynduð saman. Virðist svo gott sem staðfest að leikhópurinn hafi snúið baki við honum. Baldoni meðal annars sagður hafa ýjað að því að Lively væri of þung en í einu atriði myndarinnar þarf Baldoni að halda á leikkonunni. Er hann sagður hafa haft áhyggjur af eigin bakmeiðslum og því spurt út í þyngd leikkonunnar. Furðuleg markaðssetning Það hefur hins vegar verið Blake Lively sem hefur verið undir smásjá netverja, ekki síst fyrir undarlegt val við markaðsherferð myndarinnar. Í myndinni fer Lively með hlutverk fórnarlamb heimilisofbeldis en hefur þrátt fyrir það auglýst myndina á léttum og kátum nótum, líkt og einungis sé um rómantíska gamanmynd að ræða. Þá hefur Lively nýtt tækifærið til að auglýsa nýja hárvörulínu í hennar nafni og áfengisfyrirtækið Betty Booze. Hún hefur rætt stjörnumerki á léttum nótum við meðleikara sína og rætt fatastíl persónu hennar í myndinni. @itendswithusmovie 𝚐𝚛𝚊𝚋 𝚢𝚘𝚞𝚛 𝚏𝚛𝚒𝚎𝚗𝚍𝚜. 𝚠𝚎𝚊𝚛 𝚢𝚘𝚞𝚛 𝚏𝚕𝚘𝚛𝚊𝚕𝚜. #ItEndsWithUsMovie ♬ original sound - It Ends With Us Leikkonan hefur einnig virst misskilja spurningar til hennar um dökku hliðar myndarinnar. Í einu viðtali var hún spurð af blaðamanni hvernig best væri fyrir fórnarlömb heimilisofbeldis að opna sig um málið. Í stað þess að benda á hvert slík fórnarlömb geta leitað grínaðist leikkonan með það hvort blaðamaðurinn vildi vita hvar hún ætti heima. Justin Baldoni’s PR could certainly be spinning things (truly I don’t doubt it) but let’s be clear here that Blake Lively said THIS!!!!! entirely!!!! on her own!!!! pic.twitter.com/dQj81DzI2X— Sophie Ross (@SophRossss) August 15, 2024 Á meðan hefur Baldoni virst vera óhræddur um að taka samtalið um efni myndarinnar. Hann hefur rætt heimilisofbeldi á hispurslausan hátt í viðtölum. Bandaríski dægurmiðillinn Entertainment Weekly gerði málinu skil í stuttu innslagi. Gömul viðtöl rifjuð upp Spjótin hafa því að miklu leyti beinst að Lively og því sem lýst er á samfélagsmiðlum sem „einkennilegu“ háttalagi hennar. Þar hafa verið grafin upp viðtöl nokkur ár aftur í tímann, meðal annars frá árinu 2012 og 2016. Þannig hefur blaðakonan Kjersti Flaa birt viðtal á Youtube frá árinu 2016 sem hún tók við leikkonuna í tilefni af útgáfu kvikmyndarinnar Café Society. Blaðakonan segir viðtalið hafa næstum því fengið hana til að hætta í vinnunni. Þar byrjar blaðakonan á að óska leikkonunni til hamingju með óléttuna. Lively tekur það óstinnt upp og óskar blaðakonunni til baka til hamingju með hennar eigin kúlu og gefur þannig í skyn að hún sé of þung. Komið hefur fram í erlendum miðlum að blaðakonan geti ekki eignast börn. Allt viðtalið heldur Lively áfram að vera óþægileg og vekur athygli að hún horfir lítið sem ekkert á blaðakonuna. Bandaríski slúðurmiðillinn PageSix greindi svo frá því í gær að enn eitt furðuviðtalið við Lively hefði verið grafið upp af netverjum. Í þetta skiptið frá árinu 2012 en þar segist Lively vona að hún muni í framtíðinni eignast stelpur og ef ekki stelpur þá trans stelpur, því hún eigi svo marga skó og töskur. Lively vísar í viðtalinu til trans fólks með orðalagi sem þykir í dag vera niðrandi. sometimes ill be quietly going about my day and then ill remember the time blake lively said this to a journalist pic.twitter.com/SIHZcrlzui— joshua 🍒 (@joshcharles_21) August 18, 2024 Hafa snúið sér í æ meira mæli að viðskiptum Bandaríski fréttaskýringamiðillinn Vox gerir mál Blake Lively að umfjöllunarefni sínu. Þar er rekin raunasaga leikkonunnar í viðtölum undanfarin ár og erjur hennar við Baldoni. Þar kemur meðal annars fram að Baldoni hafi ráðið sér PR-sérfræðing vegna málsins. Þar segir að það hafi sérstaklega farið í taugarnar á Baldoni að Lively hafi fengið eiginmann sinn, súperstjörnuna Ryan Reynolds oft og mörgum sinnum í heimsókn á sett kvikmyndarinnar It Ends With Us. Hún hafi meðal annars gengið svo langt að biðja hann um að leikstýra nokkrum atriðum. Þá er þess getið í umfjöllun Vox að Lively og Reynolds hafi undanfarin ár verið dugleg að fjárfesta í hinum ýmsu verkefnum og vörumerkjum. Svo mikið að líklega séu þær fjárfestingar farnar að þvælast fyrir leiklistarframanum. Lively hefur fjárfest í hárvörulínu, gosframleiðendum og ýmsum tískuvörum. Reynolds hefur verið enn öflugri undanfarin ár, á hluta í símafyrirtækinu Mint Mobile, á velska knattspyrnuklúbbinn Wrexham, hlut í Aviation Gin framleiðandanum auk þess sem hann er forstjóri markaðssetningarfyrirtækisins Maximum Effort. Reynolds kom einnig að markaðsherferð myndar eiginkonu sinnar, svo athygli vakti.
Bíó og sjónvarp Hollywood Deilur Justin Baldoni og Blake Lively Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira